Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Síða 34

Víkurfréttir - 29.07.2020, Síða 34
Lítill afli á Suðurnesjum í júlí Júlímánuður er að verða á enda kominn og myrkur sækir á með sínu fallega sólarsetri. Mánuður- inn er búinn að vera mjög svo ró- legur. Í Grindavík, sem er einn af stærstu útgerðarstöðum lands- ins, var mjög lítið um að vera því bæði Þorbjörn ehf. og Vísir ehf. voru með alla báta sína í stoppi allan mánuðinn. Er það nokkuð merkilegt því ekki einn einasti stóri línubátur var á veiðum allan júlímánuð og gildir þá engu um það hvort báturinn var gerður út frá Grindavík eða annars staðar á landinu. Það eru reyndar miklar hræringar í útgerðarmálum þessara fyrirtækja í Grindavík og Þorbjörn ehf. hefur t.d. lagt línubátnum Sturlu GK og mun gera út 29 metra togbát í staðinn sem heitir í dag Sturla GK. Það sama er að gerast hjá Vísi ehf. Nánar um það seinna. Landaður afli í höfnum á Suður- nesjum var mjög lítill. Í Grindavík var landað um 1345 tonnum, reyndar er inni í þeirri tölu 734 tonna löndun sem frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK landaði. Ef hann er tekinn í burtu þá standa eftir 611 tonn sem landað var í Grindavík af bátunum. Hæstir þar voru Áskell ÞH með 193 tonn, Vörður ÞH með 183 tonn og Skinney SF sem er á humri með 167 tonn. Enginn neta- eða drag- nótabátur landaði í Grindavík í júlí. Í Keflavík var engum afla landað nema í lokin en þá kom smávegis af makríl til Keflavíkur og þegar þessi pistill er skrifaður þá er búið að landa í Keflavík 2,8 tonnum, svo til allt makríll. Í Sandgerði var landað 500 tonnum og var það allt af bátum. Landanir voru mjög margar eða alls 274 og var Sandgerði með stærstu höfnunum á landinu í júlí miðað við fjölda landana. Þar var nokkuð góð netaveiði og var Langanes GK hæstur með 112 tonn í 21, Maron GK 82 tonn í átján og Sigurfari GK, sem var á dragnót, með 56 tonn í einni löndun. Þeir bátar sem voru á ufsa- veiðum á handfærunum veiddu ansi vel og hæstur þeirra var Ragnar Alfreðs GK með 24 tonn í aðeins fjórum róðrum og mest um átta tonn sem er nú eiginlega full- fermi hjá bátnum. Birta Dís GK var líka á ufsanum og var með ellefu tonn í fjórum róðrum og var ufsi 8,3 tonn af því. Sóley Sigurjóns GK er við rækju- veiðar við Norðurlandið og var með 145 tonn í júlí og af því var rækja 88 tonn. Berglín GK, sem var siglt tómri suður til Njarð- víkur vegna óánægju skipverja eftir að Nesfiskur stóð ekki við gerða samninga um laun um borð, er kominn aftur til veiðar og hefur landað fjórtán tonnum í einni löndun. Pálína Þórunn GK er búin að veiða lítið í júlí. Hefur landað 62 tonnum á Siglufirði en annars lá báturinn á Sauðárkróki í hátt í þrjár vikur. Skipstjórinn á Pálínu Þórunni GK hefur verið nokkuð ánægður með það því að Snorri skipstjóri býr á Sauðárkróki. Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Frítt á söfnin í sumar Það er góð hugmynd að nota tækifærið og skoða söfnin okkar í sumar. Það eru fjölbreyttar og áhugaverðar sýningar í boði sem engin ætti að láta fram hjá þér fara. Það er opið alla daga vikunnar. FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 34 // aFlaFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.