Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Qupperneq 72

Víkurfréttir - 29.07.2020, Qupperneq 72
Grace með Jeff Buckley Þetta er ein albesta plata sem út h efur komið. Túlkun og tilfinningar Buckley ná alveg inn í merg og þessi plata vex með hverr i hlustun, verð aldrei leið á henni. Vinur min ni benti mér á hana á sínum tíma og hún ratar reglulega á fóninn rúmum aldarfjórðungi síða r. Hefði getað nefnt hundrað plötur í viðbót, bæði íslenskar og erlendar, gamla klassík og nýtt og spennandi efni, og mér finnst alveg fáránlega erf- itt að gera upp á milli. En þessar perlur standa fyrir sínu og ég læt þær standa fyrst ég mátti ekki velja fleiri! The Joshua Tree með U2Hef elskað U2 og fylgt frá því á barnsaldri og á allar þeirra plötur. Mamma heitin hafði það fyrir reglu að splæsa á mig einni plötu fyrir hverja 10 í einkunn sem ég fékk í skóla og þessa plötu keypti ég einmitt af slíku tilefni. Var reyndar komin í menntaskóla en reglan hjá mömmu gilti enn. Þykir þess vegna mjög vænt um hana og svo var mín upplifun af þessari plötu toppuð á 30 ára afmælistónleikum hennar árið 2017, á heimavelli þeirra félaga í Dublin. Algerlega ógleymanlegt kvöld sem maður mun lifa á lengi enda U2 ein besta tónleikasveit sögunnar og lögin kann ég afturábak og áfram. Destroyer m eð KISS Destroyer e r fyrsta plat an sem ég k eypti með mínum eigi n peningum . Er búin að eiga hana í rúm fjörtíu ár og síðast liðin ár hef é g náð að hitta alla up prunalegu m eðlimi KISS og fengið þá til að árit a plötuna. U mslagið er o rðið nokkuð lúið enda pl atan verið s piluð í áratu gi, ég merkt i mér hana á sínum tíma þannig að m ín barna- skrift er þar na innan um áritanir stj arnanna sjálfra. Mög nuð upplifu n að hitta k appana og stórkostlegt að eiga plöt una áritaða . Hún er á leið í ramm a og upp á v egg. Ten með Pearl JamÉg var við nám í Bandaríkj-unum þegar grunge-rokkið tók yfir heiminn. Rokkhundurinn í mér féll strax fyrir Nirvana, Pearl Jam, Soundgarden og álíka sveitum og þessi plata hitti mig bara strax í hjarta-stað. Eddie Vedder er auðvitað einn albesti rokksöngvari allra tíma og einn af mínum allra mestu uppáhaldsmönnum. Get endalaust hlustað á þessa plötu og hún virkar alltaf ef maður þarf að rífa sig eitthvað í gang. Rokkogról! Fimm uppáhaldsplötur HULDU GEIRS Að biðja manneskju eins og mig um að velja fimm uppá- haldsplötur er meira en að segja það þegar tónlistaráhug- inn er botnlaus og smekkurinn fjölbreyttur. Ég á örugglega um þúsund plötur og hlusta á alls kyns tónlist alla daga – en ég ætla að nefna nokkrar plötur sem hafa verið í sér- stöku uppáhaldi eða haft mikil áhrif. Bring on the Night með Sting Bring on the night er tónleikaplata tek in upp á mörgum tónleikum yfir árs tíma bil eða svo. Þarna er Sting með svo ótrúle ga magnaða hljóðfæraleikara með sér að unun er á að hlýða. Ekki hefðbundin ungling a- plata en hún náði svo sannarlega til m ín og ég man eftir að hafa verið mikið að hjóla sumarið eftir að eignaðist hana og allt af með Walkman-inn með þessari kassettu í. H jólaði í Sandgerði og Garð við undirleik Sting og félaga. Geggjuð plata sem ég mæli með . 72 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.