Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 18.06.2020, Blaðsíða 29
VÍKURFRÉTTIR fimmtudaginn 21. nóvember 1996 Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli stöðvaði stóran hóp í Rockville sl. laugardagskvöld. Hluti fólksins var kominn inn á staðinn og fóru lög- reglumenn þar inn og vísuðu fólkinu út. Nálægt eitt hundrað manns sem voru á lista og ætluðu á staðinn fengu ekki inngöngu. „Þetta nær ekki nokkurri átt. Klúbbar varnar- liðsins eru fyrst og fremst fyrir varnarliðsmenn og gesti þeirra,“ sagði Þorgeir Þorsteinsson, sýslu- maður, og sagði að það gengi ekki að stórir hópar íslendinga væru að sækja varnarliðsklúbba. Þor- geir sagði dæmi þess að smáir sem stórir hópar fengju að fara í klúbbana í boði varnarliðsmanna og nefndi dæmi sem erfitt væri að hafna s.s. alþjóðleg félög á vellinum sem væru einnig með starfsemi á landinu. í þeim tilfellum væru Íslend- ingarnir í boði viðkomandi félaga. Að öðru leyti ætti það ekki að vera hægt fyrir hópa utan vallar að sækja skemmtanir innan vallar. Þorgeir sagði fulla ástæðu til að taka í taumana gagnvart Rockville-klúbbnum en þar hafa nokkrar „íslenskar“ skemmtanir farið fram að undanförnu. Jafnvel kæmi til greina að loka alveg fyrir það að Íslendingar færu í Rockville. Hann sagðist ekki þekkja nóg hvað hafi farið fram í Yfirmanna- klúbbnum en eftirlit með skemmtanahaldi á vell- inum yrði hert. Eins og kom fram í Víkurfréttum í síðustu viku er hér um nokkuð stórt „vandamál“ að ræða. Íslendingar hafa hingað til ekki þurft að hafa mikið fyrir því að komast inn á veitingastaði og klúbba. Þorgeir sagði að það ætti ekki að líðast að íslenskir starfsmannahópar geti tekið sig saman um að halda skemmtanir á Keflavíkurflugvelli en dæmi er um slíkt. Í framhaldi af umræðu Víkurfrétta um skemmt- anahald á vellinum hafa fleiri mál þessu tengd verið komið á framfæri við blaðið. Keilumenn og þeir sem stunda pílukast á Suðurnesjum fara mikið upp á Keflavíkurflugvöll til að stunda íþróttir sínar. Að sögn eins forráðamanna Keilu- félags Suðumesja stendur þetta starfsemi eina keilusalarins á Suðurnesjum fyrir þrifum en talið er að um 30% af allri keiluspilamennsku fari fram á vellinum. Fátt sem minnir á gamla tíð Eins og áður segir þá er það trjá- gróður á svæðinu sem er það eina sem minnir á gömlu ratsjárstöð- ina þegar horft er til svæðisins úr fjarska. Þegar nær er komið þá má ennþá upplifa malbikaðar götur og sökkla þeirra bygginga sem þarna stóðu. Víkurfréttir settu flygildi á loft á svæðinu til að sýna lesendum sem best það umhverfi sem þar er. Fráveita er frá Rockville með útrás í Leirunni. Þá er stutt í rafmagn og bæði heitt og kalt vatn. „Stopp á kanaklúbba“ var fyrirsögn sem tók alla forsíðu Víkurfrétta í nóvember 1996. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli stöðvaði u m 100 Íslendinga á leið í partý í kanaklúbbi í Rockville. Starfs emi var hætt í Rockville ári síðar. Sýslumaðurinn sendi hundrað manna hóp heim Fyrirhuguð Íslendingaskemmtun í Rockville-klúbbi varnarliðsins: Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg. VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR // 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.