Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 36

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 36
36 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0 hugtakið sjálfkeyrandi bílar er ekki nýtt af nálinni og ljóst er að horft er á þá tækni sem framtíðartækni í vegsamgöngum áður en langt um líður. eins er horft til tækninnar með siglingar í huga. R agnheiður H. Magnúsdóttir vélaverkfræðingur, sem fylgst hefur nokkuð með þróun tækni og kosta sjálfsiglandi skipa, segir flutningafyrirtæki heims hafa skoðað sjálfkeyrandi bíla í þaula enda líti þau til sjálfvirkni sem hagkvæms kostar fyrir sig í framtíðinni. „Á sama tíma gera þessi fyrirtæki sér einnig grein fyrir því að enn sem komið er er afar erfitt að nýta tæknina á áreiðanlegan og öruggan hátt. Vegir breytast stöðugt, umferð manna og bíla getur verið svo ófyrirsjáanleg og netlæg landakort eru ekki uppfærð nægilega eins og sakir standa. Þróun sjálfsiglandi skipa virðist þó ekki vera eins krefjandi viðfangsefni,“ segir Ragnheiður. Að senda sjálfsiglandi skip yfir hafið virðist vissulega metnaðar- fullt, en það er að öllum líkindum miklu auðveldara en landbundnir kostir. „Umferð sjávar veitir miklu meira svigrúm en þéttbyggðar borgir. Skip þurfa ekki að fylgja fjölbreyttum vegamerkingum eða forðast ófyrirsjáanlegar manneskjur og ólíkt öðrum farartækjum og vegfarendum þurfa skip sjaldan að breyta stefnu sinni. Skip verða samt ekki áhafnalaus strax. Sjálfsiglandi skip munu að öllum líkindum þurfa á mannlegri aðstoð og leiðbeiningum að halda, að minnsta kosti til að byrja með, en líklegt er að þegar fram líða stundir muni gervigreindin leiða til fullkomlega sjálfsiglandi skipa.“ Yara International hyggst ríða á vaðið Ragnheiður segir að fyrirtæki í sjóflutningum hafi flest áhuga á að færa sig eins fljótt og auðið er yfir í sjálfsiglandi skip. Þau muni þó ekki taka það skref á kostnað slysa og bilana og því sé enn talsvert í land áður en kostirnir verði að veruleika þótt mikil vinna eigi sér stað um þessar mundir við þróun tækninnar. verða norðmenn fyrstir til að senda sjálfsiglandi skip yfir hafið? Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn Þróun sjálfsiglandi skipa er verkefni sem ekki virðist jafnkrefjandi og sjálf- keyrandi bílar, að mati ragnheiðar H. magnúsdóttur vélaverkfræðings, sem fylgst hefur nokkuð með þróun og val- kostum tengdum sjálfsiglandi skipum. Mynd/Hreinn Magnússon Yara Birkeland, eitt skipa norsku fyrirtækisins Yara international, sem stefnir á að senda fyrsta raforkudrifna og sjálfsiglandi skip heims yfir hafið á þessu ári. Mynd/yara international asa við erum þegar orðin vön tilhugsuninni um sjálfkeyrandi bíla í stórborgum. sjálfsiglandi skip ættu því ekki að vera svo framandi hugsun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.