Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 28

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 28
28 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0 13 ár í Nauthólsvík Hátíðahöldin héldu enda þessari forskrift að mestu næstu ár og áratugi, þótt einhverjar breytingar yrðu á staðsetningu viðburða. Stýrimannaskólinn flutti af Öldugötu í nýjan og glæsilegan Sjómannaskóla sem vígður var 1945, en þar var líka safnast saman meðan húsið var í byggingu. Upp úr 1950 var safnast saman til hópgöngu við Borgartún og þaðan gengið að Dvalarheimili aldraðra sjómanna, en þar lagði Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, hornstein að byggingunni. „Sjó- mannakonur önnuðust veitingar í sölum Dvalarheimilisins og gáfu allan ágóðann til Dvalarheimilisins. Öll hátíðahöldin fóru hið besta fram, enda var veður hið ákjósanlegasta. Um kvöldið var leiksýning í Iðnó og dansleikir í flestum samkomuhúsum bæjarins,“ segir í umfjöllun Sjó- mannadagsblaðsins árið eftir. Árið 1959 var sá háttur hafður á að safnast var saman við Iðnó og farin stutt hópganga undir félagsfánanum, með Lúðrasveit Reykjavíkur í broddi fylkingar, um miðbæinn áður en staðnæmst var á Austurvelli. Þá voru hin venjulegu ræðuhöld af svölum Alþingishússins. Upp úr 1970 voru hátíðahöldin svo flutt yfir í Nauthólsvík og voru þar í 13 ár, þangað til þau voru flutt í Reykja- víkurhöfn árið 1984. Þann flutning kunnu borgarbúar vel að meta og var mannfjöldi slíkur við hátíða- höldin að „allir hafnarbakkar voru nánast troðnir fólki,“ eins og lýst er í Sjómannadagsblaðinu árið eftir. Þetta ár lánaði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hvalbáta fyrirtækisins til skemmtisiglinga með borgarbúa „út á sundin blá“ til tekjuöflunar fyrir sjómannadaginn, kappróður fór fram í Reykjavíkurhöfn og þar fór líka fram „hinn vinsæli koddaslagur“, en hann hefur gengið í endurnýjun lífdaga núna síðustu ár. Fjölskylduskemmtun Frá þessum tíma hefur Sjómanna- dagsráð árlega gengist fyrir fjölskylduhátíð á sjómannadaginn við gömlu höfnina í Reykjavík með ýmsum leikjum og þrautum. Undanfarin sautján ár hefur sá hluti hátíðarhaldanna verið efldur með samstarfi við Faxaflóahafnir og Brim með veglegum tveggja daga hátíðarhöldum undir merki Hátíðar hafsins á gamla hafnarsvæðinu við Grandagarð. Hátíð hafsins er auk dag- skrár Menningarnætur tvímælalaust einn helsti árlegi borgarviðburðurinn. Á hafnarsvæðið leggja allt að 40 þúsund gestir leið sína ár hvert um sjómannadagshelgina til að upplifa skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem hægt er að kynnast ýmsu sem tengist lífríki sjávarins, sjó- mennsku, verðmætasköpun og öðru er við kemur mikilvægi sjávar- og hafnarstarfsemi. Og þótt messufall verði í ár vegna þeirra takmarkana sem nú gilda af heilbrigðisástæðum um návígi fólks eru aðstandendur hátíðarinnar staðráðnir í að taka upp þráðinn á ný að ári með veglegri dagskrá á hafnarsvæðinu. Sjómannadagsráð var stofnað 25. nóvember 1937, en þá komu saman fulltrúar tíu sjómannafélaga og samþykktu að stofna með sér samtök um sjómannadag. Í dag sinnir Sjómannadagsráð velferðarmálum sjómanna og er jafnframt leiðandi í öldrunarþjónustu á landinu. Ásamt og með dótturfélögum sínum; Hrafnistu, Naustavör, Happdrætti DAS og Laugarásbíói, veitir Sjómannadagsráð á annað þúsund manns í fimm sveitar- félögum daglega öldrunarþjónustu. Frá stofnun Sjómannadagsráðs og til dagsins í dag hafa 1.328 sjómenn farist við störf sín og er sjómannadagurinn meðal annars tileinkaður minningu þeirra. Miklar framfarir hafa orðið á öryggi sjómanna við dagleg störf sín, með þeim árangri að frá árinu 2017 hefur enginn látist á sjó. Frekari upplýsingar um starfsemi ráðsins má finna á slóðinni: www.sjomannadags- rad.is. - óká Fyrstu hátíðahöldum sjómannadagsins 1938 voru gerð góð skil í umfjöllun, en hér má sjá forsíðu Fálkans og umfjöllun morgunblaðsins um viðburðinn. Koddaslagurinn var lengi vinsæll á sjómannadaginn, en hér má sjá frá hátíða- höldunum í nauthólsvík á áttunda áratug síðustu aldar. Mynd/úr safni sjóMannadagsrÁðs reiptog sjómanna var vinsæll viðburður, en hann fer hér fram í malargryfjunni undir Sjómannaskólanum sem er í byggingu. Hornsteinn var lagður að byggingunni 1944. Mynd/úr safni sjóMannadagsrÁðs Frá hátíðardagskrá á austurvelli, mögulega árið 1959. Mynd/úr safni sjóMannadagsrÁðs Hátíð hafsins frestað þar til á næsta ári n Skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn á höfuðborgarsvæðinu var aflýst í ár vegna faraldurs Covid-19. Er þetta í fyrsta sinn í sögu hátíðarhalda sjómannadagsins sem þau falla niður. Sömuleiðis fellur niður dagskrá hafnardagsins, en saman hefur þeim verið fagnað síðustu ár undir merkjum Hátíðar hafsins, og til stóð að hún færi fram núna um helgina, 6. og 7. júní. „Þetta eru klárlega vonbrigði og eigum við eftir að sakna þess í ár að sjá höfnina lifna við og fyllast af fólki, tónlist og sjómönnum,“ segir Dagmar Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Concept Events, sem haldið hefur utan um hátíðarhöldin síðustu ár. Hún segir hátíðina í stöðugri þróun og að margvísleg nýbreytni hafi verið fyrirhuguð í ár. „Hátíð hafsins samanstendur af hafnardeginum og sjómannadeginum, sem er lögbundinn frídagur. Þetta er eini dagur ársins þar sem flest skip eru í landi og sjómenn eiga frí,“ segir hún og bætir um leið við að dagurinn snerti vel flesta, enda meirihluti Íslendingar afkomendur sjómanna eða tengdir sjósókn á einhvern hátt. „Þetta er sannar- lega helgin fyrir þjóðina til að fagna og gleðjast, eins og markmið hátíðarinnar er. Þannig að það er mjög dapurlegt að við getum ekki haldið upp á daginn með hefðbundnum hætti í ár, en auðvitað mikilvægt líka að við tökum höndum saman um að gæta okkar og ráða niðurlögum þessarar veiru.“ Hátíðin hefur síðustu ár farið fram á Grandanum í Reykjavík og á gamla hafnarsvæðinu. „Það er leitt að geta ekki haft þetta heimboð í ár og eins er missir af þessum fallegu hefðbundnu viðburðum þar sem sjómenn eru heiðraðir og gengin skrúð- ganga, sem alltaf hefur verið mjög hátíðleg.“ Umhverfið á oddinn Dagmar segir að í staðinn sé nú stefnt að því að koma til baka stærri og sterkari á næsta ári. „Ég held að fólk skilji líka hvað þessi hátíð er orðin okkur mikilvæg, en hún er nú ein af stærri hátíðum Reykjavíkurborgar.“ Hátíðin eins og hún hefur þró- ast segir Dagmar að sé nú blanda af hefðbundinni dagskrá og svo nýbreytni. „Gott dæmi um það er að ef Grandagarðurinn er genginn byrjar maður á að fara framhjá Sjóminjasafninu og nokkrum metrum lengra kemur maður svo að Sjávarklasanum þar sem nýsköpunin er. Þetta er það sem hátíðahöldin standa fyrir, menninguna og söguna til dagsins í dag þar sem er framtíðin og nýsköpunin,“ segir hún. Í ár segir Dagmar aðstandendur hátíðarhald- anna hafa stefnt að því að taka enn stærri skref í umhverfismálum. „Við viljum gera hátíðina umhverfisvæna og vorum að leggja drög að því að auka þær áherslur enn frekar. Eins og við öll vitum er mengun hafs og umhverfis af völdum plasts alvarlegt vandamál sem varðar okkur öll. Til dæmis notum við eingöngu umhverfisvæn ílát fyrir þær veitingar sem eru í boði hátíðarinnar, engar blöðrur, og bjóðum upp á flokkunarílát fyrir allt rusl, auk þess sem við höfum verið að vinna enn frekar að fræðslu í samvinnu við Umhverfisstofnun.“ Dagmar bendir jafnframt á að sjávartívolíið vinsæla hafi alltaf verið hannað úr endurvinnanlegum efnum. „Svo langaði okkur líka að leita meira út til fólks eftir skemmtilegum hugmyndum eða atriðum sem tengdust hafinu á einhvern hátt. Við eigum svo margt skapandi fólk sem kannski vantar vettvang til að koma hugmyndum á framfæri. Gott dæmi um slíkt samstarf er koddaslagurinn, sem hefur slegið í gegn og er unninn í samstarfi við Bið að heilsa niðrí Slipp. Og svo bætist alltaf í hóp fyrirtækjanna á svæðinu, sem gerir hátíðina enn fjölbreyttari. Svo vorum við líka farin að undirbúa enn frekara samstarf við Sjávarklasann vegna nýsköpunar tengdrar hafinu sem og fræðslu og fleiru. Þessi vinna er hins vegar ekki til einskis heldur bíður bara betri tíma.“ Margir leggjast á árar Dagmar og samstarfsfólk hennar hefur haldið utan um hátíðarhöldin allt frá árinu 2013 og segir hún ótrúlega gaman og mikla upplifun að taka þátt í og fylgjast með þróun hátíðarinnar og breytingum svæðisins. „Það er gaman að sjá hafnarsvæðið vaxa og dafna, nýja íbúa koma inn og endurlífga húsnæði sem ekki var í notkun.“ Í fyrstu var enginn skortur á húsnæði og notaði Dagmar til dæmis gömlu verbúðirnar sem vettvang fyrir eitt og annað, en þær hafa nú fyllst af margvíslegri verslun og þjónustu. „Þar vorum við til dæmis með listasmiðj- ur fyrir börnin, fræddum þau um sjómannahnúta og netagerð og margvíslegt annað. En í dag er fólk frekar á biðlista eftir að fá húsnæði, þannig að við höldum okkur við tjöldin.“ Á síðasta ári gerðist það líka að hátíðarhöld sem Brim hafði verið með fyrir starfsfólk og aðstand- endur sameinuðust Hátíð hafsins og segir Dagmar það hafa heppnast vel og fyrirhugað sé að hafa það fyrirkomulag áfram. „Að Hátíð hafsins standa Faxaflóahafnir, Sjómannadagsráð og Brim en svo hefur hátíðin líka notið góðs af frábæru samstarfi við minni bakhjarla. Bæði Eimskip og Samskip hafa stutt hátíðina og svo höfum við unnið með Slysavarnadeildinni í Reykjavík, Björgunarsveitinni Ársæli, Landhelgisgæslunni, Hafrannsóknastofn- un, Umhverfisstofnun og Sjóminjasafninu svo einhverjir séu nefndir. Það eru svo ótrúlega margir sem koma að þessari hátíð.“ Dagmar hvetur alla borgarbúa til að heimsækja Grandagarðinn og gömlu höfnina í sumar og sjá allt það ótrúlega framboð af afþreyingu og flottum veitingastöðum og fyrirtækjum sem þar er að finna. „Þannig má búa sér til sinn eigin hafnar- og sjómannadag. Þá er líka fínt að fara inn á www. hatidhafsins.is en þar er að finna í dagskránni frá því í fyrra upplýsingar um fjölda fyrirtækja á svæðinu og hvað þau hafa að bjóða upp á.“ - óká dagmar Haraldsdóttir er framkvæmdastjóri Concept Events, sem frá árinu 2013 hefur haldið utan um dag- skrá tengda Hátíð hafsins í reykjavík, á hafnardeginum og á sjálfan sjómannadaginn. Mynd/Hreinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.