Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Blaðsíða 47

Víkurfréttir - 18.06.2020, Blaðsíða 47
úlfinn og þá sé ég ekkert hverjir eiga hvaða lag. Stutta svarið er ... ég hlusta mikið en ég veit ekkert hverjir það eru. – Hvers konar tónlist var hlust- að á á þínu heimili? Það er ótrúlega lítið hlustað á tón- list heima í opnum rímum. Við erum tillitssamt fólk og virðum aðra fjöl- skyldu meðlimi svo við notum heyru (headphones). – Leikurðu á hljóðfæri? Ég get bjargað mér á syntha í tölv- unni þegar ég er að semja. Ég reyndi fyrir mér á gítar en varð svo aumur í puttunum að ég bara hætti því, ég er svo mikill aumingi. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Ég horfi frekar mikið á sjónvarp á veturna, mun minna á sumrin og ekkert núna þegar ég er að koma út þessu lagi. Ég horfi mikið á fótbolta og körfubolta og eitthvað á Netflix en það er svo mikið af drasli þar og oft erfitt að finna góðu molana. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Enska boltanum og körfubolta, fréttum og kannski íslensku gaman- efni. Hlakka mikið til að sjá Júra- garðinn. – Besta kvikmyndin: Vá, ég hef svo oft pælt í þessu. Pass. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur? Ég les mest tónlistarbækur og ævi- sögur tónlistarmanna og ég pæli ekk- ert í þeim höfundum. – Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ekkert. – Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Sósur, fólkið í hverfinu kemur og fær afleggjara. – Hvernig er eggið best? Over easy. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Rosa margt, ADHA er að detta sterkt inn þessa dagana – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Frekja og yfirgangur. – Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun: Njarðvík eru bestir! – Hver er elsta minningin sem þú átt? Það koma upp þrjár sem ég vil tala um. Fyrsta er amma í bleikri kápu að labba með innkaupapoka hjá Fíabúð, ekkert meira, bara þessi bleika kápa. Svo eru tvær minningar frá Mallorca. Ég fór þangað með pabba þegar ég var fjögurra ára. Þar smakkaði ég besta ís sem ég hef smakkað og datt úr rennibraut. Já og vinur hans pabba gerði svo gott spagettí að ég sleikti diskinn og öllum fannst það voða fyndið. Ég hef örugglega ákveð- ið þar að showbiz væri fyrir mig. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Yfirmaður minn segir að ég noti „kæru hlustendur“ full mikið – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Njarðvík u.þ.b. ‘85, geggjaður tími! – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ég er víst dáinn kæru hlustendur. – Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Donald Trump og banna mig sem forseta, setja í lög að ég yrði að vera fastur í svítu á einhverju hótelinu mínu til dauðadags. – Hvaða þremur persónum vild- irðu bjóða í draumakvöldverð? Ég er lélegur í svona leikjum svo ég myndi bara kalla í matarklúbbinn minn, Valdimar, Rúnar, Höllu og Jónsa ... ég er eiginlega að gera það hér. Þetta er mjög góður vettvangur til þess. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Væntanlega betur en margir, ég get ekki kvartað. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Ég er fáránlega svartsýnn gaur. Þetta verður ekki jafn gott og í fyrra en mun betra en 2018. – Hvað á að gera í sumar? Vinna í plötu, garði, húsi og mér – Hvert ferðu í sumarfrí? Út á pall, við förum að vísu á Snæ- fellsnesið í júlí en það er aðallega því ég verð að spila þar og fjöllan ætlar með og við gerum langa helgi úr því á nesinu. Fallegur staður sem ég hef ekki skoðað í áratugi. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Njarðvík. – Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ... ... beint úr flugvélinni aftur og heim. Ég þoli ekki að ferðast og geri það nánast aldrei. Ég held að ég hafi farið tvisvar erlendis síðustu tólf árin. Fór á Frakkland – Ísland á EM og sjö- tugsafmæli pabba í Marocco. Jú og á tónleika með hljómsveitinni SAGA í Noregi þar sem við djömmuðum með bandinu daginn fyrir tónleika. Þeir gerðust svo góðir vinir eins okkar að þeir gistu hjá honum á Sól- vallagötunni þegar þeir millilentu í Kef fyrir nokkrum árum og héldu tónleika fyrir hann og einn annan vin hans – en mig langar að keyra um Ítalíu og gefa mér góðan tíma í það, ég fór þangað þegar ég var fjórtán ára og eins og með Depeche Mode, þá verður það alltaf uppá- haldslandið mitt ... sjitt hvað ég er vanafastur. Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Fyrir framan höfuðstöðvar Rúv þar sem Doddi starfar. Doddi og Lísa Einarsdóttir á flottri teikningu. VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.