Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Qupperneq 30
ENGIN EIN RÉTT AÐFERÐ VIÐ AÐ HALDA GLEÐILEG JÓL Jólin eru alls konar og fólkið sem getur lagt hefðirnar til hliðar er yfir leitt það fólk sem gengur hvað best að aðlagast breyttu fjöl- skyldumynstri og nú faraldri, segir félags- og fjölskylduráðgjafi. Ljóst að vegna faraldursins þarf fólk að vera sveigjanlegt um jólin. B örn sem eiga foreldra á fleiri en einu heimili eru yfirleitt með hvað flestar jólahefðir. Þegar heim- ilunum og stjúp ættingjum fjölgar er víst að hefðirnar geri það líka. Sum börn flakka á milli fjölskyldna yfir hátíð- arnar, opna pakka á mismun- andi dögum og halda jafnvel tvisvar upp á áramótin. Of lítill jakki Ljóst er að jólin verða með breyttu sniði fyrir allar fjölskyldur í ár en þær fjöl- skyldur sem skiptast á fleiri en eitt heimili gætu haft það erfiðara en margir. Sérstak- lega í ljósi þess að fólk þarf að hópa sig saman í svokall- aðar jólakúlur sem ekki mega innihalda fleiri en 10 manns. Börn fædd 2005 og yngri teljast ekki með í þessari tölu og ekki heldur þeir sem hafa fengið COVID-19. Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Stjúptengslum, ráðgjöf og fræðslu um fjölskyldumál, horfir þó með bjartsýnum augum á hátíðirnar sem fram undan eru. „Við lifum á mjög sérstökum tímum, þetta samfélag sem við búum í í dag kallar á að við sýnum sveigjanleika til að láta hlut- ina ganga. Þetta snertir mjög margar fjölskyldur, við þurf- um að vera dálítið hugmynda- rík og búa til nýjar jólahefðir. Ef við höngum alltaf í þessu gamla, ef það hentar ekki lengur eins og staðan er í dag, þá er þetta eins og að vera í litlum og óþægilegum jakka, hann passar ekki á okkur.” Nýjar hefðir Valgerður hefur hvatt fólk til að sjá möguleikana og brydda upp á nýjungum í ástandinu. Hún spyr þá gjarnan fólk spurninga á borð við „Hvað sérðu fyrir þér annað?“ og „Má halda þessi jól á ein- hvern annan máta?“. Þann- ig geti fólk oft komið auga á lausnirnar sjálft. Valgerður segir það til dæmis tíðkast að fólk færi hefðir á milli daga. Slíkt gagn- ist vel þeim er vilja geta hald- ið jól á fleiri en einu heimilli til dæmis vegna þess að for- eldrarnir búa ekki saman eða vegna stjúptengsla. „Það fólk, sem gengur hvað best, er búið að færa hluta aðfangadags- hefða yfir á jóladag og er búið að færa gamlárshefðir yfir á þrettándann. Eins og hefð- irnar eru góðar og skapa til- finningu fyrir öryggi í lífinu þá geta þær orðið okkur til trafala þegar þær henta ekki. Þá þurfum við náttúrulega að vera svolítið hugmyndarík og búa til nýjar hefðir,“ segir hún. Jólin eru alls konar Valgerður bendir líka á að jólin geti verið alls konar. „Það er engin ein rétt leið til að halda jól. Við látum eins Valgerður segir mikil- vægt að gefa eftir við skipulagningu jólanna og hugsa í lausnum. MYND/VILHELM Máni Snær Þorláksson manisnaer@dv.is og það sé bara ein rétt aðferð að öllu. Börn í sjálfu sér geta aðlagast alls kyns jólahefðum svo framarlega sem við erum sammála um að gera þetta svona. Það er frekar ágrein- ingur foreldra sem veldur meiri ágreiningi heldur en hvort börnin opni pakkana sína á Þorláksmessu eða að- fangadag,“ segir hún. Þannig skipti máli að skapa stöðugt umhverfi með því að ákveða fyrir fram hvernig skuli haga hátíðunum og vera sammála um niðurstöðuna. Valgerður segir að í þessu öllu sé langmikilvægast að hafa hagsmuni barnanna sinna að leiðarljósi. „Persónu- legur ágreiningur milli for- eldra er þá lagður til hliðar. Það þýðir að maður getur lagt niður vopnin og talað um börnin og það sem er þeim fyrir bestu. Ef okkur tekst að búa til eitthvað nýtt og öðru- vísi þá verða börnin bara full- komlega sátt.“ Nýjar hefðir Valgerður nefnir dæmi um mann sem hefur undanfarin ár búið til jólahefðir í kring- um fjölda af fjölskyldum sem hann tengist. „Hann á held ég börn með fjórum konum þannig að þetta var ansi mikið púsl hjá honum. Svo var hann orðinn afi og þetta var orðinn mjög stór hópur þannig að hann ákvað bara að hafa jólin helgina á undan aðfangadag. Alltaf síðasta sunnudag fyrir aðfangadag var haldið frá- bært jólaboð, opnaðir jóla- pakkar með barnabörnunum. Eins og ég segi, það er ekki til nein ein rétt leið til að halda jól, það er bara alla vega,“ segir Valgerður. „Við eigum ekkert að fara að bítast um hvaða hefðir eru réttar eða rangar. Gerum þetta bara þannig að við lifum í sveigjanleika. Síðan þegar maður gefur eftir og slakar aðeins á þá kemur eitthvað nýtt til manns,“ segir hún og tekur fram að hún þekki það sjálf. „Ég fór í gegnum skilnað og þetta var mjög erfitt, ég var mjög upptekin af því hvernig þetta ætti allt saman að vera. Það var eiginlega ekki fyrr en ég fór sjálf að slaka á að það er hægt að hafa þetta á alla vegu og það gekk miklu betur.“ n Það er frekar ágreiningur for- eldra sem veldur meiri ágreiningi heldur en hvort börnin opni pakkana sína á Þorláksmessu eða aðfangadag. 30 FÓKUS 18. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.