Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 46

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 46
46 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0 góð stjórnun, markviss ákvarðana- taka og gott samstarf við Hrafnistu og THG arkitekta, sem sáu um hönnunarvinnuna,“ segir Sigurður. Ljóst er að heildarkostnaður við bygginguna verður undir 2,8 milljörðum króna, en það er talsvert lægra en í sambærilegum fram- kvæmdaverkefnum hjúkrunarheim- ila hér á landi. „Skipulag og framkvæmd verkefn- isins gekk afar vel frá upphafi. Til dæmis var höfuðáhersla lögð á mikla samnýtingu í öllu húsnæði Sléttunn- ar til að geta komið fyrir meiri og betri aðstöðu fyrir þjónustu á sama stað án þess að byggingarmagn yrði óviðráðanlegt í fjárfestingu. Húsin samnýta t.d. aðalanddyri, upplýsingatorg og móttöku, verslun, veitingasal, fjölnotasal, virkni- þjálfun og heilsueflingu, dagdvöl og fjölmargt fleira. Síðan er það öll þjónustan við notendur, svo sem sjúkraþjálfun, matarþjónusta, kaffi- hús, fótsnyrting og annað, sem fram fer í húsnæði þjónustumiðstöðvar- innar,“ segir Sigurður. Hann segir alveg ljóst að ef þessir þrír aðilar hefðu byggt húsin hver í sínu lagi og án samvinnu mætti gera ráð fyrir að fermetrar húsakostsins í heild hefði orðið rúmlega eitt þúsund fleiri en raunin er. Ýmsar nýjungar í hönnun og rekstri Sem dæmi um nýjungar sem einkenna hjúkrunarheimilið má BIOTECH pappírinn frá Papernet er frábær nýjung sem kemur í veg fyrir ólykt á salernum, Vistvænar rekstrarvörur - fyrir þig og umhverfið Engin ólykt Engar stíflur í klósetti Engar stíflur í frárennslislögnum WHY CHOOSE? 1 2 3 4 5 ELIMINATES UNPLEASANT ODOURS Rooms don't smell. No mess. Higher quality service. AVOIDS BLOCKAGES No mechanical operation. Makes routine cleaning easier. Toilets are more hygienic. ELIMINATES PURGING OPERATIONS Keeps pipes and septic tanks clean. Savings on maintenance costs. SAFEGUARDS THE ENVIRONMENT Cleaner waste water. Completely biodegradable. DERMATOLOGICALLY TESTED Does not irritate the skin. Safe to use on intimate and mucous parts of the body. Absolutely safe. D E R M A T E S T • D E R M A T E ST D E R M A TEST • DERMA T ES T DERMA TEST Papernet uses BATP technology, ABSOLUTELY EXCLUSIVE IN EUROPE Án þess að nota BIOTECH Eftir 10 daga með BIOTECH Eftir 30 daga með BIOTECH Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað 24/7 RV.IS Langþráð nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg n Mikil tímamót urðu í sögu Sjómannadagsráðs 28. febrúar þegar nýtt hjúkrunarheimili Hrafn- istu fyrir 99 íbúa við Sléttuveg í Fossvogsdal var vígt formlega að viðstöddum fjölda gesta. Þeirra á meðal voru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, sem fluttu ávörp ásamt Hálfdani Henrýssyni, formanni Sjómannadagsráðs, og fleirum sem komið hafa að uppbyggingunni. Eitt hundrað stöðugildi Óhætt er að segja að lengi hafi verið beðið eftir að nýtt hjúkr- unarheimili Hrafnistu við Sléttuveg tæki til starfa, enda áratugir síðan byggt var nýtt heimili sem falið hefur í sér jafn mikla raunfjölgun hjúkrunarrýma á landinu og raunin varð við Sléttuveg. Á Hrafnistu- heimilinu eru um eitt hundrað stöðugildi og íbúar í hverju rými. Fyrst til að flytja inn á Hrafnistu við Sléttuveg var Þorbjörg Erna Óskarsdóttir, 86 ára, fædd 1934 í Vestmannaeyjum, og fékk hún góðar móttökur starfsfólks þegar hún kom ásamt fjölskyldu sinni í lok febrúar. Heimilið sannaði gildi sitt strax í upphafi Valgerður K. Guðbjörnsdóttir, forstöðumaður heimilisins, segir að lengi hafi legið fyrir að þörf væri á fleiri hjúkrunarrýmum á landinu og þau 99 rými sem tekin hafi verið í notkun hafi án nokkurs vafa létt mjög álagi á Landspítalanum. „Heimilið sannaði raunar gildi sitt á fyrstu dögum starfseminnar vegna góðrar samvinnu heilbrigð- isyfirvalda og Hrafnistu þegar útskrifaðir einstaklingar, sem gátu af heilsufarsástæðum annaðhvort ekki búið heima eða voru fastir á Landspítala vegna skorts á hjúkrunarrýmum, fluttust yfir á nýja hjúkrunarheimilið. Við það losnaði um mörg mikilvæg rými á spítalanum, sem var á þessum tíma að búa sig undir að taka á móti veikum einstaklingum af völdum kórónuveirunnar,“ segir Valgerður. Stærsti þjónustuaðili við aldraða Hrafnista við Sléttuveg er áttunda hjúkrunarheimilið sem Hrafnista starfrækir á suðvesturhorni landsins. Alls eru hjúkrunarrýmin um átta hundruð, eða um fjórð- ungur heildarfjöldans á landinu. Að auki veita Hrafnistuheimilin um tvö hundruð einstaklingum dagdvalarþjónustu, en það eru þeir sem búa enn sjálfstæðri búsetu en sækja reglulega ýmsa þjónustu til Hrafnistu nokkra daga í viku. Þessum stóra hópi veitir vel á annað þúsund starfsmanna Hrafnistu þjónustu alla daga ársins, þar á meðal starfsfólk Hrafnistu við Sléttuveg. Sjómannadagsráð umsjónaraðili framkvæmda Kostnaður við byggingu hjúkr- unarheimilisins var fjármagnaður af ríkissjóði (85%) og Reykjavíkur- borg (15%), sem jafnframt eru eigendur þess, en fyrir tilstuðlan borgarinnar var samið við Sjómannadagsráð og Hrafnistu um rekstur þess. Fulltrúar Sjómannadagsráðs og Hrafnistu höfðu jafnframt umsjón með öllum verkþáttum framkvæmda, svo sem undirbúningi, skipulagsmálum, útboði og samningum við hönnuði, verktaka og þá fjölmörgu birgja sem komu að verkefninu. Valgerður K. guðbjörnsdóttir, forstöðumaður nýs Hrafnistuheimilis við Sléttuveg, segir hjúkrunarrýmin sem bæst hafi við með opnun heimilis- ins hafa létt álagi á Landspítalann. Mynd/Hreinn Magnússon Pétur magnússon, forstjóri Hrafnistu, Brynhildur Barðadóttir, deildarstjóri þjónustumiðstöðvar Sléttunnar, Valgerður K. guð- björnsdóttir, forstöðumaður Hrafnistuheimilisins við Sléttuveg og Sigurður garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs, í borðsal Sléttunnar. Mynd/Hreinn Magnússon nefna að það var það fyrsta sem byggt var miðað við 65 fermetra á hvern einstakling í stað 75 sem áður voru viðmið í reglugerð. Hjúkrunarheimilið er því 6.435 fm2 og samanstendur af níu 11 manna deildum og eru átta deildanna jafn- framt samliggjandi til að auðvelda samstarf og samnýtingu starfsfólks milli deilda. Í hverju herbergi er sér baðherbergi og pláss fyrir sófa og sjónvarp. Þá eru öll herbergi búin loftlyftubúnaði svo unnt sé að flytja rúmliggjandi einstaklinga til innan herbergisins, svo sem til og frá baðherbergi íbúðarinnar. Þá var ekki lagt fyrir sérstökum síma- eða sjónvarpslögnum heldur fara öll samskipti um internet, sem aðgengilegt er þráðlaust í öllum herbergjum. Öryggiskerfi í byggingunum eru einnig tengd þráðlausu neti auk þess sem boðið er upp á sérstakan gestaaðgang. Margar þessara nýjunga og fleiri ónefndar voru þróaðar í samráði við Hrafnistu og tóku mið af áratugalangri reynslu við að veita heimilisfólki og öðrum þjónustu- þegum góða umönnun. - bv húsin samnýta t.d. aðalanddyri, upplýsingatorg og móttöku, verslun, veitingasal, fjölnotasal, virkniþjálfun og heilsueflingu, dagdvöl og fjölmargt fleira. Kjarnastarfsemi Sléttunnar n Hjúkrunarheimili Hrafnistu á Sléttunni er í eigu ríkisins og Reykjavíkur- borgar, en fyrir tilstuðlan borgarinnar var samið við Sjómannadagsráð um rekstur þess undir merki Hrafnistu, dótturfélags Sjómannadagsráðs. Naustavör, leiguíbúðafélag Sjómannadagsráðs, hefur byggt sextíu leiguíbúðir fyrir sextíu ára og eldri á Sléttunni. Alls verða leiguíbúðirnar 140 þegar byggingaframkvæmdum lýkur árið 2022. Þjónustumiðstöðin gegnir miðlægu hlutverki gagnvart hjúkrunarheimilinu og leiguíbúðum Naustavarar sem endurspeglast m.a. í því að inngangurinn er sameiginlegur með öllum rekstrareiningunum. Þjónustumiðstöðin var byggð af Sjómannadagsráði, sem jafnframt á hana og rekur, m.a. með samningum við Reykjavíkurborg og fjölbreyttan hóp þjónustuveitenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.