Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Síða 27

Víkurfréttir - 29.07.2020, Síða 27
„Sumarið hefur verið ótrúlega gott miðað við að það er 2020 og allt hefur gengið á afturfótunum síðustu mánuði. Þetta ár hefur auðvitað verið alveg ótrúlegt og það er bara rétt hálfnað,“ segir Guðbergur Reynisson, eigandi Cargo flutninga. – Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig? Við fjölskyldan eyðum flestum sumarhelgum á Flúðum í algerri sumarsælu, fórum þó eina fótbolta- ferð á Sauðárkrók í júní og svo má segja að þetta sumar einkennist af fjallaferðum á fjórhjólum sem við Elsa reynum að gera sem mest af allt árið. Í júní skelltum við okkur nokkrir saman norður Sprengisand á fjór- hjólum og í júlí fórum við svo í fjöl- mennustu fjórhjólaferð Íslands- sögunnar þegar hópur þrjátíu og eins Suðurnesjamanna keyrðu um 600 kílómetra frá Flúðum inn Hrunamannaafrétt, norður Sprengisand, vestur í Vesturdal í Skagafirði og í Varmahlíð. Þaðan norður fyrir Blöndulón og suður í Hveravelli. Svo var á fjórða degi ekið í Kerlingafjöll og loks aftur á Flúðir. Landið okkar hefur upp á svo margt að bjóða að upplifunin, sérstaklega fyrir þá sem eru að koma í fyrsta sinn inn á hálendið, verður yfirþyrmandi, alveg sama hvernig veður er. Mér finnst alltaf svo ótrúlegt hversu margir hafa aldrei komið inn á hálendi Íslands, ég bara skil það ekki, ég gæti til dæmis alveg búið í Eyvindarkofaveri sunnan Hofsjökuls. Ég gæti líka búið á Hrunamanna- frétti, Laugafelli Sprengisandi, Þorljótsstöðum i Skagafirði, Kerl- ingafjöllum, Flúðum, Lambhaga- afrétti og fleiri fleiri stöðum sem við fengum að njóta í ferðinni. Næsta ferð er áætluð í enda ágústmánaðar en þá munu um 30 fjórhjólamenn taka Fjallabak á tveimur dögum. Við erum rúm- lega 60 í ferðahópnum sem kallar sig Melrakkar en melrakkinn, eða refurinn, er einmitt langfyrsti land- nemi Íslands. – Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Um verslunarmannahelgina verðum við fjölskyldan eins og síðustu ár á Flúðum en þessi versl- unarmannahelgi verður um allt land með nýju sniði vegna Covid- 19, nýjar reglur og fjöldatakmark- anir breyta öllu og verðum við að hjálpast að við að fara eftir settum reglum. – Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin þín? Það eru margar verslunarmanna- helgar ofarlega í minni þegar maður hugsar til baka, eins og fyrsta skiptið fimmtán ára í Húsa- felli með frændsystkynum mínum en ég er enn bundinn þagnareið um þá ferð. Eða fyrsta og eina skiptið mitt í Eyjum með félög- unum ‘93, þá flugum við til Eyja á sunnudegi og þeir skildu mig eftir í Vestmannaeyjum og þurfti ég að taka Herjólf til Þorlákshafnar, rútu á Umferðarmiðstöðina, með SBK til Keflavíkur og húkka far út í Garð, allt út á krít þar sem strák- arnir tóku jakkann, veskið og flug- miðann með sér heim um nóttina. Það voru engir farsímar eða kortin í símanum þá sko. – Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um verslunarmanna- helgina? Það er alveg hægt að hafa skemmtilega verslunarmannahelgi þó engin sé skipulögð dagskráin, bara hafa það mikilvægasta með – fjölskylduna. Guðbergur í hópi fjórhjólavina. Íslandsfegurð í fjórhjólaferð. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.