Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Síða 13
Saga er einn vinsælasti grínisti landsins og hefur meðal annars tekið þátt í skrifa og leika í áramótaskaupinu. MYND/ANTON BRINK FRÉTTIR 13DV 18. DESEMBER 2020 tala um það í kringum árið 16 eftir Krist. Við eigum að ögra hinu hefðbundna. Það er ekki bara spennandi, það er líka nauðsynlegt og oft fyndið.“ Batmanprinsessa Saga ögrar staðalímyndum ítrekað í starfi sínu sem leik- kona og grínisti en hún er með einstaklega áhugavert verk í vinnslu sem hefur hlotið vinnuheitið Batmanprins- essan og Mjallhvít kóngur. „Ég held reyndar að Batman sé höfundarréttarvarið en það kemur í ljós, en það fjallar um að Batman getur vel verið prinsessa líka. Þú þarft ekki að vera annað hvort. Eitt úti- lokar ekki hitt. Eins og þegar fólk talar um stelpustrák. Það er bara stelpa sem hefur áhuga á kannski fótbolta eða er æst og agressíf. En það gerir hana ekkert að strák. Hún er bara æst stelpa. Það er óþolandi að það sé búið að eigna einu kyni einhverja ákveðna eiginleika. Þessi kvöð að skilgreina sig sem konu eða mann er svo hamlandi.“ Saga les mikið fyrir dóttur sína og segist ítrekað leið- rétta myndmálið í bókunum og gefa kvenpersónunum ný nöfn. „Eina leiðin til að kom- ast í gegnum til dæmis Eril- borg er að hætta að tala um hvort dýrin eru karl eða kona og segja bara: Þarna er flotta kanínan að versla í matinn. Og ef dóttir mín spyr hvort þetta sé mamman segi ég: Eða pabbinn í nýjum fínum kjól. Svo er alltaf verið að setja ein- hverjar risa slaufur á konur eins og konur séu alltaf með risa slaufu. Þá geri ég í því að segja: Sjáðu hvað pabbinn er með fallega slaufu á hausnum. Hún mótmælir þá strax en ég lýg því blákalt að pabbi hennar gangi með slaufu oná hausnum á sumrin þegar hann er ekki með hatt. Annars reyni ég að segja satt.“ Kamína og gleðileg jól Saga átti að stíga á svið í Borgarleikhúsinu í mars í leikritinu Veisla sem hún samdi ásamt leikhópnum sem stendur að sýningunni. Til- hlökkunin var mikil, tónlistin samin af Berndsen og öll um- gjörð verksins lofaði sannkall- aðri veislu. Faraldurinn tók þó í taumana og ítrekað hefur sýningunni verið frestað. „Ég var svo spennt að fá fasta vinnu með kaffivél. Þetta er stærsta tækifærið mitt í leikhúsinu – árið sem leikhús er bannað. Við erum líklega að fara að frumsýna ári eftir að æfingar hófust, þetta er mögulega mest æfða leikrit heims.“ Frumsýningunni hefur verið frestað þrisvar en Saga heldur í jákvæðnina og gleðina. „Það tekst oftast – en það tekur sinn toll. Það er enginn sem ég þekki sem hef- ur ekki sömu sögu að segja. Stundum nær fólk að halda í jákvæðnina í COVID-aðstæð- unum en ekki alltaf. En mikið verður gaman að hitta fólk og segja því brandara og halda veislu.“ Saga er jólabarn og hlakkar til jólanna þó að hún vilji helst skilgreina sig sem sumarbarn. Hún er þó ekki búin að kaupa neina gjöf en er laus við alla örvæntingu. „Ég veit ekkert hvað ég ætla að gefa neinum. En við eigum kamínu! Við vor- um að flytja og fengum okkur kamínu. Það er ekkert jóla- legra,“ segir JólaSaga – sem er rétt að hefja sína eigin sögu. Full af orku og eldmóði. n Batman getur vel verið prinsessa líka. Þú þarft ekki að vera annað hvort.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.