Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 18.06.2020, Blaðsíða 16
Rólegt í höfnum og veðurguðirnir í óstuði Það er búið að vera nokkuð rólegt í höfnunum á Suðurnesjum í júní og ekki hefur þessi blessaða veðrátta hjálpað til. Búið að vera frekar leiðinlega hvasst og það kemur sér illa fyrir smábátana sem eru svo til þeir einu sem eru að róa héðan um þessar mundir. Í síðasta pistli var greint frá því að Steinunn HF væri eini línubátur af minni gerðinni sem væri að róa en það er hann ekki lengur því báturinn er komin austur til Stöðarfjarðar. Veiðin þar aftur á móti er búinn að vera mjög léleg og sem dæmi þá hefur Steinunn HF aðeins landað um tólf tonnum í fimm róðrum og mest aðeins um 3,5 tonn. Aflinn hjá hinum Suðurnesjabátunum er heldur ekkert búinn að vera neitt sérstakur þarna fyrir austan. Mar- grét GK byrjaði ágætlega, komst mest í fjórtán tonn í einni löndun en hefur í síðustu þremur róðrum aðeins landað tólf tonnum. Af stærri línubátunum eru það bara bátarnir frá Vísi í Grindavík sem róa og hefur aflinn hjá þeim verið frekar lítill. Jóhanna Gísladóttir GK með 98 tonn í tveimur róðrum. Sighvatur GK 79 tonn í einum og Fjölnir GK 74 tonn, líka í einum róðri. Aðalbjörg RE er eini dragnóta- báturinn sem er að róa héðan og hefur honum reyndar gengið nokkuð vel. Er hann að róa á hefbundnu dragnótamiðunum undir Hafnar- bergi sem kallast Hafnarleir og hefur landað 43 tonnum í sjö róðrum. Aðalbjörg RE er helst að eltast við kolann og hefur það gengið mjög vel því af þessum afla þá eru 23 tonn af sólkola sem báturinn hefur landað en mjög lítið af þorski hefur slæðst með í aflanum hjá bátnum. Ekki nóg með að Aðalbjörg RE sé eini drag- nótabáturinn sem er að róa héðan heldur er hann líka sá eini sem er á þessum miðum að veiða, oft eru bátar frá Þorlákshöfn á þessum slóðum en ekki núna og því situr Aðalbjörg RE ein að þessum miðum. Nesfisks-dragnótabátarnir hafa verið að veiðum með suðurströnd- inni og hafa þá landað í Þorlákshöfn. Þeir fiska í sig og eru því úti í nokkra daga þangað til þeir ná fullfermi. Sigurfari GK hefur landað 76 tonn í tveimur og þar af 43 tonn í einni löndun. Siggi Bjarna GK 50 tonn í tveimur róðrum, mest 33 tonn, og Benni Sæm GK 61 tonn í einni löndun. Sem sé rólegheit og margir bátanna orðnir stopp, komnir í slipp eða eru að landa úti á landi. Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is SVEITARFÉLAGIÐ VOGAR FORSETAKOSNINGAR LAUGARDAGINN 27. JÚNÍ 2020 Kjörskrá liggur frammi almenning til sýnis, frá þriðjudeginum 16. júní fram að kjördegi á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2. Kosningarétt við forsetakjör eiga þeir kjósendur sem eiga kosningarétt til Alþingis, samkvæmt 1. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945, sbr. 1. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Kosið er í Stóru-Vogaskóla Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki. Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 22:00. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg. 16 // aFLaFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.