Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Qupperneq 36
Húsráðin sem redda aðventunni og jólaboðinu Það er alltaf gott að hafa nokkur húsráð að grípa til ef eitthvað bjátar á. Hvort sem sósan misheppnast eða það kemur blettur í skyrtuna, þá eru hér ráð sem gætu hugsanlega reddað stemmingunni. FRÁGANGUR JÓLALJÓSANNA Þó að það geti verið auðvelt að taka niður jólaljósin, henda þeim ofan í kassa og ekki þurfa að hafa áhyggj- ur af þeim fyrr en á næsta ári, þá ertu að gera framtíð- ar-þér mikinn greiða með því að ganga snyrtilega frá þeim. Taktu pappa og klipptu hann eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eða notaðu innvolsið úr eld- húsrúllu og rúllaðu seríunni upp á. INNPÖKKUNARRÁÐ Ertu í tómu tjóni að reyna að kroppa endann á límbandinu í hvert einasta skipti sem þú þarft að nota það? Prófaðu að nota brauðklemmu, eða jafnvel krónu- pening. Þú setur brauðklemmuna á endann á límbandinu og verður aldrei aftur í basli með að pakka inn. VARALITURINN BROTINN Ef varaliturinn brotnar í tvennt þá geturðu notað kveikjara til að „líma“ hann saman aftur. Þú notar kveikjarann til að hita báða enda svo þeir séu smá „bráðnir“ og þá er lítið mál að setja varalitinn aftur saman. Það má einnig nota hár- blásara til að hita varalitinn. Ráð þetta dugar einnig á meikstifti. RAUÐVÍNSBLETTUR Notaðu hvítvín og matarsóda á rauðvínsbletti. Byrjaðu á því að hella hvítvíni yfir blettinn og dreifðu síðan matarsóda yfir hann. Láttu vera í 2-3 tíma og þvoðu síðan flíkina. FITUBLETTUR Það er leikur einn að ná fitu- blettum úr fötum. Prófaðu að nota hvíta krít, nuddaðu krítinni á blett- inn og krítarduftið ætti að sjúga í sig fituna þannig að bletturinn hverfi í þvotti. Það er líka hægt að nota óbland- aðan uppþvottalög og láta sápuna liggja á blettinum í nokkra klukku- tíma áður en þú þværð flíkina. Sé bletturinn mjög erfiður er gott að nudda hann með sápunni og bursta fyrst. Passið að efnið þoli burstunina. Þú gætir þurft að endurtaka leikinn. Ef bletturinn er í flík sem nota á strax má þrífa blettinn með vatni og sápu og þurrka með hárblásara. SÖLT SÓSA Er sósan of sölt og þú hefur ekki tíma, né hráefnin, til að búa til nýja sósu frá grunni? Prófaðu að bæta hráum afhýddum kartöflum í teningum út í sósuna og láta sjóða með um stund. Þegar kartöflurnar hafa þjónað tilgangi sínum eru þær fjarlægðar úr sósunni eða súpunni. Ef hún er ekki mjög sölt virkar oft að bæta við rjóma ef um rjómasósu er að ræða. ÞURRT KJÖT Ef þú ætlar að elda frosið kjöt er betra að það þiðni við stofuhita frekar en í ísskáp. Því hraðar sem það þiðnar því minni líkur eru á að ískristallar myndist í kjötinu sem geta eyðilagt frumurnar í því. Það veldur því að kjötið verður þurrt. SKÖTULYKT Ef þú ætlar að elda skötu á Þorláksmessu en vilt ekki að allt heimilið lykti eins og skata á aðfangadag, prófaðu að nota edik. Bómull er bleytt með ediki og síðan komið fyrir milli potts og pottloks. Bómullin á ekki að fara ofan í vatnið þegar það sýður, heldur að hanga ofan í pottinum án þess að snerta vatnið. Þannig dregur bómullin í sig lyktina. Þú gætir þurf að skipta henni út við suðuna til að hún mettist ekki. Svo virkar alltaf vel að sjóða herlegheitin úti á svölum á prímus. BRENND SÓSA Ef sósan brennur við í pottinum þá er óþarfi að gefast upp. Þú getur hellt sósunni yfir í annan pott og haldið áfram að sjóða hana þar. Þegar því er lokið þá ættir þú að bæta smá sykri út í sósuna. Hann hjálpar til við að dempa bruna- bragðið. SÚPAN OF BRAGÐMIKIL Börn eru með mun næmara bragðskyn en fullorðnir, það getur verið sniðugt að bæta við klaka í súpuna þeirra. Sem bæði kælir súpuna og dregur úr bragðinu. Ef þú vilt ekki að súpan verði vatns- kennd þá er hægt að frysta rjóma eða mjólk í klakaboxi og bæta út í súpuskál barnsins. SLÉTTUJÁRN SEM STRAUJÁRN Þegar þú straujar þá er vel hægt að nota sléttujárn til að ná betur á erfiðustu staðina. Til dæmis í kringum tölur og kraga. MYNDIR/GETTY MYND/YOUTUBE MYND/YOUTUBE MYND/YOUTUBE 36 FÓKUS 18. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.