Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Síða 11

Víkurfréttir - 29.07.2020, Síða 11
Blað brotið í upplýsingagjöf til ferðalanga um Ísland Markaðsstofur landshlutanna ýta úr vör lang- stærsta samstarfsverkefni sem samtökin hafa ráðist í. Verkefnið er mikilvægur hlekkur í endur- uppbyggingu ferðaþjónustunnar í kjölfar heims- faraldurs. Markaðsstofur landshlutanna, MAS, hafa ýtt úr vör samstarfs- verkefni sem miðar að því að auðvelda og hvetja enn frekar til ferðalaga innanlands. Verkefnið er liður í að auka á dreifingu ferða- manna um landið sem og styðja við uppbyggingu íslenskrar ferða- þjónustu í kjölfar heimsfaraldurs. Þetta er langstærsta þróunarverk- efni sem MAS hefur tekið sér fyrir hendur. Verkefnið ber yfirskriftina Upp- lifðu og er sannkölluð stafræn bylting þegar kemur að skipulagn- ingu ferðalaga um Ísland sem og upplýsingagátt um það sem í boði er. Allar sex markaðsstofur lands- hlutanna; Markaðsstofa Norður- lands, Markaðsstofa Vestfjarða, Markaðsstofa Vesturlands, Aust- urbrú, Markaðsstofa Reykjaness og Markaðsstofa Suðurlands standa að verkefninu. Um ræðir gagnvirkt vefsvæði, www.upplifdu.is, þar sem not- endum gefst kostur á að sníða ferðalagið nákvæmlega eftir sínu höfði og fá aðstoð við að sjá hvað er í boði á hverjum stað, fá ná- kvæma tímaáætlun milli áfanga- staða og síðast en ekki síst, upp- götva nýja möguleika á mynd- rænan hátt. „Það er afar ánægjulegt að sjá verkefnið verða að veruleika en það hefur verið á óskalista okkar frá upphafi samstafs markaðsstof- anna. Þessi vefur kemur til með að auðvelda okkur, gestum okkar og ferðaþjónustuaðilum að setja saman hugmyndir að ferðum um Reykjanesið og landið allt og til að endurspegla það sem svæðin hafa upp á að bjóða. Nú getum við valið áhugaverða staði til að skoða og af- þreyingu til að upplifa og deilt því með einföldum hætti með sam- ferðafólki okkar eða á samfélags- miðlum,“ segir Þuríður Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðs- stofu Reykjaness. Upplifdu.is brýtur þannig blað í sögu upplýsingagjafar til ferða- langa um Ísland en ekki eru for- dæmi fyrir viðlíka gagnvirkri síðu með jafn yfirgripsmiklar upp- lýsingar á fjölmörgum sviðum ferðaþjónustu á Íslandi. Þróun og framleiðsla er í höndum fram- leiðslustofunnar Tjarnargötunnar og er myndefnið sem prýðir síðuna unnið úr einum stærsta mynda- banka sem gerður hefur verið úr efni frá Íslandi. „Þetta er stórt skref fram á við fyrir okkur og við hlökkum til að þróa þetta áfram með sveitar- félögum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Við eigum mikið inni og þessi gagnagrunnur á eftir að vaxa og dafna okkur öllum til hagsbóta,“ segir Þuríður. Viðbót um virkni síðunnar: Síðan er einföld í notkun og miðar að því að sem flestir geti nýtt sér hana. Notendur velja sér upphafs- punkt ferðalags og geta svo séð hvað er í boði á hverjum þeim stað sem heillar og handvelja hvað skuli heimsækja og hvaða afþreyingu og þjónustu skuli nýta meðan á heim- sókn stendur. Hægt er að velja þar til gerðar síur til að auðvelda enn frekar skipulagningu ferðarinnar og eru þær síur þrjár; staðir, af- þreying og þemun. Sían staðir nær til að mynda yfir kirkjur, forn- minjar, útsýni, gil og gljúfur, jökla og hella. Afþreying yfir baðstaði, hvalaskoðun, matarupplifanir, hjólaferðir, golfvelli, dýragarða ofl. Þemun endurspegla svo tegund ferðar, fjölskylduferð, ævintýra- ferð, söguslóðir, afslöppun, menn- ingu, dýralíf eða náttúru. Þegar búið er að velja eru óskir ferðalangsins dregnar saman og úr verður heildstæð ferðaáætlun í formi myndbands sem og skjals, sem nær ekki aðeins utan um spennandi ferðalag heldur einnig utan um hagnýta hluti eins og lengd aksturs milli áfangastaða og áætlaðan tíma í hverri afþreyingu. Sjá enn frekar: www.upplifdu.is Mikil aukning ferðamanna á Reykjanesið í sumar Búið að opna snyrtiaðstöðu og þjónustubygging í undirbúningi Mikil aukning hefur orðið í heimsóknum ferðamanna á Reykjanesvita í vor og í sumar að sögn Grétu Súsönnu Fjeldsed sem sinnir svæðisumsjón á Reykjanesi. „Við urðum vör við aukna aðsókn strax í Covid-19 og hún hefur bara aukist. Síðasta sunnudag komu um 300 bílar og líklega hátt í þúsund manns,“ segir Gréta Súsanna. Í vor var opnuð snyrtiaðstaða í gamla húsinu fyrir neðan Reykja- nesvita og húsið lagfært og málað. Snyrtiaðstöðu hefur verið ábótavant á svæðinu. Unnið er að undirbúningi við byggingu þjón- ustumiðstöðvar, sem hefur tafist vegna Covid-19, sem nú er komið í hendur Bláa lónsins. Gréta sagðist vona að framkvæmdir hæfust í haust. „Fólk er afar hrifið af svæðinu en hér eru fjölmargir magnaðir ferðamannastaðir í nágrenni vitans. Síðustu vikurnar hafa margir mætt og ég sinni svæð- isumsjón og hef talið bílafjölda sem er oft 20–30 á klukkustund. Það er meiri aðsókn um helgar en líka góð virka daga núna á sumrin þegar margir eru í fríi. Svo erum við að skipuleggja gönguferðir um svæðið,“ segir Gréta. Vinsælt er að ganga um svæðið við Valahnjúk og ströndina og ekki síður Gunnuhver og Brú milli heimsálfa. Í kvikmyndinni „The Story of Fire Saga“ sem fjallar um Eurovision-söngva- keppnina eru atriði sem voru tekin upp í nágrenni Valahnúks og á Reykjanesinu. Sjónvarp Víkurfrétta ræddi nýlega við Rannveigu Garðars- dóttur, leiðsögumann, og hún fer yfir helstu ferðamannastaði í því spjalli og sýndar eru fal- legar myndir sem VF tók í byrjun sumars. Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 11 Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.