Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Side 10
10 FRÉTTIR Saga um staðalímyndir Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínvalkyrja með meiru, er ferskur blær í sótthreinsuðu jólaamstr- inu. Saga hefur sterkar skoðanir á staðalímyndum og skilur ekki af hverju stelpa sem spilar fótbolta er strákastelpa. Hún er bara stelpa sem spilar fótbolta - líkt og Saga sjálf. S aga var hávært barn og þykir nokkuð lík-legt að hún hafi fengið fyrstu hnútana á raddböndin sem barn og varð í kjölfarið hás um árabil en það lækk- aði þó lítið í þessari björtu og hláturmildu grínhetju. Hún er alin upp af tæknifræðingi og fréttakonu sem höfðu sterkar skoðanir á umhverfi sínu. Fréttir eru ástríða á heimili foreldra hennar og stjórnmál ber gjarnan á góma. „Pabbi minn myndi ekki segja að ég væri pólitísk því honum finnst ekkert nógu pólitískt,“ segir Saga sem er einnig alin upp við sterka listhneigð móður sinnar og systur. Eldri systir hennar er myndlistarkona og móðir hennar hefur gefið út ljóðabækur. „Ég var mikið í fótbolta og íþróttum sem barn og var fullkominn unglingur. Ég æfði handbolta, fótbolta og á tímabili sund og smá tennis. Var líka eitthvað í frjálsum. Ég stóð mig mjög vel í skóla, fékk 10 í mætingu og var kladdavörður,“ segir Saga sem renndi íþróttagallanum upp í háls fram á þrítugsaldur og var metnaðurinn uppmálaður. „Ég lagði mig mikið fram um að vera 100%. Ég var ekk- ert að skríða út um glugga eða drekka áfengi. Ég byrjaði ekki í uppreisn fyrr en rétt fyrir þrítugt. Ég fékk mér bleikan hanakamb í leiklistarskól- anum og hafði gaman af að hneyksla fólk í kringum mig. En svo bara hitti ég Snorra og hætti því.“ Morgunæfingar og jarðvísindi Aðspurð hvort það hafi aldr- ei komið til greina að gera íþróttir að ævistarfi þar sem Saga er klárlega með mikla hreyfigreind og hreyfiþörf, svarar hún að það hafi vissu- lega hvarflað að henni. „Ég er fyrst og fremst íþróttamanneskja. Ég hugsa stundum hvort ég hefði getað orðið afrekskona í CrossFit. En íþróttafélög eiga það til að vera frek á mann. Ég man eftir því að það hafi verið sett morgunæfing á því það var árshátíð í menntaskólanum kvöldinu áður og það átti að kenna okkur lexíu. Það var mjög pirrandi en þá kemur í ljós hverjir ætla að gera þetta að atvinnu sinni, verða hrika- lega góðir og hverjir vilja gera eitthvað annað. Ég vissi reyndar þá að ég vildi frekar fara í leiklist. Ég hafði verið í Morfís og í leikfélagi MR, Herranótt, og hafði fengið smjörþefinn af því að láta fólk hlæja,“ segir Saga sem hefur ekki aðeins gert það gott sem leikkona heldur er hún einnig ein eftirsóttasta veislustýra landsins og grínisti. „Þegar ég var í handbolta var talað um nýtingu þegar þú skýtur á markið. Ég var mjög góð í vörn en skaut eiginlega aldrei á mark því mér fannst það svo mikil pressa að skjóta á markið og hitta ekki og fá slæma nýtingu. Ég vil gera allt vel. En ég ætlaði mér allt- af í leiklist. Á tímabili þegar ég var hrædd um að komast ekki innf í Leiklistarskólann þá var ég með plan B um að læra jarðeðlisfræði og ferðast um heiminn og tala um jarð- vísindi. Vera með TED-fyrir- lestra. Ég var með svo góðan jarðfræðikennara í MR, hún var svo mikil negla og mér fannst hún svo töff,“ segir Saga og viðurkennir að hún sé mjög hrifnæm. „Ég get verið mjög hrifnæm á fólk í kringum mig. Hrein- lega skotin í því. Á tímabili átti ég mjög erfitt með að átta mig á því hvort fólk væri vinir mínir eða elskhugar. Þetta rann allt saman. En núna læt ég það bara eftir mér að falla andlega fyrir fólki. Fólk er svo æðislegt,“ segir Saga af einlægni. Djöfulsins ofurhetja Í leiklistinni er mikil líkamleg vinna þar sem íþróttakonan blómstrar. Leikfimisæfing- arnar í Leiklistarskólanum voru þó vissulega vonbrigði fyrir mjög hrausta konu sem átti erfitt með að sjá tjáning- Saga ögrar gjarnan stað- alímyndum í starfi sínu. Jesús getur verið kona, Batman prins- essa og Saga súper-jesú- valkyrja. 18. DESEMBER 2020 DV Förðun: Elín Reynisdóttir Stílisti: Eva Signý Berger Myndir: Anton Brink Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is ardans sem líkamsrækt enda nýkomin úr ársdvöl í dönskum íþróttalýðháskóla þar sem allt gekk út á íþróttir. Þar voru stundaðar stífar æfingar og jafnvel stokkið frá úr partíi til að fara á auka æfingu og svo komið aftur. „Ég hef alltaf haft mjög mikla hreyfiþörf og tapa hugsunum mínum ef ég næ ekki að hreyfa mig. Ég tekst líka á við erfiðleika með því að fara í sund, hreyfa mig og fá útrás. Ef hausinn á mér byrjar að spíralast í kringum vandamál hjálpar það mér að færa það í líkamann og losa það út. Höf- uðið á mér er stundum langt á undan líkamanum. Ég fæ ótrúlega mikið út úr hreyfing- unni og því að fá endorfínið til að flæða og blóðbragð í munn- inn. Svolítið eins og eftir uppi- stand. Svona „vá, djöfulsins ofurhetja er ég“. Hún segir að hugmyndirnar flæði líka mun betur eftir góða æfingu og hún sé sérlega fyndin eftir átök. Saga segir að í þessu sam- hengi hafi tjáningardans ekki veitt henni þá útrás sem hún þurfti svo hún laumaði sér gjarnan fram á salerni á dansæfingum og tók nokkrar armbeygjur. „Þetta var viss þráhyggja og ég drakk líka rosalega mikið vatn. Var með þráhyggju fyrir því. En ég fæ absalútt hluti á heilann. Til dæmis í vinnunni. Ef einhver brandari er ekki að virka þá get ég ekki hætt að hugsa um af hverju hann virkaði ekki og hvernig ég get breytt honum til þess að hann virki.“ Kýla upp á við Sökum smæðar þjóðarinnar segir Saga að það komi stund- um fyrir að skotspónn brand- arans eigi einhvern nákominn í salnum, jafnvel dóttur eða bróður. „Ég hef sagt brandara sem hafa mistekist og sært. Mér finnst það alveg hrylli- lega leiðinlegt og verð alveg fullkomlega miður mín. Ég reyni auðvitað að segja ekki brandara nema að ég geti stað- ið við þá. Það er heldur ekki hægt að byrja allt uppistand á að spyrja fólk hvort það þekki Björn Jörund.“ Gleðigjafinn með hraust-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.