Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Page 25
FÓKUS 25DV 18. DESEMBER 2020 ÞINGMENNIRNIR GOS-ARNIR BORGARSTJÓRNIN DEILUAÐILAR Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, og Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylk- ingarinnar, eru sjaldan sammála í stjórnmálum enda annað þeirra í sitjandi meirihluta og hitt í stjórnar- andstöðunni. Það eru líklega fá fyrirtæki í jafn stífri sam- keppni og Ölgerð Egils Skallagrímssonar og kók- framleiðandinn CCEP (áður Vífilfell). Fyrirtækin hafa meira að segja skipt þjóðinni í tvo hópa – þá sem drekka kók og þá sem drekka pepsí. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, eru engin skoðanasystkin. Vigdís er í minnihluta borgarstjórnar og hefur verið dugleg að láta í sér heyra þegar borgarstjórn gerir eitthvað sem hún er ósammála. Eins hefur Dagur ósjaldan látið í ljós skoðanir sínar á minnihlutanum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgar- fulltrúi Pírata, og Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, hafa tekist á árið 2020. Dóra Björt hefur krafið Eyþór um að gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherja á meðan Eyþór hefur sakað Dóru Björt um þrá- hyggju og samsæriskenningar. BRYNJAR NÍELSSON „Ég myndi gefa henni tvær litlar gjafir. Annars vegar gorma undir skóna svo hún geti stokkið hærra á vin- sældavagninn og hins vegar bókina Frelsið eftir John Stuart Mill.” EINAR MAGNÚSSON, FORSTJÓRI CCEP „Ég get ekki hugsað mér að nokkur maður fari í gegnum jólin án Coca- Cola, ég myndi gefa honum nokkr- ar klassískar og nokkrar án sykurs. Svo hefði hann örugglega gaman af því líka að smakka vinsælasta íslenska jólabjórinn, Víking.” VIGDÍS HAUKS- DÓTTIR „Ég ætla að gefa Degi B. Eggertssyni mjög mikil- væga g jöf f y r ir hann og gjöfin er friður frá mér yfir jólahátíð- ina.” EYÞÓR ARNALDS „Það væri ekki úr vegi að gefa Dóru Björt Frelsið eftir John Stuart Mill í jólagjöf. Enda eru hugmyndir hennar um að borgin eigi að reka malbikunarstöð til að tryggja samkeppni álíka skynsamlegar og að borgin reki sjálf matvörubúðir í hverfum borgarinnar fyrir skattfé. Frelsið er verðmætt og Frelsið er góð og holl jóla- lesning fyrir Dóru. Minni afskipti og lægri skattar auka frelsi fólksins í borginni.” HELGA VALA HELGADÓTTIR „Ég gef Brynjari vini mínum það tvennt sem hann ann mest, fyrir utan Fríðu, eiginkonu sína; tvöfaldan vodka í kók og Árskort Vals – gullslegið.” ANDRI ÞÓR GUÐMUNDSSON, FORSTJÓRI ÖLGERÐARINNAR „Til þess að hann og fjölskylda hans eigi fullkomin jól myndi ég gefa honum kassa af sykurskertu Malti og Appelsíni enda er það að verða uppselt. Það eru engin jól án Egils Malts og Appelsíns.” DAGUR B. EGGERTSSON Ég myndi gefa Vigdísi frí og risastóran konfektkassa. DÓRA BJÖRT GUÐJÓNSDÓTTIR Mér finnst bestu jólagjafirnar vera eitthvað sem sá sem gefur hefur upp- götvað að viðkomandi vanti, jafnvel án þess að viðkomandi geri sér grein fyrir því. Móðir mín er til dæmis mjög lagin við þetta og heldur lista yfir mögulegar gjafir allt árið. Í þessum anda með gjafmildina alltumlykjandi myndi ég vilja gefa Eyþóri vel bruggaðan sannleiksseyð svo hann komi loks hreint fram með þetta ókeypis lán og hvort hann sé í vasanum á Samherja sem ég hef enn ekki fengið nein almennileg svör við. Enginn á svo að fara inn í hátíðina án góðs lesefnis svo ég myndi bæta við Jólasögu Dickens um Ebenezer Scrooge sem fékk þrjá drauga í heimsókn - enda mikið að læra af þeirri sögu. MYND/DV MYND/EYÞÓR MYND/AÐSEND MYND/GVA MYND/AÐSEND MYND/DV MYND/ALÞINGI MYND/ALÞINGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.