Víkurfréttir - 18.06.2020, Blaðsíða 34
– Nafn:
Unnar Steinn Bjarndal.
– Árgangur:
1981.
– Búseta:
Bý í Reykjanesbæ ásamt börnum
mínum, þeim Þórunni Fríðu (15)
og Matthíasi Bjarndal (11).
– Hverra manna ertu og hvar
upp alinn?
Foreldrar mínir eru þau Björn
Bjarndal Jónsson, skógarverk-
fræðingur, og Jóhanna Fríða
Róbertsdóttir, markaðsfræðingur.
Ég er upp alinn í Biskupstungum
í Árnessýslu og bænum Ekenäs í
Finnlandi.
– Starf/nám:
Ég er hæstaréttarlögmaður, við-
skiptafræðingur og með meistara-
próf í nýsköpun og lögfræði frá
Edinborgarháskóla. Ég gegni starfi
bæjarlögmanns Reykjanesbæjar og
er lektor við Háskólann á Bifröst.
– Hvað er í deiglunni?
Það er í mörg horn að líta í
skemmtulegu starfi hjá Reykja-
nesbæ og ég geri ráð fyrir að sinna
þeim verkefnum samkvæmt bestu
getu eitthvað fram eftir sumri.
Svo taka við ferðalög innanlands
með fjölskyldunni. Hlakka til að
njóta alls þess sem landið okkar
hefur upp á að bjóða. Mig langar
líka til að rífa mig svolítið í gang
eftir COVID-19-inniveru; hlaupa,
ganga á fjöll og spila golf.
– Hvernig nemandi varstu í
grunnskóla?
Ég held að ég hafi verið í prúðari
kantinum. Stundaði námið vel og
forðaðist vesen.
– Hvernig voru framhaldsskóla-
árin?
Þau voru frábær. Ég stundaði
námið vel, sér í lagi framan af, en
svo áttu félagsmálin hug minn
allan. Ég fékk svo aftur áhuga á
náminu í tæka tíð.
– Hvað ætlaðir þú að verða
þegar þú yrðir stór?
Foreldrar mínir segja að ég hafi
framan af ætlað mér að verða
leigubílstjóri í New York. Í bíó-
myndum væri alltaf sagt „Keep
the change“ og þeir þyrftu því
ekki að vera góðir í reikningi.
Seinna ætlaði ég mér að verða
læknir. Ég hefði orðið skelfilega
lélegur læknir enda þoli ég hvorki
að sjá eigið blóð né annarra.
– Hver var fyrsti bíllinn þinn?
Það mun hafa verið Mitsubishi
Lancer árg. 1991. Hann var með
spoiler og undir hann fóru álfelgur
af bestu gerð.
Hefði orðið
skelfilega
lélegur læknir
Unnar Steinn Bjarndal, bæjarlögmaður
Reykjanesbæjar, var alinn upp í Biskupstungum
Árnessýslu og Ekenäs í Finnlandi. Honum finnst
eggið best spælt með öllum vinum sínum úr
enskum morgunverði og hann getur verið
langrækinn ... en ekki þrjóskur!
N
etspj@
ll
34 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR
Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg.