Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 42

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 42
42 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0 þótt hann hafi látið af þeim störfum þegar hann fór að vinna erlendis. „En ég hafði gaman af því stússi og vann í því öllu saman með góðum mönnum.“ Og þessara samskipta segist hann sakna svolítið eftir að hann fór að vera svona mikið í burtu í stað þess að vera á skipum hér heima. „Tengslin rofna dálítið við fólk sem maður hafði kynnst og verið í góðum samskiptum við, svo sem alls konar þjónustuaðila hér heima. Eins hafa rofnað tengsl við kunningja og aðra sem maður átti í meiri samskiptum við áður.“ Fríin segist Þorbergur því nota núna í auknum mæli til að reyna að endurvekja og efla tengslin við fólk. Miklar fjarvistir valda því að menn verða síður virkir í að hitta til dæmis gömul skólasystkini og hending er ef hægt er að mæta á viðburði sem boðað er til á slíkum vettvangi, eða á viðburði í stórfjölskyldunni þar sem fólk kemur saman af margvíslegu tilefni. „Og þess saknar maður náttúrlega, en ég lít samt ekki á mig sem neitt fórnarlamb í því. Þetta er hlutskipti sem maður velur sér sjálfur. Ég hafði val um ýmislegt annað, en kaus þetta líf.“ Vill taka til hendinni heima við Þorbergur og Sigurborg eiga saman þrjú börn sem nú eru uppkomin. „Hún hefur gengið í gegnum þetta með mér, staðið mér við hlið og verið mér stoð og stytta. Ég gat treyst henni fyrir því að annast allt utanumhald um heimilisreksturinn og börnin. Núna er maður bara að reyna að vera til staðar sem afi,“ segir hann. Þegar viðtalið var skrifað voru barnabörnin fjögur og fjölgun í vændum. „Já, og það hefur lukkast vel til með þetta fólk, þrátt fyrir, eða kannski vegna þess hve ég hef lítið komið nálægt uppeldinu. Ég get glaðst yfir því hvað þetta er gott fólk sem út úr þessu hefur komið.“ Þorbergur segist þannig gerður að hann vilji helst alltaf vera að og því hafi það verið þannig þegar hann kom í land að hann fékk sam- viskubit væri hann ekki byrjaður í einhverju stússi í viðhaldi á húsi eða öðru strax eftir að heim var komið. „Og ég reyndi auðvitað að taka þátt í heimilishaldinu þegar ég var heima,“ bætir hann við. Sjómannskonur hafa stundum sagt frá því á öðrum vettvangi að ekki sé alltaf einfalt að fá bónda sinn heim í dugnaðarkasti þar sem þær réðu annars ríkjum og Þorbergur viðurkennir að það hafi líka átt við á stundum hjá þeim hjónum. „Já, já, það hefur sjálfsagt komið fyrir að maður stuðaði hana óviljandi með því að grípa í tiltekt og hún þá skilið það svo að maður væri að sýna vandlætingu á heimilishaldinu hjá henni, sem auðvitað var fjarri lagi að ástæða væri til, ætlunin var bara að sýna smá lit og reyna að létta undir, þetta olli auðvitað ekki neinum djúpstæð- um ágreiningi.“ Og þótt Þorbergur viti upp á sig að kunna að vera jafnvel helst til stjórnsamur hafi hann reynt að fara vel með það. „En auðvitað er maður ekki alveg dómbær á það sjálfur.“ Er hlédrægur í eðli sínu Í eðli sínu kveðst Þorbergur líklega vera hlédrægur og það kunni að hafa átt sinn þátt í vali hans á starfsvettvangi. „Um borð í skipi hefur maður sín verkefni og veit að allt þarf að ganga og þykist vita hvað þarf til.“ Hann segir að sér myndi til dæmis síður henta að vera á skrifstofu í opnu vinnurými. „Það hefur gengið vel sem ég hef komið nálægt og ég hef aldrei séð eftir neinu í þeim efnum. Stundum hef ég þó orðað og kannski afsakað við börnin hvað maður var lítið til staðar, en þau segjast ekki hafa upplifað það þannig og það er afskaplega hlýtt og gott samband á milli okkar.“ Þá sé lán fjölskyldunnar að bæði hann og Sigurborg komi úr stórum fjölskyldum. „Ég er úr níu systkina hópi og hún úr hópi átta systkina. Svo erum við með þeim yngri, hún er yngst af sínum systkinum og ég næstyngstur. Það hefur haft mikið að segja fyrir okkur og ég alltaf upplifað það sem ákveðna lífsham- ingju að eiga stóra fjölskyldu og gott fólk að.“ Þegar spurt er út í breytingar á þessum árum sem liðin eru nefnir Þorbergur bæði gamla samstarfs- menn og breytingarnar sem orðið hafa með bættum fjarskiptum og nýrri tækni. Um leið bætir hann við að fábreytni í afþreyingu um borð í skipum fyrr á árum, þegar ekki var einu sinni til staðar sjónvarp, hafi líka haft sína kosti. „Dægrastyttingin sem menn höfðu var að grípa í spil eða tala saman og segja sögur. Maður kynntist fjöld- anum öllum af kynlegum kvistum, gömlum sjóurum sem þekktu tímana tvenna. Í dag sé ég svolítið eftir því að hafa ekki notað tækifærið til að taka upp á segulband samtölin við þessa menn marga. Sumir töluðu alveg sérstakt mál, þóttu kannski ólánsmenn ef þeir stoppuðu of lengi við í landi, en voru úrvalsstarfsmenn og virkilega ánægjulegt að kynnast þeim.“ Bætt fjarskipti eru framför Á þessum tíma var líka minna samband heim í úthaldinu. „Það var annaðhvort stuttbylgjan eða langbylgjan á radíóinu og allir gátu hlustað. Og oft voru þetta langar úti- vistir. Ég var lengi á togara þar sem við sigldum mikið með afla erlendis og þá kom kannski fyrir að farnir voru „tveir túrar í beit“ eins og það var kallað, en þá var ekki komið við heima að loknum fyrri veiði- og siglingatúrnum. Þannig að úthaldið tók þá hátt á annan mánuð. Þá talaði maður bara við konuna að hámarki einu sinni í viku á stutt- eða langbylgju í gegnum strandstöð og þótti það eiginlega bara lúxus að geta haft þannig samband. En eðlilega setti þetta því skorður hvað hægt var að tala um því maður vissi að margir gátu hlustað.“ Þetta segir hann samt að hafi ekki verið neinn þröskuldur. „Manni fannst þetta bara eðlilegt og gott.“ Síðan hafi komið til sögunnar gervihnattasímar, dálítið frumstæðir og dýrt að tala í þá. „En núna í seinni tíð, og það eru ekkert mjög mörg ár síðan, höfum við gervihnattasíma sem að öllu jöfnu virka eins og verið sé að tala á milli húsa.“ Um leið hafa aukist möguleikar á að vera í betra sambandi við konuna og sína nánustu. „Ég segi ekki að maður sé í sambandi á hverjum degi, en miklu oftar en áður og getur þá talað um öll sín hjartans mál. Það eru náttúrlega mikil viðbrigði og framför. Eftir að þessi bætta fjarskiptatækni kom til hafa öll samskipti gjörbreyst til batnaðar, hvort sem það er með síma eða tölvupósti. Og þótt manni hafi ekki þótt þetta tiltökumál í gamla daga væri trúlega erfiðara að ætla að taka skrefið til baka núna.“ – óká Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn Það hefur haft mikið að segja fyrir okkur og ég alltaf upplifað það sem ákveðna lífshamingju að eiga stóra fjölskyldu og gott fólk að. Þorbergur segir mikil viðbrigði og framför fólgna í breyttri og bættri fjarskiptatækni sem geri sjómönnum kleift að vera í mun nánara og betra sambandi við ástvini í landi. Mynd/Hreinn Magnússon 10 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 7 þróun segir Gunnar að hafi verið viðvarandi síðustu 10 til 15 ár. Breytingar á vinnuaðstæðum sjómanna síðustu ár segir Gunnar hins vegar mismunandi eftir skip- um. Á vinnsluskipum hafi dregið mjög úr því að menn séu að burð- ast með pönnur og kassa því nú séu færibönd, stigabönd og annað sem færi fiskinn upp í hendurn- ar á mönnum. „Menn þurfa því lítið að vera að teygja sig og færa sig eftir fiski.“ Þá séu komin betri kerfi varðandi hífingar. „Áður voru menn bara með bómuna, en núna eru betri græjur við að hífa og slaka. Og svo eru náttúrulega komnar vélar eins og til dæm- is beitningavélar sem vinna um leið og línan er lögð. Þannig að það er alls konar ný tækni komin í vinnuna um borð sem líka hef- ur dregið úr slysahættu. Það eru margir hlutir, smáir og stórir sem gert hafa hlutina betri.“ Það sem helst teljist til nýbreytni núna segir Gunnar að útgerðarfyr- irtækin hafi verið að ráða til sín ör- yggisstjóra. „Þeir eru með fókusinn á öryggismál dags daglega og að hjálpa sjómönnum að halda vöku sinni þegar kemur að þessum mál- um, að daglegu eftirliti sé sinnt og að menn haldi öryggisreglur sem þeir hafa sett sér. Og þetta er partur af öryggisstjórnunarkerfi um borð í hverju skipi. Oft er sagt að skip- stjórinn sé sá sem beri ábyrgðina, en öryggisstjórnunarkerfi hjálpar til við að dreifa ábyrgðinni á alla um borð. Enginn er undanskilinn og enginn getur vísað á annan þegar kemur að öryggismálum.“ Engu að síður eru áhöld um hvernig til hefur tekist við að fækka slysum að mati Gunnars. „Þarna tekst á betri skráning og svo hins vegar að menn sýna meiri árvekni og skrá kannski atvik sem ekki voru skráð áður. Það er ekki víst að það hafi alltaf farið á skýr- slu þótt einhver hafi klemmt sig eða skorið á fingri, en ég held að í dag fari það á skýrslu. Svo hefur þetta náttúrlega líka með samn- ingamál sjómanna að gera, en þeir hafa mjög ríkan bótarétt og þar af leiðandi er mjög mikilvægt að allir sinni skráningu mjög vel.“ Gunnar segir klárt mál að núna séu sjómenn sinnugri þegar kemur að öryggismálum og passi betur hver upp á annan en raunin kunni að hafa verið áður. „Ef einhver ætlar sér að ganga of langt þá er einhver annar sem stoppar hann. Menn taka þannig ábyrgð hver á öðrum. Og mér finnst fræðslan og skólastarfið svolítið hafa opnað augu manna fyrir þessu. Hérna áður fyrr var það þannig að menn voru ekkert mikið að skipta sér hver af öðrum. En menn eru mikið opnari með þetta í dag.“ Þessir hlutir gangi líka svolítið í bylgjum því þegar mikill uppgang- ur var í fiskveiðum og sjósókn þá hafi líka verið mikil endurnýjun og oft mikið af nýliðum um borð. „Með kvótakerfinu og fækkun skipa þá minnkar þessi endurnýjun og meira um að vanir sjómenn séu um borð. En sá tími er að einhverju leyti liðinn, en í staðinn erum við með miklu betra fræðslukerfi fyrir nýliða og öll skip með kerfi um hvernig taka skuli á móti nýliðum.“ Þá sé heldur ekki litið svo á að þeir séu einir nýliðar sem séu að fara í fyrsta skipti á sjó, heldur sé litið svo á að maður sé nýliði ef hann er nýr um borð í viðkomandi skipi. Dæmi um áhrif nýliðunar á slys segir Gunnar hægt að lesa úr tilkynningum um slys á upp- gangstímanum rétt fyrir hrun, en þá hafi gengið erfiðlega að manna skip. Þannig megi sjá slysatíðni taka stökk árið 2007. „En eftir 2008 eru bara orðnir vanir menn á sjó. Svo er annað í þessu að smábáta- útgerð jókst eftir að kvótakerfið var sett á.“ Þegar horft er á tölurnar núna allra síðustu ár og um leið með í huga að slysaskráning sé betri þá segist Gunnar fullyrða að hlutirnir færist til betri vegar. „En betur má ef duga skal og það hlýtur að vera markmið okkar að fækka þessu verulega. Við sjáum hver árangur- inn varð við að fækka banaslysum og alvarlegum slysum og þá á al- veg að vera hægt að fækka hinum slysunum verulega. Þar þarf bara að koma að þessari nýju hugsun að allt skipti máli, smátt og stórt. Undanfarin ár hefur líka verið vakning í því að skrá það sem kall- að hefur verið „næstum því slys“, því þar sem verður næstum því slys getur orðið alvöru slys síðar. Menn eru að reyna að fyrirbyggja slysin. Og þegar fleiri fyrirtæki eru búin að ráða sér öryggisstjóra þá held ég að öryggismenningin færist á nýtt og betra stig.“ -óká Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Sjómannadaginn PORT OF HAFNARFJORDUR SMÍÐAVERK ehf. Íslensk smíðaverks snilli Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík Sími 568 0100 | stolpigamar.is GÁMALEIGA GÁMASALA KÓPAVOGSHAFNIR FROSTI ehf 44 H r a f n i s t u b r é f Eggjabúið Hvammi Gólf oG veGGlist ReyKjAvíK Slys tilkynnt hjá almannatryggingum Ár Slys alls Slys á sjómönnum Hlutfall 1985 1.795 459 25,6% 1986 1.904 503 26,4% 1987 2.177 592 27,2% 1988 2.366 619 26,2% 1989 2.670 631 23,6% 1990 2.874 614 21,4% 1991 3.194 522 16,3% 1992 3.074 511 16,6% 1993 3.303 523 15,8% 1994 2.893 486 16,8% 1995 2.749 459 16,7% 1996 3.010 434 14,4% 1997 3.044 460 15,1% 1998 3.031 378 12,5% 1999 2.991 381 12,7% 2000 3.005 361 12,0% 2001 3.108 344 11,1% 2002 2.401 413 17,2% 2003 2.037 382 18,8% 2004 1.799 309 17,2% 2005 1.782 366 20,5% 2006 1.583 268 16,9% 2007 1.772 425 24,0% 2008 2.160 291 13,5% 2009 1.980 239 12,1% 2010 1.842 279 15,1% 2011 1.934 252 13,0% 2012 2.004 249 12,4% 2013 2.015 230 11,4% 2014 2.157 210 9,7% 2015 2.128 220 10,3% Heimild: Hagstofa Íslands „Áður voru menn bara með bómuna, en núna eru betri græjur við að hífa og slaka.“ VAGNHÖFÐA 12, REYKJAVÍK | S. 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | mdvelar.is 58 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 7 Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Sjómannadaginn Eggjabúið og kjúklingabúið Hvammur ehf. að sjómönnum sé gert erfitt að skrá slys. Jónas Þór segir að finna megi dæmi um ofangreint. „Skipstjórn- armenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Þess eru því miður dæmi að menn hafi fengið neitun þegar þeir ætluðu að láta skrá atvik. Gjarnan með þeim rökum að það sé ekki hægt að standa í því að skrá öll tilvik, stór sem smá, sem eiga sér stað um borð. Þetta er þó sem betur fer undantekning og ég held að menn séu alltaf betur að átta sig á því hversu mikilvægt þetta er, líka skipstjórnarmenn. Skrán- ingarnar eru til fyrirmyndar hjá mörgum útgerðum en því miður eru til útgerðir þar sem þessi mál eru ekki í eins góðu lagi.“ Þá minnir Jónas Þór á að skylt sé samkvæmt reglum að skrá öll atvik í skipsdagbók, eigi síðar en í lok vaktar. Þá er einnig skylt sam- kvæmt lögum að tilkynna öll slys til Rannsóknarnefndar sjóslysa og til Sjúkratrygginga Íslands. „Ég hef bent á það áður að það eru kannski um fimm prósent slysa tilkynnt til rannsóknarnefndar- innar. Það er mjög sorgleg staða,“ segir Jónas Þór. „Tilgangur rann- sóknarnefndarinnar er ekki síst sá að safna gögnum og byggja þannig upp mikilvægan grunn sem kann að gera mögulegt að fyr- irbyggja slys síðar meir.“ Jónas Þór minnir á að það séu tryggingarfélögin sem séu bóta- skyld en ekki útgerðinar. Það ætti því ekki að vera feimnismál fyrir sjómenn að tilkynna útgerðinni um slys og óhöpp sem verða um borð. „Þetta er trygging sem bæði sjómenn og útgerð greiða fyrir, útgerðin þó meira.“ Um leið hafi þó heyrst af ástæðum fyrir því að einstaka útgerðir kunni að pirrast yfir svona hlutum. „Ef það verða mörg slys þá hækkar iðgjaldið og einhverjar útgerðir eru með eigináhættu og sjálfsábyrgð. En þetta eru ekki það miklar fjárhæð- ir að þær valdi því að útgerðirnar berjist gegn því að menn nái sínu fram, sem þó kemur fyrir. Um leið og það er búið að skrá slys í skipsdagbók ber útgerðin ábyrgð á því að tilkynna það til rann- sóknarnefndarinnar og til Sjúkra- trygginga Íslands. Þar er víða pottur brotinn því miður. Það þarf að skerpa á þessum atriðum – bæði gagnvart sjómönnum og útgerðum. Ef þetta er í lagi þá er búið að komast fyrir helsta vand- ann.“ -gfv „Þess vegna er mjög mikilvægt að fyrstu skrefin eftir óhapp séu rétt færð til bókar.“ Framtak-Blossi er orðinn umboðsaðili fyrir Volvo penta rafstöðvar og skrúfuvélar á Íslandi Dvergshöfða 27 - 110 Reykjavík www.blossi.is - blossi@blossi.is Sala á Volvo Penta varahlutum og viðgerðarþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.