Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 32

Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 32
Framundan er stór ferðahelgi þó svo verslunarmannahelgin í ár sé um margt frábrugðin vegna COVID-19. Ætli fólk sér að fara norður í Eyjafjörð þá er Eyja- fjarðarsveit þægilegur kostur, hvort sem það er um verslunar- mannahelgina eða í ágústmánuði. Hlýlegt viðmót sveitunga og fal- legt umhverfi eru sérkenni Eyja- fjarðarsveitar sem er samheldið og gott samfélag við bæjardyr Akureyrar. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 eru fjöldatakmarkanir á tjaldstæði landsins og því er góður kostur að bóka tjaldstæðið fyrirfram. Fjöl- skyldutjaldsvæði Eyjafjarðar- sveitar er staðsett við Hrafnagils- skóla 10 km innan við Akureyri. Þar er mjög gróðursælt og nátt- úrufegurð mikil. Gestir eru lausir við skarkalann en eru samt sem áður mjög nálægt allri þjónustu. Fjölbreyttar gönguleiðir eru í ná- grenninu. Fullkomin hreinlætisað- staða er við tjaldsvæðið og við flokkum sorp í þartilgerðar flokk- unartunnur. Nú er hægt að bóka tjaldstæði í Hrafnagili á slóðinni parka.is/hrafnagil/ Tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar er staðsett norðan sundlaugar og íþróttamiðstöðvar sveitarinnar. Svæðið er veðursælt og tjald- svæðið á flötu þurrlendi og því er mögulegt að opna svæðið snemma á vorin. Á tjaldsvæðinu er lítið uppþvottahús með heitu og köldu vatni en snyrtingar og sturta eru í kjallara Íþróttamiðstöðvarinnar. Góð aðstaða er fyrir húsbíla svo sem raftenglar og skólplosun. Fastur opnunartími er 1. júní til 31. ágúst ár hvert en helgaropnun Þægilegt fjölskyldutjaldstæði við Hrafnagilsskóla bókanlegt á netinu Tjaldað í Eyjafjarðarsveit við bæjardyr Akureyrar KYNNING Í Hrafnagili er fjölskylduvæn sundlaug með varðlaug og stórri rennibraut ásamt leiktækjum. Tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar. Sparkvöllur er á svæðinu. Skemmtilegt leiksvæði er við Hrafnagilsskóla. 32 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.