Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 27

Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 27
„Sumarið hefur verið ótrúlega gott miðað við að það er 2020 og allt hefur gengið á afturfótunum síðustu mánuði. Þetta ár hefur auðvitað verið alveg ótrúlegt og það er bara rétt hálfnað,“ segir Guðbergur Reynisson, eigandi Cargo flutninga. – Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig? Við fjölskyldan eyðum flestum sumarhelgum á Flúðum í algerri sumarsælu, fórum þó eina fótbolta- ferð á Sauðárkrók í júní og svo má segja að þetta sumar einkennist af fjallaferðum á fjórhjólum sem við Elsa reynum að gera sem mest af allt árið. Í júní skelltum við okkur nokkrir saman norður Sprengisand á fjór- hjólum og í júlí fórum við svo í fjöl- mennustu fjórhjólaferð Íslands- sögunnar þegar hópur þrjátíu og eins Suðurnesjamanna keyrðu um 600 kílómetra frá Flúðum inn Hrunamannaafrétt, norður Sprengisand, vestur í Vesturdal í Skagafirði og í Varmahlíð. Þaðan norður fyrir Blöndulón og suður í Hveravelli. Svo var á fjórða degi ekið í Kerlingafjöll og loks aftur á Flúðir. Landið okkar hefur upp á svo margt að bjóða að upplifunin, sérstaklega fyrir þá sem eru að koma í fyrsta sinn inn á hálendið, verður yfirþyrmandi, alveg sama hvernig veður er. Mér finnst alltaf svo ótrúlegt hversu margir hafa aldrei komið inn á hálendi Íslands, ég bara skil það ekki, ég gæti til dæmis alveg búið í Eyvindarkofaveri sunnan Hofsjökuls. Ég gæti líka búið á Hrunamanna- frétti, Laugafelli Sprengisandi, Þorljótsstöðum i Skagafirði, Kerl- ingafjöllum, Flúðum, Lambhaga- afrétti og fleiri fleiri stöðum sem við fengum að njóta í ferðinni. Næsta ferð er áætluð í enda ágústmánaðar en þá munu um 30 fjórhjólamenn taka Fjallabak á tveimur dögum. Við erum rúm- lega 60 í ferðahópnum sem kallar sig Melrakkar en melrakkinn, eða refurinn, er einmitt langfyrsti land- nemi Íslands. – Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Um verslunarmannahelgina verðum við fjölskyldan eins og síðustu ár á Flúðum en þessi versl- unarmannahelgi verður um allt land með nýju sniði vegna Covid- 19, nýjar reglur og fjöldatakmark- anir breyta öllu og verðum við að hjálpast að við að fara eftir settum reglum. – Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin þín? Það eru margar verslunarmanna- helgar ofarlega í minni þegar maður hugsar til baka, eins og fyrsta skiptið fimmtán ára í Húsa- felli með frændsystkynum mínum en ég er enn bundinn þagnareið um þá ferð. Eða fyrsta og eina skiptið mitt í Eyjum með félög- unum ‘93, þá flugum við til Eyja á sunnudegi og þeir skildu mig eftir í Vestmannaeyjum og þurfti ég að taka Herjólf til Þorlákshafnar, rútu á Umferðarmiðstöðina, með SBK til Keflavíkur og húkka far út í Garð, allt út á krít þar sem strák- arnir tóku jakkann, veskið og flug- miðann með sér heim um nóttina. Það voru engir farsímar eða kortin í símanum þá sko. – Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um verslunarmanna- helgina? Það er alveg hægt að hafa skemmtilega verslunarmannahelgi þó engin sé skipulögð dagskráin, bara hafa það mikilvægasta með – fjölskylduna. Guðbergur í hópi fjórhjólavina. Íslandsfegurð í fjórhjólaferð. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 27

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.