Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Side 2
Jólakúlu-hvað? J ólakúlur eru jólakúkur, hugsar Svarthöfði á meðan hann skrollar í gegnum símaskrána sína til að gera upp við sig hverjir aðstandenda hans verði það óheppnir að sitja með honum í fámennri jólakúlu kófsins. Svarthöfði er líkt og margir aðrir Íslendingar skilnaðar- barn og frú Svarthöfði er það líka. Enda stunda flestir Íslendingar makaveiðar á sjötta bjór og eru ekki endi- lega lukkulegir þegar rennur af þeim. Í tilfelli Svarthöfða þýðir þetta að jólin eru flókið púsluspil af endalausum jóla- boðum, jafnvel tvö á dag. Sturlað dæmi. Og nú á að velja úr þessum stóra hóp örfáa útvalda inn í einhverja aumingjalega jólakúlu? Ætlar Þórólfur þá að koma og gera það fyrir okkur hjónin, því við nennum ekki að bera ábyrgð á afleiðingunum. Hversu margir foreldrar okkar eiga eftir að senda okkur línuna: „Já, elsk- urnar þið gerið það sem þið viljið. En ég verð líklega dauð/ ur næstu jól.“ Svona bítur fast í meðvirkn- ina og keyrir jólastreituna upp í „barn-í-frekjukasti-í-bónus- ástand“. Svarthöfði var einmitt að hugsa um jólakúlu-klemmuna þegar hann brá sér í Kringluna einn eftirmiðdaginn þegar flestir eðlilegir Íslendingar ættu að vera við vinnu. Þegar Svarthöfði beygði inn í bíla- stæðahúsið rann þó fljótlega upp fyrir honum ljós, að lík- lega væri ekki einn einasti Ís- lendingur í vinnu því þeir voru greinilega allir í Kringlunni. Ekki eitt einasta bílastæði að sjá og heilu raðirnar af bílum að hringsóla í leit að fyrir- heitna stæðinu. Ef það er eitthvert fólk sem ætti að mega skjóta á færi þá eru það fíflin í bílaröðum sem stoppa alla röðina því þeir ætla að bíða eftir að konan með inn- kaupapokana sem var að labba fram hjá finni bílinn sinn, komi sér fyrir og rými stæðið. Þetta hlýtur að vera eitthvert sérís- lenskt frekju-heilkenni sem Svarthöfði mun aldrei skilja. Þegar hvert og eitt einasta bílastæði er fullt fyrir utan verslunarmiðstöð, þá á maður ekkert erindi þangað inn. En hvað er þá til ráða? Sami heimsendamúgurinn er í Smáralindinni líka og Lauga- vegurinn er löngu orðin dauð hugmynd, enda ekkert að finna þarna fyrir Íslending lengur. En Svarthöfði verður seint kallaður skynsamur svo hann lét sig hafa það að leggja hjá Suðurveri og drösla sér í Kringluna. Þar inni var eina merkið um heimsfaraldurinn grímurnar sem fólk bar og raðirnar fyrir utan verslanirnar. Hundruð manna, stórar hópamyndanir, sviti, blóð og tár. Grenjandi börn með hor, grenjandi for- eldrar í uppgjöf, eldri borgarar í hressingargöngu, unglingar með vesen og jólatónlist sem enginn heyrir í fyrir látum. Ógeðsleg smitgróðrarstía. Hvílíkur viðbjóður, hugsaði Svarthöfði ítrekað á meðan hann olnbogaði sig í gegnum þvöguna. Hann er nefnilega ekkert skárri en hinir. Engin jólakúla virðist vera stærri en jólakúla Kringlunnar og Smáralindar. Við hin fáum bara þessa aumingjalegu tíu manna kúlu og eigum að þakka fyrir það. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Það koma samt jól É g líkt og aðrir hef bölvað þessu ástandi í sand og ösku. Kannski meira ofan í rauðvínsglasið og konfektkassann af því að ég reyki ekki og er búin að setja hellu ofan á sandkassann í garðinum svo kettirnir í hverfinu mígi ekki í hann eða næsta appelsínugula viðvörun feyki ekki öllum hvolpasveitarfötunum út um allt hverfi. Að því sögðu þá hefur Jólakúluástandið þó gefið mér eitt. Nei, ekki frí frá leiðinlegum ættingjum í útþynntum majónesboðum heldur heilbrigðari sýn á hvað ég „þarf“ að gera. Mér finnst ég yfirleitt þurfa að gera mikið. Ég vil skara fram úr. Heimabakað, handgert konfekt, heimagerðir kransar og skreytingar, vel þrifið, huggulega inn- pakkað, einstaklega velheppnaðar gjafir, handgerðir merkimiðar, heimagerðar sápur og kerti, seríur á öllu sem möguleiki er á að hægt sé að drífa í næstu innstungu … jesús og ekki gleyma samstæðum fötum á börnin, svo er það jólamyndatakan, snjókarl í garðinn, sleðaferð, kakó, skautaferð, jóla- trésferð, skreyta tré og piparkökur, þrífa bílinn, sópa tröppurnar, fara í kirkjugarðinn og vinna tvöfalt til að geta verið í fríi á frídögum, já og einhvern veginn sinna börnunum sem eru í jólafríi. Og allt þetta án þess að grenja. Alla vega ekki hátt. Það er svo óhátíðlegt. Snyrtilegast að skæla mjög stutt og ákveðið – helst í baði. Nánast eins og að hnerra. Að því sögðu þá bókaði ég okkur í myndatöku. Af því að ég trúi því að við getum verið venjuleg fjölskylda og látið það ganga upp. Nei. Barn 1 trylltist yfir fatavalinu. Fannst ég ömurlegur stílisti. „Ætlarðu að eyðileggja líf mitt með þessum kjól?“ Við komu til ljósmyndarans hringir síminn stanslaust hjá eiginmanninum. Jólastjarna í glugganum heima, glugginn opinn og öryggiskerfið fór í gang. Það þarf að virkja nágrann- ann til að fara inn og slökkva á kerfinu sem ærir nú allt hverfið. Börnin eru aldrei á sama bletti hjá ljósmyndar- anum. Önnur hefur komið auga á akrýlmálningu sem hún ætlar sér að komast í. Það er búð í sama rými sem sú yngri er með á heilanum og fær „lánað í“. Ég skila og afsaka og lofa sjálfri mér að næsta myndataka verði vídeóverk. Komum heim. Gefum börnunum að borða, reynum að koma þeim í bólið. Allir lagstir. Jólasveinninn verðlaunar ekki óþekkt. Ahhh. Þögn. Dásamlegt. Nei, guð. Þetta stenst ekki. Fer upp og góma þar yngri dótturina skellihlæjandi í rimlarúminu. Búin að rífa sig úr öllum fötunum og bleyjunni. Henda því á gólfið og pissa í rúmið. „Sjáðu, mamma. Fyndið.“ Muna – ekki bugast. Það er svo óhátíðlegt! Tek af rúminu, skipti á barninu, afhendi það föð- urnum. Jæja, þá er myndatakan búin og allt hitt á listanum eftir. Eða hvað? Það má kannski sleppa því að baka nema eina sort því það kemur enginn í heimsókn? Hvað ef ég vel bara 10 atriði af 62 atriða listanum? Sleppi bara hinu? Ég fékk mér tvo jólabjóra í eitt glas, gaf skít í langa listann og vitið þið hvað … Það koma samt jól. n Nei guð. Þetta stenst ekki. UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Sigurbjörn Richter,sigurbjorn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. 2 EYJAN Bergrún Íris Sævarsdóttir metsöluhöfundur elskar sundlaugar. „Ég er svo glöð að sundlaugar landsins séu loks að opna aftur að ég varð að telja upp fimm uppáhalds baðstaðina mína.“ 1 Sundhöll Hafnarfjarðar Á toppnum trónir fallegasta laug landsins, Sundhöll Hafnarfjarðar eftir Guðjón Samúelsson, þáverandi húsa- meistara ríkisins. Við köllum laugina stundum „stóra bað- karið okkar“ því við búum í götunni og notum hana mikið. Laugin hefur birst í ótalmörgum sjónvarps- og tískumyndaþáttum enda er hún heillandi fögur með sína háu glugga. 2 Guðlaug Guðlaug er einstök perla á Akranesi en myndi líklega frekar teljast heitur pottur frekar en sundlaug. Þar er útsýnið óviðjafnanlegt, hita- stigið akkúrat mátulegt og stutt í sjóinn fyrir hugrakka! 3 Ásvallalaug Í þriðja sæti er Ásvallalaug sem er nær öll innanhúss. Laugin er bæði góð fyrir þá sem æfa sund, eins og syni mína tvo, en líka fyrir kulda- skræfur sem finnst gott að bleyta sig án þess að norpa á köldum sundlaugarbakka. 4 Kópavogslaug Kópavogslaugin á Kársnesi var annað heimili mitt hér í denn. Þar lærðum við systur að synda og á sumrin var farið lágmark tvisvar á dag í laugina. Seinni laugarferðin var alltaf seint um kvöld til að ná allra síðustu ferð í rennibrautina. 5 Vök Baths Vök Baths, rétt hjá Egils- stöðum, kom svo rækilega á óvart í sumar að hún nær strax á topp fimm listann, þrátt fyrir að ég hafi bara komið þangað einu sinni! Gullfallegt umhverfi og gaman að dýfa sér í Urriða- vatn í leiðinni til að sýna sitt sanna hetjueðli. SUNDLAUGAR 18. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.