Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Page 51
A ð þessu sinni er spáð fyrir Ara Eldjárn. Hann er fæddur í byrjun september sem gerir hann að Meyju. Nýlega kom uppistand Ara á Netflix sem svo sannarlega kætir og kveikir ljós á dimmum degi. Meyjur eru oftast praktískir einstaklingar með mikla fullkomnunaráráttu. Þær vanda til verka og vilja alltaf gera betur og gera það sem þarf til þess að ná enn meiri árangri í því sem þær taka sér fyrir hendur. Þær eru tryggar sínum og vinnusamar. Helsti ókosturinn er að þær eiga það til að ofhugsa hlutina og eiga gjarnan erfitt með að biðja um hjálp og geta grafið sig ofan í vinnu. Meyjuna skortir oft jafnvægi. Ás í sverðum Bylting | Hugmyndir | Andlegur skýrleiki | Velgengni Þetta spil boðar nýja tíma, nýja orku og með henni koma ný tækifæri. Þetta mun varpa ljósi á aðstæður þannig að þú sérð hlutina í skýrari ljósi. Ef það voru einhver málefni sem hafa verið þér óljós eða sem þú hefur verið að óska eftir leiðsögn með þá skaltu ekki örvænta, svarið mun birtast þér skýrt. Þetta spil segir þér líka að þetta sé góð- ur tími til þess að takast á við ný verkefni. Mögulega hefur einhver óvissa haldið aftur af þér en til þess að lifa lífinu lifandi þurfum við stundum að stökkva út í djúpu laugina. Sexa í bikurum Upprifjun fortíðar | Bernskuminningar | Sakleysi | Gleði Hér kemur sannkölluð nostalgía til þín. Einhver eða eitt- hvað sem mun þvinga þig til þess að rifja upp gamla tíma, mögulega er þetta tengt einhverju verkefni en það var fyrsta tilfinningin sem kom með þessu spili. Þetta spil minnir þig á að rækta þitt innra barn og muna að lífið snýst ekki bara um vinnu og ábyrgð. Það er erfitt að meta hvað þetta spil er í raun að segja þér því mér finnst líka einhver frjósemi vera að koma upp hvort sem það er bókstaflegt eða í sköpunarformi mun tíminn leiða í ljós. Nía í mynt Gnægð | Lúxus | Sjálfbærni | Fjárhagslegt sjálfstæði Þetta er lukkuspil sem þú hefur unnið hörðum höndum við að kalla inn í líf þitt. Þetta snýst um að fá að uppskera eftir mikla vinnu. Það er agi þinn og sköpun sem hefur dregið Skilaboð frá spákonunni Það skemmtilega við að láta rýna í spil fyrir sig er að það hvetur mann til þess að gefa sér tíma til að staldra við og skoða hvar maður stendur í lífinu og hvert maður vill stefna næst. Hvert stefnir þú? STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Ari Eldjárn SVONA EIGA ÞAU SAMAN Vikan 18.12. –24.12. Stundum þarf að stökkva út í djúpu laugina Herra og frú Hnetusmjör MYND/VILHELM stjörnurnarSPÁÐ Í R apparinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, gaf nýlega út ævisögu sína, Herra Hnetu­ smjör: Hingað til. Hann er í sambandi með Söru Linneth Lov­ ísud. Castaneda og eiga þau saman soninn Björgvin Úlf. Svona eiga þau saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Árni Páll og Sara eru bæði Meyjur. Meyjur ná vel saman og skilja hvor aðra sjálfkrafa. Meyjan er umhyggjusöm, þolinmóð og skiln­ ingsrík. Þessir eiginleikar fá að blómstra þegar tvær Meyjur koma saman. Meyjan er ekki þekkt fyrir að snöggreiðast, hún er róleg og yfirveguð en gleymir því aldr­ ei ef þú svíkur hana. Samskipti eru styrkleiki parsins, aðallega vegna eiginleikanna sem voru nefndir hér að ofan. En líka vegna þess að þau eru bæði vel gefin, ekki aðeins aðeins á bókina það er að segja heldur eru þau vel að sér og lesa vel aðstæður. „Streetsmart“ eða „götugáfur“ ásamt góðu dassi af almennri skynsemi gerir þau sérstaklega áhugaverðan félagsskap. n Árni Páll Árnason Meyja 31. ágúst 1996 n Metnaðarfullur n Traustur n Góður n Vinnuþjarkur n Of gagnrýninn n Feiminn MYND/ERNIR MYND/STEFÁN Hvað segja stjörnurnar um þig þessa vikuna? Hrútur 21.03. – 19.04. Þessi vika krefst þess að þú hugsir út fyrir rammann. Ýmsar þrautir bæði í vinnu og heima við munu koma til þín sem þú leysir vel enda þekktur fyrir að hugsa í lausnum og ert sannkallað gáfnaljós. Það þýðir samt ekki það að þú verðir ekki búinn á því eftir vikuna – áætlaðu EKKERT næstu helgi. Naut 20.04. – 20.05. Það er áfram naflaskoðun hjá Nautinu þessa vikuna, að kafa dýpra og finna svör. Staldra við og huga að sál og líkama. Hvaða lausnir þarftu í lífi þínu til þess að vera besta útgáfan af sjálfu þér? Hver eða hvað gæti hjálpað til? Tvíburi 21.05. – 21.06. Tvíbbinn finnur heitt fyrir þessari nýju orku sem streymir inn í heim- inn okkar. Stútfullur heili skapandi hugmynda sem þig langar að fram- kvæma. Góð vika til þess að koma hugmyndum á blað svo þær glatist ekki. Njóttu orkunnar. Krabbi 22.06. – 22.07. Það er nú kannski ekki auðveldast að vera í aðhaldi á þessum tíma árs en eitthvað í lífi þínu kallar á það. Þú þarft að huga aðeins betur að líkamanum, góð hreyfing og gott mataræði hjálpar líka andlegu hliðinni, þetta helst allt í hendur. Hugsaðu vel um sjálfan þig. Ljón 23.07. – 22.08. Þú setur þig í fyrsta sæti og færð ekkert samviskubit við að segja nei við nokkrum greiðum. Þú átt nóg með þig og þína. Eitt leiðir af öðru þessa vikuna. Ein hugmynd yfir góðum kaffibolla fer á flug og verður byrjunin á einhverju nýju. Meyja 23.08. – 22.09. Það er fáir sem hugsa um að vilja vera bara heima sér þessa dagana enda búið að vera nóg af því. En þú, elsku Meyja, sérð það í hillingum að vera heima hjá þér og taka því rólega. Það hefur verið mjög erilsamt hjá þér síðustu daga og nú er smá svigrúm til að njóta. Vog 23.09. – 22.10. Þú spyrð sjálfa þig af hverju það séu svona fáir tímar í deginum. Verkefnin eru ófá en á sama tíma ertu í meira jólaskapi en nokkurn tímann og tekst á við daglegar áskoranir með bros á vör og gleði í hjarta. Þetta ár fer að taka enda og þú stendur ennþá í lappirnar. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Peningar, peningar, peningar! Það rignir peningum yfir Sporðdrekann og líklegast á hann það skilið því hann er mjög duglegur. Nýtt tæki- færi eða gamalt verkefni er loks að skila einhverju. Þetta er fjárhags- lega góð vika fyrir Sporðdrekann. Bogmaður 22.11. – 21.12. Óvænt skilaboð bíða þín. Bíddu spenntur við símann því þetta mun breyta ýmsu í lífi þínu. Bogmaður- inn er ófeiminn við að takast á við áskoranir og leika sér að óvissunni því hann þolir fátt meira en að leiðast. Spennandi tímar! Steingeit 22.12. – 19.01. Þú ert óvenju skapþung og ekki viss hvaðan þessar tilfinningar koma. Á tímum sem slíkum þá er best að vera góður við sjálfan sig og hleypa þessum tilfinningum í gegn. Þetta ár er búið að vera heldur óþolandi þannig að þessar tilfinningar eiga alveg rétt á sér. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Vinátta er þér ofarlega í huga enda er Vatnsberinn yfirleitt vin- margur og treystir á félagsgáfur sínar. Þetta ár hefur sett margt í rétt samhengi. Þú áttar þig á því hverjir eru sannir vinir þínir og hverjir ekki og heitir því að leggja meiri áherslu á þinn innri kjarna. Fiskur 19.02. – 20.03. Fiskurinn setur sér ný markmið þessa vikuna. Hann er kannski loks að átta sig á sínum eigin hæfi- leikum og verðmætum. Já, þú mátt vera með þínar kröfur um gæði og já, þú mátt gera kröfur. Þetta nýja viðhorf fer þér vel og mun hjálpa þér við að ná ennþá lengra í lífinu. þetta til þín. Nú er tími til þess að njóta og gera vel við sig og sína áður en áfram er haldið í næsta ævintýri. Meyjan er yfirleitt skynsöm og hófsöm hvað peningar varða en ef það er einhver tími til þess að leyfa sér meira en venju- lega þá er það núna. Spilið gefur þér sem sé leyfi til þess að eyða í eitthvað skemmtilega ópraktískt en auðvitað er þetta líka tilvalinn tími til þess að fjárfesta í einhverju sem gæti gefið af sér með tímanum. Sara Linneth Lovísud. Castaneda Meyja 16. september 1994 n Metnaðarfull n Traust n Hjartahlý n Snyrtileg n Smámunasöm n Hógvær FÓKUS 51DV 18. DESEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.