Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 16

Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 16
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, settist upp í 75 ára gamla Renault bifreið í safni Ásgeirs Hjálmarssonar í Garði. Ráðherra var gestur á Skötumessu 2020 og leit við í safni Ásgeirs áður. „Þetta er alveg magnað safn og bíllinn líka,“ sagði ráðherra þegar hann settist upp í gamla bílinn sem á sér sérstaka sögu eins og fleiri hlutir í safni Ásgeirs í gömlum braggabyggingum hans í Garðinum í Suðurnesjabæ. Ásgeir Hjálmarsson kom Byggða- safninu í Garði á koppinn á sínum tíma. Eftir að hann lét af störfum hefur hann haldið áfram að safna munum í bragga í Útgarði. „Ég veit nú ekki af hverju ég byrjaði að safna munum en eftir að ég hætti hjá Byggðasafninu hélt ég áfram að safna og er hérna kominn með annað safn í bragganum. Maður losnar ekkert við það að safna,“ sagði Ásgeir í viðtali við Víkur- fréttir þegar hann sýndi Hilmar Braga Bárðarsyni. Safnið er í tveimur samliggj- andi húsum í Út-Garði. Áður fyrr þurrkaði Oddur Jónsson, afi Ás- geirs, fisk í og við húsin. „Hérna byrjaði ég að vinna ásamt fleiri krökkum, líklega sex til átta ára gamall.“ Það er því óhætt að segja að húsin eigi sér langa og skemmti- lega sögu. Á safni Ásgeirs kennir ýmissa grasa. Þar eru ýmis áhöld og tæki tengd búskap, heimilishaldi, bílum og bátum. Ásgeir gerði upp sjötíu ára gamlan bíl sem eiginkona hans, Sigurjóna Guðnadóttir, vann í happdrætti þegar hún var þriggja ára. Bíllinn er af gerðinni Renault Juvaquatre og árgerð 1946. Bíllinn er glæsilegur að sjá eftir yfirhaln- ingar síðustu missera. Nokkrir slíkir bílar voru fluttir til landsins á fimmta áratug síðustu aldar. Þeir voru geymdir við bæinn Haga í Vesturbæ Reykjavíkur og hlutu því viðurnefnið Hagamýs. Bíll Sigur- jónu var aftur á móti alltaf kallaður Tíkallinn því happdrættismiðinn kostaði tíu krónur. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, settist upp í 75 ára gamlan Renault og fór rúnt í huganum. Hreifst af bílnum og safni Ásgeirs Hjálmarssonar í Garðinum. RÁÐHERRA VAR HRIFINN AF GAMLA HAPPDRÆTTISBÍLNUM 16 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.