Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 57

Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 57
„Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á undanfarna mánuði hefur sumarið leikið mig vel. Ég hef notið þess að sóla mig á pallinum heima, reitt arfa úr tveimur af þremur blómabeðum (bið nágranna minn hér með afsökunar á því að vera ekki búin með allt), lagað til í skápum og notið þess að ferðast innanlands,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, SSS. „Við hjónin fórum m.a. yfir Kjöl í júní í tuttugu stiga hita og upplifðum ansi stóran jarðskjálfta þegar við vorum stödd á Akureyri. Skjálftinn sá var nú samt aðeins minni en þessi sem við fundum fyrir á Reykjanesi nú í júlí. Ég hef líka verið duglegri núna en oft áður að gista á hótelum innanlands, notið frábærrar þjónustu og enn betri matar.“ – Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig? „Ég ætla að reyna að halda mig við stuttu útgáfuna en á Íslandi eru margir staðir sem hafa heillað mig. Fyrst ber að nefna Lamba- fellsgjá, eða Lambafellsklofa, í nágrenni Keilis, svo finnst mér litirnir við Seltún ægifagrir. Mér finnst nágrenni Reykjanesvita mjög heillandi og hef afar gaman að skella mér í göngutúr þar. Ef ég færi mig aðeins út fyrir Reykja- nesskagann þá er Ásbyrgi ævin- týralegur staður og Hallormstaða- skógur er dásemdin ein.“ – Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? „Það fer nú svolítið eftir veðrinu en við ætlum alla vega eina nótt upp í bústað til tengdaforeldra minna.“ – Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin þín? „Ef ég ætti að velja bara eina þá er það sennilega þegar ég kom fyrst í Atlavík sem barn um Versl- unarmannahelgi. Það var mikil upplifun að gista í skógi, mæta á brennu og sulla í Lagarfljótinu.“ – Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um verslunarmanna- helgina? „Mikilvægast að öllu er að hafa góðan félagsskap, þá helst í formi fjölskyldunnar! Til að fullkomna góða verslunarmannahelgi þá skemmir ekki fyrir að hafa sól, of- næmislyf, gott á grillið og bland í poka.“ Berglind Kristinsdóttir hefur heimsótt Ísland, gist á hótelum og notið góðs matar og þjónustu í sumar. Stemmning heima í sumarfíling. Gunnuhver á Reykjanesi. Með Georg bónda sínum í sólgleraugna-selfí. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 57

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.