Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 22

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 22
22 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0 líklega einn elsti gufuknúni hvalveiðibátur heims - Vonir bundnar við að Hvalur 6 og 7 verði hluti hvalveiðisafns hvalveiðiskipin fjögur í eigu hvals hf. eru svo sannarlega engir unglingar lengur. tvö skip- anna, hin norsksmíðuðu hvalur 8 og hvalur 9, eru þó í fullkomnu lagi og tilbúin til veiða með þeim undirbúningi sem ævinlega þarf að klára áður en nýtt úthald hefst. hin skipin tvö, hvalur 6 og hvalur 7, bresk að uppruna, hafa ekki verið gerð út frá því nokkrum árum áður en útsendarar sea shepherd sökktu þeim við bryggju árið 1986. Þau munu aldrei fara á sjó framar þótt fullyrt sé að í sjálfu sér sé því ekkert til fyrirstöðu enda voru gufukatlarnir, mikilvægustu hlutir skipanna, í lagi og gufuvélarnar gangsettar á ný eftir að þau voru hífð af hafsbotni. Þ að þykir þó ekki svara kostnaði að gera þau haffær því markaðsaðstæður eru ekki fyrir hendi auk þess sem Hvalur 8 og 9 nægja vel til að sækja úthlutaðan kvóta. Meira er horft til þess að skipin verði hluti hvalveiðisafns sem hugur margra stendur til að verði að veruleika. Engin stórhveli voru veidd hér við land í fyrra og svo verður heldur ekki í sumar, eins og fram kom í Morgun- blaðinu í apríl í viðtali við Kristján Loftsson, forstjóra félagsins. Sagði hann mikinn opinberan stuðning við greinina í Japan og flóknar innflutn- ingsreglur þar koma í veg fyrir að veitt yrði í ár. Að sögn Kristjáns koma gildandi nálægðartakmarkanir vegna COVID-19 auk þess í veg fyrir að hægt verði að stunda afurðavinnslu í sumar. Langskemmtilegasti vinnustaðurinn Halldór Randver Lárusson, grafískur hönnuður hjá Íslandshótelum, starfaði á tuttugu vertíðum hjá Hval hf. í verksmiðjunni í Hvalfirði. Hann mætti fyrst síðsumars 1979 og segir engan vinnustað á ferlinum hafa komist með hælana þar sem Hvalur hefur tærnar hvað skemmtilegheitin varði. „Hvalaverkun er mikil erfiðisvinna og þau eru nokkur verkin sem þú vildir næstum deyja til að komast hjá, en samt er allt andrúmsloftið, stemningin í látunum, vinskapurinn og fjörið það sem stendur upp úr í kringum þetta allt. Ég hefði ekki verið í hvalstöðinni í tuttugu sumur og haust ef mér hefði leiðst þessi vinna, það get ég sko alveg sagt þér,“ segir Halldór. Á þessum árum þegar vertíðirnar gengu sinn vanagang var fremur langt upp í Hvalfjörð, enda vegurinn þangað bæði mjór og ómalbikaður. Starfsfólk bjó því á staðnum í bröggunum sem herinn skildi eftir eða öðrum húsakosti sem fyrirtækið reisti. Bátsverjar voru guðir sem ekki mátti horfa á „Þegar maður kom upp í Hvalfjörð til að vinna hafði maður ekkert til Reykjavíkur að gera fyrr en að vertíð og frágangi loknum. Maður fór miklu frekar til Akraness ef maður ætlaði að skemmta sér aðeins áður en næsta vakt hæfist,“ segir Halldór, sem getur þess að rúmlega eitt hundrað manns hafi starfað í hvalstöðinni við verkun, viðhald, viðgerðir, matseld og fleira auk áhafna hvalveiðibátanna, þar sem eru tólf á bát. „Þeir á bátunum voru guðir sem maður mátti helst ekki horfa á. Þeir yrtu ekki á okkur landkrabbana þegar við komum með víra, skutla eða annað um borð. Maður gekk bara niðurlútur, starði á dekkið svo maður ræki ekki í þá augun. Síðan var svo svakalega mikil samkeppni milli skipstjóranna sem eru jafnframt skyttur bátanna. Það skýtur enginn hval nema skipstjórinn. Það myndi ekki breytast þótt hann hitti ekki neitt,“ segir Halldór og hlær. Fyrsta íslenska atvinnufyrirtækið í sinni grein Hvalveiðar og nýting hvala hefur fylgt mannskepnunni um aldir og einnig Langreyður skorin í Hvalfirði 17. júlí 1986. Það ár bannaði alþjóðahvalveiðiráðið allar hvalveiðar í at- vinnuskyni og hafa deilur staðið um bannið frá þeim tíma. íslendingar gengu úr ráðinu um tíma og svo í það aftur 2002 með fyrirvara umum bannið. Hér hófust vísindaveiðar á ný árið 2006. Mynd/jean bazard (WikiMedia CoMMons) Hvalur 8 gerður klár til veiða vorið 2009. Mynd/bV hvalaverkun er mikil erfiðisvinna og þau eru nokkur verkin sem þú vildir næstum deyja til að komast hjá, en samt er allt andrúmsloftið, stemningin í látunum, vinskapurinn og fjörið það sem stendur upp úr í kringum þetta allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.