Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Qupperneq 57

Víkurfréttir - 29.07.2020, Qupperneq 57
„Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á undanfarna mánuði hefur sumarið leikið mig vel. Ég hef notið þess að sóla mig á pallinum heima, reitt arfa úr tveimur af þremur blómabeðum (bið nágranna minn hér með afsökunar á því að vera ekki búin með allt), lagað til í skápum og notið þess að ferðast innanlands,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, SSS. „Við hjónin fórum m.a. yfir Kjöl í júní í tuttugu stiga hita og upplifðum ansi stóran jarðskjálfta þegar við vorum stödd á Akureyri. Skjálftinn sá var nú samt aðeins minni en þessi sem við fundum fyrir á Reykjanesi nú í júlí. Ég hef líka verið duglegri núna en oft áður að gista á hótelum innanlands, notið frábærrar þjónustu og enn betri matar.“ – Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig? „Ég ætla að reyna að halda mig við stuttu útgáfuna en á Íslandi eru margir staðir sem hafa heillað mig. Fyrst ber að nefna Lamba- fellsgjá, eða Lambafellsklofa, í nágrenni Keilis, svo finnst mér litirnir við Seltún ægifagrir. Mér finnst nágrenni Reykjanesvita mjög heillandi og hef afar gaman að skella mér í göngutúr þar. Ef ég færi mig aðeins út fyrir Reykja- nesskagann þá er Ásbyrgi ævin- týralegur staður og Hallormstaða- skógur er dásemdin ein.“ – Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? „Það fer nú svolítið eftir veðrinu en við ætlum alla vega eina nótt upp í bústað til tengdaforeldra minna.“ – Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin þín? „Ef ég ætti að velja bara eina þá er það sennilega þegar ég kom fyrst í Atlavík sem barn um Versl- unarmannahelgi. Það var mikil upplifun að gista í skógi, mæta á brennu og sulla í Lagarfljótinu.“ – Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um verslunarmanna- helgina? „Mikilvægast að öllu er að hafa góðan félagsskap, þá helst í formi fjölskyldunnar! Til að fullkomna góða verslunarmannahelgi þá skemmir ekki fyrir að hafa sól, of- næmislyf, gott á grillið og bland í poka.“ Berglind Kristinsdóttir hefur heimsótt Ísland, gist á hótelum og notið góðs matar og þjónustu í sumar. Stemmning heima í sumarfíling. Gunnuhver á Reykjanesi. Með Georg bónda sínum í sólgleraugna-selfí. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.