Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Síða 54
54 SPORT 433 18. DESEMBER 2020 DV verið að ganga í gegnum sitt besta tímabil í sögu landsliðs- ins undanfarin ár og því erfitt fyrir nýja og unga leikmenn að komast inn í byrjunarliðið. Arnór segist hins vegar hafa lært mikið af leikmönnum liðsins. „Ég hef lært ótrúlega mikið á því að vera hluti af þessum leikmannahóp sem myndar landsliðið hverju sinni. Þarna eru miklir karakterar og leið- togar eins og Kári Árnason og Aron Einar Gunnarsson. Það hefur kennt mér mikið að fylgjast með þeim og vera í kringum þá í þessum mikil- vægu leikjum.“ Arnór hlakkar til komandi verkefna með landsliðinu og er með sín markmið klár. Ég er mjög spenntur fyrir næstu undankeppni með landsliðinu. Ég er tilbúinn í að taka að mér stærra hlutverk með landsliðinu en ég átta mig líka á því að liðið hefur verið að gera frábæra hluti undan- farin ár og þess vegna er ég þolinmóður.“ Hann gefur lítið fyrir vangaveltur sumra um að tími sé kominn á stórfelldar breytingar í landsliðinu. „Það er auðvitað alltaf markmið að vinna sér fast sæti í landsliðinu. Það hefur verið talað um möguleg kyn- slóðaskipti í liðinu en megnið af landsliðshópnum er í kring- um þrítugt og það er enginn aldur. Þetta er í raun aldur þar sem leikmenn geta verið að toppa. Það hefur verið mik- ið talað um að einhverjir leik- menn séu komnir á endastöð en það er bara alls ekki rétt.“ Erik Hamrén, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og aðstoðarmaður hans, Freyr Alexandersson, létu af störf- um eftir að liðinu mistókst að tryggja sér sæti á Evrópu- mótinu á næsta ári. Arnór er ánægður með störf þeirra. „Ég hef bara góða hluti að segja um Hamrén og Frey. Þeir voru mjög flottir og miklir fagmenn. Ég átti í góðum samskiptum við þá báða. Þetta verkefni sem þeir tóku að sér með landsliðinu var fyrirfram erfitt og síðan spilast inn í meiðslavandræði leikmanna. Við vorum bara hársbreidd frá því að komast á Evrópumótið og það sýnir bara hversu góða hluti þeir gerðu með liðið. Við leikmenn- irnir erum bara ánægðir með þeirra störf og þakklátir fyrir þeirra framlag. Framhaldið er spennandi, við erum að fara í mikilvæga undankeppni og ég er spenntur að vinna með þeim einstaklingum sem taka við liðinu af Hamrén og Frey.“ Er að upplifa æskudrauminn Það hefur verið markmið Arnórs frá því í barnæsku að verða atvinnumaður í knatt- spyrnu. Hann tekur þessu starfi sínu ekki sem sjálf- sögðum hlut. „Það eru forréttindi að fá tækifæri til þess að vinna við það sem manni finnst skemmtilegt að gera. Þetta hefur verið draumur minn frá því í barnæsku. Ég komst fljótt að því þegar ég hélt út til Svíþjóðar að þetta ferli væri langhlaup. Ég hef fundið mikinn meðbyr síðastliðin ár og mér hefur gengið vel.“ Arnór er með báða fætur á jörðinni og þótt hann væri til í að vera spila meira núna þá veit hann að hann getur tekist á við komandi verkefni. „Ég er kannski að lenda í aðeins erfiðari tímum núna og þá sér maður þetta í öðru ljósi. Ég er þakklátur fyrir það á hverjum degi að fá að spila knattspyrnu á þessu stigi og fá að hafa það sem atvinnu mína. Ég er bara 21 árs og er nú þegar búinn að fá tækifæri til að spila í Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og með landsliðinu. Ef mér hefði verið sagt fyrir tíu árum að þetta yrði staðan, þá er ég ekki viss um að ég hefði trúað því að ég yrði kominn svona langt á þessum tímapunkti.“ Mun skoða stöðu sína varðandi næstu skref Árið 2020 hefur skorið sig úr sökum COVID-19 faraldurs- ins, faraldurinn hefur þó ekki haft eins mikil áhrif á Arnór og kollega hans á Englandi svo dæmi sé nefnt. „Deildin hérna í Rússlandi stoppaði um stund á síðasta tímabili vegna COVID-19. Þá hélt maður bara heim á leið til Íslands og eyddi tíma þar. Rússland hefur samt verið eitt af fáum ríkjum sem hafa leyft áhorfendur á knattspyrnuvöll- unum í gegnum faraldurinn og það hefur verið lítið um lokanir hérna úti. Þetta eru skrýtnir en jafnframt áhuga- verðir tímar.“ Arnór skrifaði undir nýjan samning við CSKA Moskvu árið 2018 og á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum þar. Hann viðurkennir hins vegar að hann sé farinn að íhuga stöðu sína hjá félaginu. „Rússneska deildin fer fljót- lega í vetrarfrí. Það er alveg ljóst að ég mun skoða mína stöðu hjá félaginu á næstu vik- um. Ég hef ekki verið nægi- lega sáttur við stöðu mína hjá CSKA Moskvu undanfarið. Ég mun líta í eigin barm og skoða þetta allt saman út frá því hvað ég tel vera best fyrir mig og minn knattspyrnuferil. Hvort sem það verður áfram hjá CSKA Moskvu eða í nýju umhverfi.“ Fyrst á dagskrá sé hins vegar að koma heim til Ís- lands yfir jólin og verja tíma með fjölskyldunni. n Arnór skrifaði undir nýjan samning við CSKA Moskvu árið 2018. MYNDIR/GETTY FAGNAR Það hefur verið mark- m i ð A r n - órs frá því í barnæsku að verða at- vinnumaður í knattspyrnu. KLÁR Arnór hlakkar t il komandi verkefna með landsl ið inu og er með mark mið sín klár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.