Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Qupperneq 31

Víkurfréttir - 29.07.2020, Qupperneq 31
Í öðrum sal við hlið veislusalarins við Hótel Bláfell er mjög sérstakt Íslandskort, nærri nítján fermetrar að flatarmáli. Þetta er stórt stein- kort sem Axel Helgason gerði og það er um þrjú tonn að þyngd, gert úr steinsteypu og járni og upphaflega málað með olíulitum. Axel gerði þrjú svona Íslandskort en þetta er það eina sem hefur varðveist. Háskóli Íslands fékk upphaflega kortið að gjöf og átti að setja það upp við byggingu skólans. Af því varð þó aldrei og var kortið í geymslu skólans til ársins 2008, þá fór það til varðveislu á safnið að Skógum á Suðurlandi þar sem til stóð að byggja sérstaklega yfir það og hafa til sýnis. Úr því varð ekki og var kortið geymt úti undir berum himni í nokkur ár og skemmdist mikið. Gosið í Eyja- fjallajökli 2010 setti mark sitt á það og máði út mest alla málningu á hluta þess. Kortið er til sýnis hjá Friðriki í því ástandi sem það var þegar því var bjargað frá náttúruöflunum. Kortið er í eigu fjölskyldu Axels og er sýnt í fyrsta skipti í samvinnu við Friðrik og íbúa Breiðdalsvíkur. Friðrik segist hafa séð frétt um kortið og haft samband við fjöl- skyldu Axels og í framhaldinu var sýning á því sett upp á staðnum. Brugghúsið Beljandi Á Breiðdalsvík er rekið hand- verksbrugghúsið og barinn Belj- andi. Fyrirtækið hefur verið starf- andi frá árinu 2017 og býður alla jafna upp á fjórar, fimm tegundir af bjór. Hann er að mestu seldur á staðnum en einnig á nokkrum góðum stöðum á Austfjörðum á sumrin og má líka finna hann í Reykjavík og á Akureyri stöku sinnum. Barinn á Breiðdalsvík er opinn öll kvöld yfir sumartímann en lokað er að mestu yfir veturinn. Rétt hjá er svo Gamla Kaupfjelagið á Breiðdalsvík, þar er kaffihús og verslun og í hillum er að finna gamlar vörur sem voru til sölu í Kaupfjelaginu á upphafsárum þess. Breiðdalssetur er einnig í Gamla Kaupfélaginu en það er elsta húsið í þorpinu, byggt árið 1906. Á Breiðdalsvík búa aðeins um 140 manns en einnig er önnur af- þreying í boði, eins og skemmtileg sundlaug sem er opin alla daga, hægt er að fara í gönguferðir og fleira. Íslandskort dregur að Friðrik hafði mikið fyrir því að fá Íslandskortið en það hafðist og hér stendur hann við það. Barinn var gerður úr efniviði úr nágrenninu og hverfisbjórinn Beljandi í hávegum hafður. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.