Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Síða 4
MEST LESIÐ
Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST...
Jónína Benediktsdóttir látin
Jónína Benediktsdóttir, íþróttafræðingur og frumkvöðull,
varð bráðkvödd á heimili sínu í Hveragerði. Hún var 63 ára
gömul. Hún lætur eftir sig þrjú börn og fjögur barnabörn.
Veiran ekki á förum
Seinkanir hafa átt sér stað í áætlunum Íslands í bólusetningu
við kórónuveirunni og verður því ekki hægt að vinna bug á
kórónuveirufaraldinum með hjarðónæmi fyrr en seinni hluta
næsta árs. Því verða Íslendingar að sæta sóttvarnatakmörk-
unum áfram næstu mánuðina.
Tundurskeyti í trolli
Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar
var kölluð út á miðvikudag vegna tundurskeytis sem hafði
lent í veiðarfærum togarans Pálínu Þórunnar GK í Sandgerði.
Talið er að um sé að ræða fremsta hluta þýsks tundurskeytis
úr seinni heimsstyrjöldinni. Sprengjan var um 300 kíló.
Skriðuföll á Seyðisfirði
Aurskriður féllu á Seyðisfirði í vikunni og var lýst yfir óvissu-
stigi almannavarna eftir að tvær skriður féllu á þriðjudag á
hús í bænum. Hluti bæjarins var rýmdur og fjöldahjálparstöð
opnuð. Þegar mest var dvöldu tæplega 70 manns í hjálpar-
stöðinni. Mikil rigning hefur verið á svæðinu og er veðurspá
í næstu viku ekki góð. Engin slys hafa orðið á fólki.
Rósa Björk í Samfylkinguna
Rósa Björk Brynjólfsdóttir gekk til liðs við Samfylkinguna
á miðvikudag. Rósa Björt hafði setið sem óháður þingmaður
síðustu þrjá mánuði eftir að hún sagði sig úr þingflokki Vinstri
grænna (VG). Rósa segir að hún hafi ekki lengur átt samleið
með VG en hins vegar hafi pólitískar áherslur hennar og Sam-
fylkingarinnar verið nátengdar. Samfylking er nú með átta
þingmenn.
Blæðingar á vegum
Miklar bikblæðingar hafa verið á þjóðveginum, einkum á
leiðinni milli Borgarness og Akureyrar og hefur fjöldi bif-
reiða orðið fyrir tjóni auk þess sem slíkar blæðingar skapa
hættuástand. Ferðalangar hafa verið hvattir til að fylgjast
með framvindu mála og fresta ferðalögum ef það er unnt.
Borghildur ber ekki ábyrgð
Stjórn Knattspyrnusambands
Íslands var einhuga sammála
um að Borghildur Sigurðar-
dóttir, varaformaður KSÍ,
og annað starfsfólk kvenna-
landsliðsins hefði sinnt starfi
sínu í ferðalagi til Ungverja-
lands af fagmennsku og bæri
ekki ábyrgð á framkomu Jóns
Þórs Haukssonar, fráfarandi
landsliðsþjálfara. Jón Þór lét
ummæli falla í ferðinni undir
áhrifum áfengis sem þóttu
afar óviðeigandi og sagði
hann í kjölfarið starfi sínu
lausu.
1 Guðlaugur Victor kveður móður sína með hjartnæmu
bréfi: „Ég fyrirgef þér allt og ég
vona að þú fyrirgefir mér“ Guð-
laugur Victor Pálsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, minntist móður
sinnar sem féll frá aðeins 47 ára
gömul.
2 14 ára sonur Kristjáns fékk lífstíðardóm – „Tölfræðin er
á móti honum. En ég hef fulla trú“
Sonur Kristjáns Jóhanns Matthías-
sonar, Brandon, var einungis 12 ára
gamall þegar hann myrti unglings-
dreng. Hann er nú kominn út á
reynslulausn.
3 Samfélagsmiðlastjörnuferð á Þingvöllum – Kampavín og
pakkaleikur Hópur áhrifavalda fór
saman í sumarbústað á Þingvöllum
og deildi myndum frá ferðinni.
4 Hélt að hún væri ættleidd – Sannleikurinn var skelfilegur
Ung bandarísk kona komst að því að
henni var rænt frá fjölskyldu sinni
þegar hún var ungbarn.
5 Sakamál: Konan sem hvarf og fannst í gegnum Google Maps
Maribel Ramos hvarf sporlaust árið
2013. Grunaður morðingi kom upp um
sig með því að skoða ítrekað stað-
setningu líkamsleifa hennar á Google
Maps.
6 Annþór var með lögreglumenn á launum – „Yfirleitt nennti
maður ekki að hreyfa sig fyrir minna
en milljón“ Annþór Kristján Karlsson
fór með Sölva Tryggvasyni yfir feril
sinn í glæpum.
7 Rósa sveik 30 milljónir út úr aldraðri frænku sinni og
geymdi í bankahólfi á Akureyri
Landsréttur staðfesti dóm yfir Rósu
Maríu Stefánsdóttur fyrir að svíkja
30 milljónir í reiðufé út úr aldraðri
frænku sinni.
8 Læknir varar við – „Ef fyrsta bylgjan kom í vor þá er þetta
flóðbylgja“ Læknir á háskóla-
sjúkrahúsinu í Malmö lýsir óboð-
legu ástandi á sjúkrahúsinu vegna
kórónuveirunnar.
4 FRÉTTIR 18. DESEMBER 2020 DV