Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Side 13

Víkurfréttir - 18.06.2020, Side 13
AUGLÝSING VEGNA FORSETAKOSNINGA 27 . JÚNÍ 2020 KJÖRSKRÁ OG KJÖRSTAÐIR Í SUÐURNESJABÆ Kjörskrá í Suðurnesjabæ vegna forsetakosninga sem fram fara þann 27. júní 2020, liggur frammi almenningi til sýnis í ráðhúsunum í Garði og Sandgerði frá 16. júní og fram að kjördegi. Kjósendur eru kvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar. Kjörfundur fyrir kjósendur skráða í póstnúmerum 250 og 251 Garður er í Gerðaskóla. Kjörfundur fyrir kjósendur skráða í póstnúmerum 245 og 246 Sandgerði er í Sandgerðisskóla. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónu- skilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. KJÖRSTAÐIR OPNA KL. 09 :00 OG LOKA KL. 22 :00 . Yfirkjörstjórn Suðurnesjabæjar Kiwanisklúbburinn Keilir afhenti í síðustu viku nýjar birgðir af Ævari bangsa til Brunavarna Suðurnesja. Þessi styrkur er fastur liður í starfi Kiwanisklúbbsins og Ævar bangsi hefur reynst dýrmætur aðstoðar- maður sjúkraflutningamanna við að hugga lítil hjörtu. Á myndinni hér að ofan er Ævar bangsi aldeilis í flottum félags- skap. Á myndinni má sjá Einar Má Jóhannesson og Ingólf Ingibergs- son frá Kiwanisklúbbnum Keili að afhenda bangsana. Þeir Jón Guð- laugsson, slökkviliðsstjóri, Sigurður Skarphéðinsson, varaslökkviliðs- stjóri, Herbert Eyjólfsson, varðsstóri, og Guðmundur Jónsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningarmaður, taka við böngsunum. Ókeypis aðgangur á Rokksafn Íslands og í Duus Safnahús Frítt er fyrir alla inn á Rokk- safn Íslands og Duus Safnahús í Reykjanesbæ til 31. ágúst nk. Á Rokksafninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tón- listar á Íslandi allt frá árinu 1835 til dagsins í dag. Til viðbótar við tímalínuna eru tvær sérsýningar: „Einkasafn Poppstjörnu“ og „Þó líði ár og öld“. Gestum Rokksafnsins býðst líka að tilla sér í kvikmyndasal þar sem sýndar eru ýmsar heim- ildarmyndir um íslenska tónlist. Á safninu má líka finna hljóðbúr og geta gestir reynt á listræna hæfileika sína og prófað raf- magnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söng- klefa. Fjórar nýjar sýningar opnuðu í Duus Safnahúsum á dögunum. Listasafn Reykjanesbæjar opnaði tvær sýningar og Byggðasafn Reykjanesbæjar opnaði jafn- framt tvær sýningar. Nýjar birgðir af Ævari bangsa Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg. VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR // 13

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.