Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Side 10

Víkurfréttir - 29.07.2020, Side 10
Bæjarstjórinn skammar eigendur bílhræja í Vogum Vogar – fallegi bærinn okkar Svartur blettur í bænum – segir bæjarstjórinn í Vogum Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd, sendir eig- endum númerslausra bíla tóninn og það í annað sinn. Mikinn fjöldi bílhræja má sjá í Vogum og bæjarstjórinn er ekki ánægður með það. Ásgeir fór yfir málið í pistli bæjar- stjóra fyrir skömmu sem hljóðar svo: „Vogar - fallegi bærinn okkar. Við þekkjum mörg þetta heiti, sem prýðir vinsælan Facebook-hóp hér í bænum. Þar er vettvangur til samskipta, upplýsingamiðlunar og skoðanaskipta. Nafn hópsins er mér hugleikið þessa dagana, nú þegar er hásumar og gróður allur í fullum sumarskrúða. Nemendur vinnuskólans og starfsmenn Um- hverfisdeildar hafa ekki slegið slöku við, opin svæði eru vel hirt, götukantar og gangbrautir málaðar og fleira mætti telja. Margir hús- eigendur hafa tekið til hendinni í sumar, byggt palla og skjólveggi, hellulagt innkeyrslur og almennt snyrt til í kringum sig. Enn er þó svartur blettur í bænum okkar, er kemur að umgengni. Það er fullt af fólki sem sér ekkert athugavert við það að hrúga upp númerslausum bíldruslum og bílhræjum jafnvel svo tugum skiptir, í og við hús sín og fyrirtæki. Mörg dæmi eru einnig um að íbúar geymi þessi djásn sín inni í görðum sínum, þar sem druslurnar komast ekki lengur fyrir á bílastæðunum við húsin. Heilbrigðiseftirlitið virðist hafa gefist upp í baráttunni, og þá er nú fokið í flest skjól. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég tjái mig um þennan blett á samfélaginu okkar. Án efa mun það gerast nú sem fyrr að sjálfskipaðir sérfræð- ingar í verðmætum og gæslumenn eignarréttar munu rísa upp á aftur- lappirnar og skammast í bæjar- stjóranum fyrir að vera að skipta sér af málum sem honum kemur ekkert við. Það verður þá bara að hafa það. Við sem viljum sjá bæinn okkar fallegan hljótum hins vegar að gera þá kröfu til samborgara okkar að þeir sjái sóma sinn í að hafa snyrtilegt í kringum sig, og taka sig nú á í eitt skipti fyrir öll og fjarlægja þessi verðlausu bíhræ af lóðum sínum og koma þeim á réttan stað þar sem þeim er fargað og eytt. Þetta er ekki flókið. Nú er mikið byggt og margir nýir íbúar eru hér í bænum. Tökum vel á móti þeim með snyrtilegum, bílhræja- lausum bæ.“ Vogar hafa áhyggjur af Jöfnunarsjóði Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga bókaði eftirfarandi á 309. fundi ráðsins, sem haldinn var 15. júlí 2020 en þar er lýst yfir áhyggjum af skerðingu framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga: Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum af skerðingu framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem hefur veruleg áhrif á afkomu sveitarsjóðs. Bæjarráð hvetur því ríkisvaldið til að huga alvar- lega að því að bæta Jöfnunar- sjóði tekjutap sitt, og með því móti verði sjóðnum gert kleift að rækja skyldur sínar gagnvart sveitarfélögunum í landinu. ti m ar it .is Ö l l t ö l u b l ö ð V í k u r f r é t t a f r á 1 9 8 0 o g t i l d a g s i n s í d a g e r u a ð g e n g i l e g á timarit.is Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. 10 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.