Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 34

Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 34
Lítill afli á Suðurnesjum í júlí Júlímánuður er að verða á enda kominn og myrkur sækir á með sínu fallega sólarsetri. Mánuður- inn er búinn að vera mjög svo ró- legur. Í Grindavík, sem er einn af stærstu útgerðarstöðum lands- ins, var mjög lítið um að vera því bæði Þorbjörn ehf. og Vísir ehf. voru með alla báta sína í stoppi allan mánuðinn. Er það nokkuð merkilegt því ekki einn einasti stóri línubátur var á veiðum allan júlímánuð og gildir þá engu um það hvort báturinn var gerður út frá Grindavík eða annars staðar á landinu. Það eru reyndar miklar hræringar í útgerðarmálum þessara fyrirtækja í Grindavík og Þorbjörn ehf. hefur t.d. lagt línubátnum Sturlu GK og mun gera út 29 metra togbát í staðinn sem heitir í dag Sturla GK. Það sama er að gerast hjá Vísi ehf. Nánar um það seinna. Landaður afli í höfnum á Suður- nesjum var mjög lítill. Í Grindavík var landað um 1345 tonnum, reyndar er inni í þeirri tölu 734 tonna löndun sem frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK landaði. Ef hann er tekinn í burtu þá standa eftir 611 tonn sem landað var í Grindavík af bátunum. Hæstir þar voru Áskell ÞH með 193 tonn, Vörður ÞH með 183 tonn og Skinney SF sem er á humri með 167 tonn. Enginn neta- eða drag- nótabátur landaði í Grindavík í júlí. Í Keflavík var engum afla landað nema í lokin en þá kom smávegis af makríl til Keflavíkur og þegar þessi pistill er skrifaður þá er búið að landa í Keflavík 2,8 tonnum, svo til allt makríll. Í Sandgerði var landað 500 tonnum og var það allt af bátum. Landanir voru mjög margar eða alls 274 og var Sandgerði með stærstu höfnunum á landinu í júlí miðað við fjölda landana. Þar var nokkuð góð netaveiði og var Langanes GK hæstur með 112 tonn í 21, Maron GK 82 tonn í átján og Sigurfari GK, sem var á dragnót, með 56 tonn í einni löndun. Þeir bátar sem voru á ufsa- veiðum á handfærunum veiddu ansi vel og hæstur þeirra var Ragnar Alfreðs GK með 24 tonn í aðeins fjórum róðrum og mest um átta tonn sem er nú eiginlega full- fermi hjá bátnum. Birta Dís GK var líka á ufsanum og var með ellefu tonn í fjórum róðrum og var ufsi 8,3 tonn af því. Sóley Sigurjóns GK er við rækju- veiðar við Norðurlandið og var með 145 tonn í júlí og af því var rækja 88 tonn. Berglín GK, sem var siglt tómri suður til Njarð- víkur vegna óánægju skipverja eftir að Nesfiskur stóð ekki við gerða samninga um laun um borð, er kominn aftur til veiðar og hefur landað fjórtán tonnum í einni löndun. Pálína Þórunn GK er búin að veiða lítið í júlí. Hefur landað 62 tonnum á Siglufirði en annars lá báturinn á Sauðárkróki í hátt í þrjár vikur. Skipstjórinn á Pálínu Þórunni GK hefur verið nokkuð ánægður með það því að Snorri skipstjóri býr á Sauðárkróki. Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Frítt á söfnin í sumar Það er góð hugmynd að nota tækifærið og skoða söfnin okkar í sumar. Það eru fjölbreyttar og áhugaverðar sýningar í boði sem engin ætti að láta fram hjá þér fara. Það er opið alla daga vikunnar. FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 34 // aFlaFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.