Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Side 69

Víkurfréttir - 29.07.2020, Side 69
Sumarið hefur leikið við okkur. Við höfum nýtt hluta þess í framkvæmdir úti við. Það er góð samstaða hér í hverfinu okkar og við nágrannarnir fórum þá íslensku leið á þessum tíma að fara í smíði á skjólvegg. Það reyndist á köflum krefjandi vegna mikillar samkeppni um timbur á Íslandi þessi miss- erin en vegna þessa verkefnis er það ofarlega í huga mér hversu lítið rigndi í júní. Svo höfum við fjölskyldan aðeins ferðast innanlands og þá stundum í tengslum við fótboltaiðkun miðlungsins sem leikur með 3. flokki Njarð- víkur,“ segir Sighvatur Jónsson, fjölmiðlamaður. Hann og fjölskylda hans eru nýir Suðurnesjamenn en þau fluttu fyrir ári síðan frá Vestmannaeyjum og una hag sínum vel í Innri-Njarðvík þar sem þau búa. – Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig? Við skutumst sem dæmi norður til Húsavíkur þegar Njarðvíkur- strákarnir áttu leik við Völsung. Þangað höfðum við ekki komið áður þó svo að við höfum ferðast eitthvað um Norðurland. Það var sérstaklega gaman að koma til Húsavíkur á þeim tíma þegar um- ræðan um Eurovision-mynd Will Farrels og félaga var sem mest. Við fylgdumst til dæmis með smíði Ja ja Ding Dong-barsins við hótelið þar sem við gistum en sá bar var tekinn í notkun stuttu síðar. Á ferðalagi okkar um Norðurland keyrðum við hluta af hinum svo- kallaða Demantshring, við skoð- uðum meðal annars Ásbyrgi, Detti- foss og Dimmuborgir. Ég man eftir því að hafa komið í Ásbyrgi á yngri árum, það vakti athyli mína hversu mikill gróður er þar, minnti mig einna helst á dönsku skógana frá því að við bjuggum þar fyrir um áratug. – Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Við hjónin erum frá Eyjum og höfum fylgst grannt með um- ræðunni um Þjóðhátíð, sem engin verður nú vegna heimsfaraldurs Covid-veirunnar. Persónulega finnst mér þetta mjög sérstakt í ljósi þess að ég og félagi minn, Skapti Örn Ólafsson, framleiddum heimildarmyndina Fólkið í Dalnum sem var frumsýnd fyrir ári. Ég hef verið að vinna í textun myndar- innar á íslensku og ensku síðustu vikur og sé hversu mikilvægt það var að við náðum að skrásetja þessa merkilegu sögu hátíðarinnar í fyrra, vitandi það ekki að engin yrði hátíðin í ár. Myndin var birt á VOD-leigum símafyrirtækjanna fyrr á árinu og má búast við að margir noti tækifærið og horfi á hana nú. Annars verð ég að vinna á Bylgjunni um verslunarmanna- helgina en við fjölskyldan ætlum þó að nota hluta helgarinnar til að gera eitthvað saman – en stillum ferðalögum í hóf. – Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin þín? Þessu er auðsvarað. Þrátt fyrir að hafa myndað Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum í mörg ár og fjallað um hana sem fréttamaður og við gerð heimildarmyndar um hátíðina er árið 1992 mjög eftirminnilegt. Á þeirri þjóðhátíð kynntumst við Dóra Hanna, eiginkona mín, og ég segi stundum í gríni að við séum svo týpískt Eyjafólk að við höfum kynnst á hátíðinni. Reyndin er nú sú að margir Íslendingar hafa þessa sömu sögu að segja. Ef ég þarf að auka við rómantíkina í sögunni þá bæti ég því við að ég hafi beðið Dóru Hönnu undir dynjandi flug- eldasýningu í Herjólfsdal nokkrum árum síðar. Við giftum okkur hins vegar í kirkju – en ekki í Dalnum,“ segir nýi Njarðvíkingurinn Sig- hvatur. Dóra Hanna Sigmarsdóttir, Sighvatur Jónsson, Heiðrún Björk Sigmarsdóttir og Vilberg Eiríksson í Ásbyrgi á köldum sumardegi. Páll Ketilsson pket@vf.is Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 69

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.