Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Page 6
6 FRÉTTIR 18. DESEMBER 2020 DV
UPPLIFA RASISMA
HJÁ FJÖLSKYLDUHJÁLP
Fjöldi fólks hefur stigið fram og greint frá rasisma og annars konar
mismunun hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Málið er tekið alvarlega
innan Reykjavíkurborgar og kallar fjölmenningarráð eftir svörum.
É g var svakalega spennt að mæta sem sjálfboðaliði. Þarna mættu mér
svo þrír, fjórir öfgarasistar
sem eru fastir sjálfboðaliðar.
Ég var þarna ásamt einni
annarri útlenskri konu og við
bara frusum við að hlusta á
þær,“ segir ung kona af mar
okkóskum uppruna sem mætti
til Fjölskylduhjálparinnar í
vor. Konan er ein þeirra sem
komu á fund fjölmenningar
ráðs Reykjavíkurborgar í
vikunni og lýstu reynslu sinni
af Fjölskylduhjálp.
Hún er í Háskóla Íslands
þar sem hún tók valkúrs í
sjálfboðaliðastarfi og var
þar hvött til að sækja um hjá
ýmsum stöðum, og var Fjöl
skylduhjálp sérstaklega nefnd
sem góður möguleiki. „Það
var skelfilegt að heyra hvern
ig nokkrar eldri konur þarna
töluðu um útlendinga. Ein
þeirra fór síðan að gera grín
að nafninu mínu og reyndi
að fá aðra til að taka undir
og hlæja með,“ segir konan
sem síðar hafði samband við
Ásgerði Jónu Flosadóttur, for
mann Fjölskylduhjálparinnar,
til að upplýsa hana um rasism
ann sem hún varð vör við
meðal annarra sjálfboðaliða.
„Ég bjóst við að hún segðist
ætla að skoða málið en hún fór
strax í vörn, sagði engan ras
isma hjá Fjölskylduhjálpinni
og neitaði meira að segja að
hafa haft sjálfboðaliða hjá sér
af erlendum uppruna, eins og
hún væri að neita að ég hefði
verið sjálfboðaliði hjá þeim.“
Sögurnar safnast saman
Fjölmenningarráð Reykja
víkurborgar fékk á fund sinn
í vikunni fjölda aðila sem
miðluðu reynslu sinni af Fjöl
skylduhjálp. Í kjölfarið sendi
ráðið frá sér sameiginlega
bókun þar sem óskað er eftir
því að Fjölskylduhjálp Íslands
skili greinargerð um hvernig
unnið sé gegn mismunun þar.
Fyrrverandi sjálfboðaliði
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
kom fram í viðtali hjá Stöð 2
í síðustu viku og sagðist hafa
ákveðið að hætta að starfa
með samtökunum eftir að hún
hefði orðið vitni að mismunun
á grundvelli trúarbragða við
úthlutun matvæla. Þá hafði
Stöð 2 rætt við fleiri fyrrver
andi og núverandi skjólstæð
inga sem saka formanninn
um niðurlægjandi framkomu
gagnvart sér.
Þá hefur Ásta Þórdís Skjald
dal Guðjónsdóttir, formaður
Pepps sem eru samtök fólks
um fátækt, sagst hafa fengið
niðurbrotna skjólstæðinga
Fjölskylduhjálparinnar til sín.
Í framhaldi af þessum
fréttaflutningi sendu Sam
tök kvenna af erlendum upp
runa (W.O.M.E.N) frá sér
yfirlýsingu þar sem þau hvetja
Reykjavíkurborg til þess að
krefjast rannsóknar á starf
semi góðgerðasamtakanna
Fjölskylduhjálpar og draga til
baka fjárstuðning frá borginni
ef Fjölskylduhjálp starfar ekki
í samræmi við mannréttinda
stefnu Reykjavíkurborgar.
Fjölskylduhjálp sendi síðan
frá sér yfirlýsingu þar sem
kemur fram að 58 prósent
skjólstæðinga hennar séu
af erlendum uppruna og því
hafnað að nokkur mismunun
eigi sér þar stað.
Skammaðist mín
Unga konan sem fór sem
sjálfboðaliði í gegn um HÍ
til Fjölskylduhjálpar segist
hafa fengið orkudrykki, gos
og snarl fyrir framlag sitt.
Þegar mamma hennar, sem er
öryrki, frétti af því vildi hún
einnig gerast sjálfboðaliði því
hún hafði vart efni á mat.
„Ég skammaðist mín svo
fyrir að hafa verið spennt
fyrir að gerast sjálfboðaliði
þarna að ég sagði henni ekki
frá rasismanum. Mamma er
líka stolt af sínum uppruna en
ég hvatti hana til að sleppa því
að fara þangað. Mér fannst ég
þurfa að vernda hana og hafði
áhyggjur af því að hún yrði
lögð í einelti ef hún færi í Fjöl
skylduhjálpina sem sjálfboða
liði,“ segir hún.
Konan vildi koma fram
nafnlaust af ótta við hefnd
araðgerðir Ásgerðar Jónu en
Ásgerður nafngreindi skjól
stæðing Fjölskylduhjálpar í
beinni útsendingu í þættinum
Í bítið á Bylgjunni fyrir þrem
ur árum eftir að konan hafði
nafnlaust í viðtali við DV lýst
yfir vonbrigðum vegna jóla
hjálpar Fjölskylduhjálpar
innar. Þá var það ekki fyrr
en nýlega sem hún tilkynnti
kennaranum sínum úr HÍ
um viðmótið en þá hafði hún
heyrt fleiri viðlíka sögur eftir
að hafa fyrst haldið að hennar
upplifun væri undantekning.
Öruggari með hvítri systur
DV ræddi einnig við aðra unga
konu sem hefur þurft að leita
til Fjölskylduhjálpar vegna fá
tæktar og upplifað mismunun
vegna húðlitar. Konan er ríf
lega þrítug, tveggja barna
móðir, ættuð frá SuðurAm
eríku og Afríku og var ætt
leidd inn í hvíta fjölskyldu á
Íslandi. „Systir mín er hvít og
ég reyndi að fara með henni
þegar ég var að sækja mat
araðstoð til Fjölskylduhjálp
arinnar því þá fannst mér ég
vera öruggari,“ segir hún.
Hún segist hafa upplifað
mikinn hroka og dónaskap,
og heyrt sjálfboðaliða tala illa
um konur með blæjur. „Í eitt
skiptið sagði ein konan: „Ekki
setja svona mikið hjá henni,“
en ég veit ekki alveg hvort hún
átti við mig eða múslimska
konu sem var við hliðina á
mér. Kannski héldu þær að
ég skildi ekki íslensku. Ég hef
líka heyrt hvernig tónninn er
í röddinni hjá sumum sjálf
boðaliðunum þegar einhver
sem talar íslensku kemur. Það
er allt annað viðmót.“
Hún rifjar upp eitt skiptið
þegar hún hafði gleymt að
sækja um úthlutun, og systir
hennar hringt og sagt henni
bara að drífa sig. „Hún hafði
þá líka gleymt því en fór til
Fjölskylduhjálparinnar og
fékk matarúthlutun. Ég lagði
strax af stað en þegar ég kom
mætti ég bara dónaskap. Það
var ekki fyrr en ég nefndi ís
lenskt nafn systur minnar að
það breyttist,“ segir hún.
Konan segist enn þurfa á
mataraðstoð að halda en tvö ár
séu síðan hún hætti að fara til
Fjölskylduhjálparinnar. „Ég
fer frekar til Mæðrastyrks
nefndar því þær eru almenni
legar og koma fram við mig
eins og ég sé manneskja en
ekki, tja, brún manneskja. Ég
var farin að upplifa mikinn
kvíða í hvert sinn sem ég fór
í Fjölskylduhjálpina en það er
allt annað að fara til Mæðra
styrksnefndar. Þær sýna
manni virðingu,“ segir hún.
Of upptekin fyrir viðtal
Blaðamaður DV fór á úthlutun
Fjölskylduhjálparinnar í vik
unni og spurði eftir Ásgerði
Jónu en hún var þá baka til
og vildi ekki koma og ræða
við blaðamann. Sjálfboða
liði á staðnum sagðist mjög
ósáttur við þá gagnrýni sem
hefur birst í garð Fjölskyldu
hjálparinnar að undanförnu,
sagði það algjöra firru að þar
liðist nokkur mismunun.
Í símtölum til Fjölskyldu
hjálparinnar fengust þau svör
að Ásgerður Jóna væri of upp
tekin við úthlutanir til að veita
viðtal. n
Margir segjast
hafa upplifað
mismunun
þegar þeir
sækja sér að-
stoð hjá Fjöl-
skylduhjálp
Íslands. Ás-
gerður Jóna
Flosadóttir,
formaður Fjöl-
skylduhjálpar,
hefur ekki tjáð
sig undan-
farna daga.
MYND/SAMSETT
Erla
Hlynsdóttir
erlahlyns@dv.is
Ekki setja svona
mikið hjá henni.