Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Side 29
FÓKUS 29DV 18. DESEMBER 2020 SOKKAPARTÍ Hægt er að panta áskrift að sokk- um og/eða nærbuxum á síðunni smartsocks.is. Hægt er að panta mismunandi óvissupakka sem innihalda 3 eða 5 pör af „óvissu“ sokkum og/eða nærbuxum. Verð: frá 1.390 krónum á mánuði. GARN OG MEIRA MEÐ ÞVÍ Ef ástvini þínum þykir gaman að prjóna þá er tilvalið að kaupa einn til þrjá mánuði í áskrift að áskriftarklúbbi Garnbúðar Eddu. Í hverjum pakka má búast við garni, einhverju góðu, einhverju nytsam- legu og mögulega skemmtilegum skilaboðum. Hægt er að skoða nánar á garnbud eddu.is. Mánaðaráskrift kostar 6.500 krónur og þriggja mánaða áskrift kostar 19.500 krónur. LEYNIRÁÐ VICTORIU BECKHAM Þetta sléttujárn eru engu líkt. Stórstjarnan Victoria Beckham segist helst ekki fara út án þess. Járnið er hentugt til að ferðast með en það kemur með mismun- andi klóm til að smella á hleðslu- tækið svo hægt sé að hlaða það hvar sem er í heiminum. Járnið er þráðlaust og hægt að smella því í veskið ef það stefnir í „úfið“ kvöld. Sléttujárnið fæst á hár- greiðslustofum og skuggihar.is. Verð: 34.900 kr HÓTELGISTING Það er fátt betra í dimmum janúar og febrúar en að liggja í heitum potti og mæna upp í stjörnubjart himinhvolfið á meðan eldaður er dásemdar kvöldverður handa þér. Eftir góða máltíð er svo lagst í brakandi hrein rúmföt. Víða má nú gera góð kaup á gjafabréfum upp á hótelgistingar. Hótel Geysir, B59, Rangá, Búðir, Centre Hotels, Ion, Fosshotel Glacier Lagoon sem dæmi eru vinsæl hótel sem bjóða upp á gjafabréf. Verð frá 19.900 krónum. HJARTHLÝ LÍFGJÖF Sannar gjafir UNICEF eru vissu- lega gjafir sem gleðja og rykfalla ekki uppi í hillu eða þarf að standa í langri biðröð fyrir. Fyrir þá sem eiga í raun og veru allt eða geta keypt sér það sem hugurinn girnist er fallegt að gefa Sannar gjafir frá UNICEF. Slíkar gjafir koma í formi gjafabréfs á tölvupósti svo þær virka einnig vel sem gjafir handa þeim sem búa erlendis en hægt er að senda gjöfina með tölvupósti. Á vefsíðunni sannargjafir.is er hægt að velja úr fallegu úrvali gjafabréfa þar sem hægt er að gefa bág- stöddum börnum að borða, skóla- gögn, hlýjan fatnað og margt fleira. Til dæmis er hægt að kaupa víta- mínbætt jarðhnetumauk sem gerir kraftaverk fyrir vannærð börn. Það er tilbúið til neyslu beint úr pakk- anum og inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, vítamín og stein- efni. Í flestum tilfellum þurfa börn einungis þrjá poka af vítamínbættu jarðhnetumauki á dag í fáeinar vikur til að ná fullum bata. Gjafirnar kosta frá 919 krónum. ÁSKRIFT AÐ STORYTEL Gefðu aðgang að Storytel í jólagjöf. Þar eru þúsundir hljóðbóka sem viðtakandinn getur hlustað á í símanum sínum. Fullkomin gjöf fyrir manneskjuna sem á allt. Þú getur keypt einn mánuð á 2.790 krónur, þrjá mánuði á 8.370 krónur, sex mánuði á 16.740 krónur og heilt ár á 33.480 krónur. MYND/STORYTEL.ISSS MYND/SMARTSOCKS.IS MYND/ISLANDSHOTEL.IS MYND/SKUGGIHAR.IS MYND/SANNARGJAFIR.IS MYND/GARNBUDEDDU.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.