Fréttablaðið - 16.12.2020, Page 32
Við leggjum allan
okkar metnað í að
garðurinn líti sem best
út.
JS ljósasmiðjan hefur um margra ára skeið boðið viðskiptavinum sínum
ljósdíóðu krossa á leiði en kross
arnir hafa reynst afar vel við
íslenskar aðstæður. Krossarnir eru
smíðaðir úr galvaníseruðu stáli af
fagmönnum ljósasmiðjunnar.
„Við erum búnir að vera með
krossana í Lindakirkjugarði í
um það bil tíu ár, en síðan hefur
garðurinn stækkar heilmikið.
Við leggjum allan okkar metnað í
að garðurinn líti sem best út. Þar
erum við með krossana til leigu og
fólk borgar bara fyrir tímabilið og
við látum loga frá fyrsta sunnudegi
í aðventu og út janúar,“ útskýrir
Jón Guðbjörnsson, annar eigandi
JS ljósasmiðjunnar.
Hann útskýrir að einnig sé hægt
að kaupa krossana af þeim og nota
í öðrum görðum, þeir eru þá annað
hvort tengdir við 12 volta rafhlöðu
eða settir í samband við rafmagn í
viðkomandi kirkjugarði.
„Til dæmis í Fossvogskirkjugarði
og Hafnarfjarðarkirkjugarði eru
krossarnir keyrðir út af 12 volta
rafhlöðu, en við sendum líka
töluvert mikið út á land og þá eru
krossarnir yfirleitt 24 eða 32 volta
og tengdir við rafmagn í garð
inum,“ segir Jón.
Fjölbreyttar ljósaskreytingar
Auk þess að búa til ljósakrossa
smíða þeir hjá JS ljósasmiðjunni
einnig alls kyns ljósaskreytingar
til dæmis skreytingar á ljósastaura
fyrir bæjarfélög. Skreytingarnar
eru fáanlegar í mörgum litum og
koma allar með staurafestingum
tilbúnar til uppsetningar.
„Við gerum bjöllur og stjörnur
og alls konar fígúrur. Fólk getur
pantað og við búum til skreytingar
eftir óskum fólks. Við höfum til
dæmis búið til stjörnur fyrir fólk
sem vill ekki hafa kross á leiði
ástvina sinna. Við notum díóðu
slöngur í allar okkar ljósaskreyt
ingar. Við höfum töluvert verið
í því að smíða alls konar ljósa
skreytingar fyrir bæjarfélög,“ segir
Sigurður Vilhjálmsson, sem einnig
er eigandi JS ljósasmiðjunnar.
Auk ljósaskreytinga sinnir fyrir
tækið einnig vélaviðgerðum ýmiss
konar, málmsmíði og reiðhjólavið
gerðum og viðhaldi.
„Við búum til vindhana sem
standa af sér íslenska veðráttu og
smíðum líka ýmiss konar kerrur
og grindur. Við smíðum dæmis
handrið á stiga eða svalir, garð
hlið eða hvers konar grindur sem
viðskiptavinurinn óskar eftir,“
útskýrir Sigurður.
Fyrirtækið var stofnað í
kringum aldamótin og sérhæfði
sig til að byrja með í vélaviðgerð
um eins og sláttuvélaviðgerðum og
viðgerðum á ýmsum tækjum sem
tilheyra jarðvinnu.
„Það var bara byrjunin,“ segir
Jón. „En svo vantaði verkefni frá
þessu tímabili frá lokum ágúst
og fram yfir áramót. Þess vegna
fórum við út í að framleiða ljósa
skreytingar. Við höfum örugglega
verið í því í svona fimmtán ár.“
Ljósaskreytingar fyrir
íslenskar aðstæður
Hjá JS ljósasmiðjunni eru framleiddar fjölbreyttar og sér-
lega vandaðar ljósaskreytingar fyrir leiði og einnig til að
nota í götuskreytingar. Nú fyrir jólin er Lindakirkjugarður
fallega upplýstur með ljósakrossum frá fyrirtækinu.
Lindakirkju-
garður fallega
upplýstur með
ljósakrossum
frá JS ljósa-
smiðjunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Krossarnir eru vandaðir og þola vel íslenskt veðurfar.
Eigengur JS ljósasmiðjunnar þeir Jón Guðbjörnsson og Sigurður Vilhjálmsson. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Jón og Sigurður
smíða mikið af
skreytingum
fyrir bæjarfélög,
til að festa á
staura. MYND/
AÐSEND
Skreytingarnar
koma í ýmsum
litum.
Skreytingarnar
eru í ýmsum
formum.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R