Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 36

Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 36
Makríllinn kíkti við í Keflavík Makríllinn mætti í sína fyrstu heimsókn sumarsins til Keflavíkur og fyrstu fiskarnir komu á land þriðjudaginn 21. júlí. Veiðimenn á bryggjunni voru fljótir að taka við sér og fyrsti báturinn sem kom með smá afla að landi var Votabergið úr Keflavík. Votabergið fór í prufutúr seinni partinn þann dag og fékk ágætan slatta af makríl við ströndina í Helguvík. Þegar þetta er skrifað í lok júlí hefur ekkert gerst í mak- rílgöngu. Sjómenn á Votaberginu segja að þetta hafi bara verið smá innlit hjá makrílnum því ekkert hefur veiðst síðan. Makrílveiðar gengu ekki mjög vel síðustu tvö árin en mjög vel árin á undan. Óvissa er með makrílveiðar í sumar. Það myndast oft mikill fjöldi veiðimanna með stangir í Kefla- víkurhöfn og þegar Víkurfréttir litu þar við voru nokkrir með stöngina úti og nokkrir fiskar komu á land. Beitan var misjöfn, allt frá bleikum gúmmíspúnum yfir í eitthvað fiskmeti. Þetta er mjög vinsælt sport hjá mörgum inflytjendum á svæðinu en einnig eru þó heima- menn innan um en þeir eru ekki eins duglegir að borða makrílinn. Þessi ungi peyi náði nokkrum fiskum á land. Páll Ketilsson pket@vf.is Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta 36 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.