Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Side 29

Víkurfréttir - 18.06.2020, Side 29
VÍKURFRÉTTIR fimmtudaginn 21. nóvember 1996 Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli stöðvaði stóran hóp í Rockville sl. laugardagskvöld. Hluti fólksins var kominn inn á staðinn og fóru lög- reglumenn þar inn og vísuðu fólkinu út. Nálægt eitt hundrað manns sem voru á lista og ætluðu á staðinn fengu ekki inngöngu. „Þetta nær ekki nokkurri átt. Klúbbar varnar- liðsins eru fyrst og fremst fyrir varnarliðsmenn og gesti þeirra,“ sagði Þorgeir Þorsteinsson, sýslu- maður, og sagði að það gengi ekki að stórir hópar íslendinga væru að sækja varnarliðsklúbba. Þor- geir sagði dæmi þess að smáir sem stórir hópar fengju að fara í klúbbana í boði varnarliðsmanna og nefndi dæmi sem erfitt væri að hafna s.s. alþjóðleg félög á vellinum sem væru einnig með starfsemi á landinu. í þeim tilfellum væru Íslend- ingarnir í boði viðkomandi félaga. Að öðru leyti ætti það ekki að vera hægt fyrir hópa utan vallar að sækja skemmtanir innan vallar. Þorgeir sagði fulla ástæðu til að taka í taumana gagnvart Rockville-klúbbnum en þar hafa nokkrar „íslenskar“ skemmtanir farið fram að undanförnu. Jafnvel kæmi til greina að loka alveg fyrir það að Íslendingar færu í Rockville. Hann sagðist ekki þekkja nóg hvað hafi farið fram í Yfirmanna- klúbbnum en eftirlit með skemmtanahaldi á vell- inum yrði hert. Eins og kom fram í Víkurfréttum í síðustu viku er hér um nokkuð stórt „vandamál“ að ræða. Íslendingar hafa hingað til ekki þurft að hafa mikið fyrir því að komast inn á veitingastaði og klúbba. Þorgeir sagði að það ætti ekki að líðast að íslenskir starfsmannahópar geti tekið sig saman um að halda skemmtanir á Keflavíkurflugvelli en dæmi er um slíkt. Í framhaldi af umræðu Víkurfrétta um skemmt- anahald á vellinum hafa fleiri mál þessu tengd verið komið á framfæri við blaðið. Keilumenn og þeir sem stunda pílukast á Suðurnesjum fara mikið upp á Keflavíkurflugvöll til að stunda íþróttir sínar. Að sögn eins forráðamanna Keilu- félags Suðumesja stendur þetta starfsemi eina keilusalarins á Suðurnesjum fyrir þrifum en talið er að um 30% af allri keiluspilamennsku fari fram á vellinum. Fátt sem minnir á gamla tíð Eins og áður segir þá er það trjá- gróður á svæðinu sem er það eina sem minnir á gömlu ratsjárstöð- ina þegar horft er til svæðisins úr fjarska. Þegar nær er komið þá má ennþá upplifa malbikaðar götur og sökkla þeirra bygginga sem þarna stóðu. Víkurfréttir settu flygildi á loft á svæðinu til að sýna lesendum sem best það umhverfi sem þar er. Fráveita er frá Rockville með útrás í Leirunni. Þá er stutt í rafmagn og bæði heitt og kalt vatn. „Stopp á kanaklúbba“ var fyrirsögn sem tók alla forsíðu Víkurfrétta í nóvember 1996. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli stöðvaði u m 100 Íslendinga á leið í partý í kanaklúbbi í Rockville. Starfs emi var hætt í Rockville ári síðar. Sýslumaðurinn sendi hundrað manna hóp heim Fyrirhuguð Íslendingaskemmtun í Rockville-klúbbi varnarliðsins: Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg. VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR // 29

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.