Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 18.06.2020, Blaðsíða 13
AUGLÝSING VEGNA FORSETAKOSNINGA 27 . JÚNÍ 2020 KJÖRSKRÁ OG KJÖRSTAÐIR Í SUÐURNESJABÆ Kjörskrá í Suðurnesjabæ vegna forsetakosninga sem fram fara þann 27. júní 2020, liggur frammi almenningi til sýnis í ráðhúsunum í Garði og Sandgerði frá 16. júní og fram að kjördegi. Kjósendur eru kvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar. Kjörfundur fyrir kjósendur skráða í póstnúmerum 250 og 251 Garður er í Gerðaskóla. Kjörfundur fyrir kjósendur skráða í póstnúmerum 245 og 246 Sandgerði er í Sandgerðisskóla. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónu- skilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. KJÖRSTAÐIR OPNA KL. 09 :00 OG LOKA KL. 22 :00 . Yfirkjörstjórn Suðurnesjabæjar Kiwanisklúbburinn Keilir afhenti í síðustu viku nýjar birgðir af Ævari bangsa til Brunavarna Suðurnesja. Þessi styrkur er fastur liður í starfi Kiwanisklúbbsins og Ævar bangsi hefur reynst dýrmætur aðstoðar- maður sjúkraflutningamanna við að hugga lítil hjörtu. Á myndinni hér að ofan er Ævar bangsi aldeilis í flottum félags- skap. Á myndinni má sjá Einar Má Jóhannesson og Ingólf Ingibergs- son frá Kiwanisklúbbnum Keili að afhenda bangsana. Þeir Jón Guð- laugsson, slökkviliðsstjóri, Sigurður Skarphéðinsson, varaslökkviliðs- stjóri, Herbert Eyjólfsson, varðsstóri, og Guðmundur Jónsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningarmaður, taka við böngsunum. Ókeypis aðgangur á Rokksafn Íslands og í Duus Safnahús Frítt er fyrir alla inn á Rokk- safn Íslands og Duus Safnahús í Reykjanesbæ til 31. ágúst nk. Á Rokksafninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tón- listar á Íslandi allt frá árinu 1835 til dagsins í dag. Til viðbótar við tímalínuna eru tvær sérsýningar: „Einkasafn Poppstjörnu“ og „Þó líði ár og öld“. Gestum Rokksafnsins býðst líka að tilla sér í kvikmyndasal þar sem sýndar eru ýmsar heim- ildarmyndir um íslenska tónlist. Á safninu má líka finna hljóðbúr og geta gestir reynt á listræna hæfileika sína og prófað raf- magnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söng- klefa. Fjórar nýjar sýningar opnuðu í Duus Safnahúsum á dögunum. Listasafn Reykjanesbæjar opnaði tvær sýningar og Byggðasafn Reykjanesbæjar opnaði jafn- framt tvær sýningar. Nýjar birgðir af Ævari bangsa Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg. VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR // 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.