Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 48

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 48
48 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0 snæbjörn guðmundsson er einn þeirra sjómanna sem verið hafa plagaðir af sjóveiki. hann lét það þó ekki aftra sér og hefur verið á sjó síðustu tvo áratugi. hann telur að forvitni- legt verði að sjá hvað kemur út úr nýjum rannsóknum á hreyfiveiki. Í febrúar síðastliðnum var formlega tekinn í notkun í Háskólanum í Reykjavík nýr og fullkominn hátæknibúnaður til rannsókna á sjóveiki og annarri hreyfiveiki. Rannsóknirnar eru unnar í samstarfi Heilbrigðis- tækniseturs Háskólans í Reykjavík, Lífvísindaseturs Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Umræddur búnaður var í umfjöllun nefndur sjóveikihermir og samanstendur af sýndar- veruleikabúnaði sem tengdur er við hreyfanlegt undirlag. Þannig er hægt að líkja eftir aðstæðum á sjó, við akstur, flug og fleira. Við sama tækifæri var hleypt af stokkunum fyrstu rannsókninni sem nýtir búnaðinn. Fram kom í tilkynningu Háskólans í Reykjavík (HR) að þátttakendur væru 40 heilbrigðir einstaklingar og að könnuð yrðu áhrif mismunandi hreyfingar og hvaða hreyfigerð og styrkur framkallaði kröftugustu einkenni krankleikans. Snæbjörn Guðmundsson vélstjóri, sem þekkir sjóveikina af eigin raun, segir nýja tækni og rannsókn sem þessa vissulega gefa þeim von um lausn sem átt hafi við hreyfiveiki að stríða. Um leið bætir hann við að væntanlega sé viðfangsefnið snúið, því birtingarmynd veikinnar sé oft ólík á milli einstaklinga. Hann finni til dæmis aldrei fyrir bílveiki. Þá hafi sjóveikin ekki heldur komið fram strax, heldur læðst aftan að honum eftir að hann var byrjaður á sjó. En þrátt fyrir sjóveiki hefur hann verið lengi á sjó, viðloðandi sjómennsku allt frá 1979 þegar hann var 16 ára fram undir hálfþrítugt. „Og svo núna samfleytt frá 2000 og til dagsins í dag,“ segir Snæbjörn, sem nú starfar nú sem háseti á Víkingi AK. Plagar ekki eins í seinni tíð Þrátt fyrir sjóveikina gafst Snæbjörn aldrei upp á sjónum. Hann fór í Vélskólann og svo hjálpaði til að hann gat um tíma sótt sjó á móti búrekstri þegar hann starfaði sem bóndi upp úr aldamótum. „Þá skiptum við með okkur einu plássi ég og félagi minn, þar sem ég reri í hálfan mánuð og var mánuð í fríi, en hann var í mánuð á sjó og hálfan mánuð í fríi. Það passaði vel með bændastörfunum.“ Í seinni tíð segir Snæbjörn sjóveikina ekki plaga hann eins og áður, enda kominn á stærri skip, þó að hann finni enn svolítið fyrir henni ef langt líður á milli túra. „Ég gubba ekki og svoleiðis lengur, en manni líður ekki vel.“ Áður var þetta hins vegar erfiðara. „Ég var á báti sem hét Þorsteinn Gíslason í Grindavík þarna um tvítugt og var þá svo hrikalega sjóveikur að ég var eiginlega farinn að kvíða fyrir því að fara á sjó ef það spáði brælu. Ég var farinn að bryðja lyf sem var að fá við þessu og vanlíðan sem fylgdi þessu. En ég lét mig hafa það.“ Svo hjálpaði báturinn eða aðstaðan um borð kannski ekki heldur. „Þetta var eikarbátur og það sváfu allir frammi í lúkar og þar var líka eldað. Svo náttúrlega þegar dallurinn var í landi í brælum, kannski í tvo-þrjá daga, þá úldnaði kjölvatnið og þetta varð alveg hreint viðbjóðslegt,“ segir hann af innlifun af minningunni. Taflið snerist eftir góða byrjun Þá segir Snæbjörn svolítið merkilegt að fyrsta mánuðinn sem hann var á sjó hafi hann ekki fundið fyrir sjóveiki. „Svo var gert hrygningarstopp og farið í páskafrí en eftir það farið út í alveg haugabrælu og þá varð ég sjóveikur og losnaði eiginlega ekki við hana eftir það. Þetta var mjög skrýtið. Við byrj- uðum einmitt nokkrir óvanir saman þennan vetur og það urðu allir sjóveikir nema ég.“ Hann var þá í fyrsta túrnum í því að hjúkra og aðstoða félagana. „En það snerist svo við eftir mánuð. Þá voru þeir orðnir sjóaðir og ég sjóveikur.“ Í tilkynningu Háskólans í Reykjavík um búnaðinn og nýja rannsókn í febrúar var jafnframt haft eftir Paolo Gargiulo, dósent við verkfræðideild og forstöðumanni Taugalífeðlisfræðistofnunar HR, að þetta væri í fyrsta sinn sem slíkur tæknibúnaður væri tekinn í notkun í rannsóknum og tengdur við mælingar með þráðlausum heilarita, vöðvarita og hjartsláttarnema. Markmiðið væri að byggja upp einstakan gagnabanka þar sem mælingar á lífeðlisfræðilegum þáttum hjá einstaklingum væru tengd- ar við einkenni hreyfiveiki. „Þessi aðstaða hér er einstök á heimsvísu og veitir Íslendingum tækifæri til að verða leiðandi í rannsóknum á hreyfiveiki,” sagði Paolo. Botnlanganum kennt um Í viðtali við fréttir Sjónvarps á RÚV sagði jafnframt Hannes Petersen, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður líffærafræði við Læknadeild HÍ, sem um árabil hefur stundað rannsóknir á sjóveiki, að mögulega gæti fólk sem yrði gjarnan sjóveikt farið í herminn og þannig undirbúið sig fyrir væntanlega sjóferð. Hann áréttaði þó að markmiðið væri að rannsaka og læra að þekkja fyrirbærið hreyfiveiki. „Og þá sérstaklega sjóveiki, sem skiptir okkur Íslendinga miklu máli, með það markmið að leysa vanda þeirra sem starfa úti á sjó eða starfa í hreyfiríku umhverfi.“ Snæbjörn hjó eftir fréttunum um hreyfiveikirannsóknirnar í febrúar og segir að gaman væri að fá að prófa búnaðinn, svona til að ganga úr skugga um hvort veikin sé enn svona rík í honum. „En það var reyndar gamall sjóhundur sem sagði við mig að þeir sem búið væri að rífa botnlangann úr yrðu ekki sjóveikir,“ bætir hann við. „Ég veit svo sem ekki hvað hann hafði fyrir sér í því. Ég er enn með botnlangann og bind því vonir við rannsóknirnar. Nema að maður láti prófa að fjarlægja botnlangann.“ - óká Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn sjóveikin dúkkaði upp eftir mánuð Snæbjörn guðmundsson, háseti á Víkingi aK, hefur ekki látið þráláta sjóveiki koma í veg fyrir sjómennsku sína. Hann byrjaði ungur á sjó og hefur nú stundað sjóinn samfleytt í 20 ár. Mynd/ókÁ gunnar Karlsson, meistaranemi í heil- brigðisverkfræði við Hr, prófar búnað- inn sem notaður er til að greina og vekja hjá fólki hreyfiveiki þegar hann var kynntur í Háskólanum í reykjavík í febr- úar á þessu ári. Mynd/Hr Frá kynningu Háskólans í reykjavík í febrúar. Frá vinstri: Hannes Petersen, prófess- or við Hí, Jón atli Benediktsson, rektor Hí, ari Kristinn Jónsson, rektor Hr, og Paolo gargiulo, dósent við Hr. Mynd/Hr ÍSLANDS SJ Ó MA NNAFÉLAG 10 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 7 þróun segir Gunnar að hafi verið viðvarandi síðustu 10 til 15 ár. Breytingar á vinnuaðstæðum sjómanna síðustu ár segir Gunnar hins vegar mismunandi eftir skip- um. Á vinnsluskipum hafi dregið mjög úr því að menn séu að burð- ast með pönnur og kassa því nú séu færibönd, stigabönd og annað sem færi fiskinn upp í hendurn- ar á mönnum. „Menn þurfa því lítið að vera að teygja sig og færa sig eftir fiski.“ Þá séu komin betri kerfi varðandi hífingar. „Áður voru menn bara með bómuna, en núna eru betri græjur við að hífa og slaka. Og svo eru náttúrulega komnar vélar eins og til dæm- is beitningavélar sem vinna um leið og línan er lögð. Þannig að það er alls konar ný tækni komin í vinnuna um borð sem líka hef- ur dregið úr slysahættu. Það eru margir hlutir, smáir og stórir sem gert hafa hlutina betri.“ Það sem helst teljist til nýbreytni núna segir Gunnar að útgerðarfyr- irtækin hafi verið að ráða til sín ör- yggisstjóra. „Þeir eru með fókusinn á öryggismál dags daglega og að hjálpa sjómönnum að halda vöku sinni þegar kemur að þessum mál- um, að daglegu eftirliti sé sinnt og að menn haldi öryggisreglur sem þeir hafa sett sér. Og þetta er partur af öryggisstjórnunarkerfi um borð í hverju skipi. Oft er sagt að skip- stjórinn sé sá sem beri ábyrgðina, en öryggisstjórnunarkerfi hjálpar til við að dreifa ábyrgðinni á alla um borð. Enginn er undanskilinn og enginn getur vísað á annan þegar kemur að öryggismálum.“ Engu að síður eru áhöld um hvernig til hefur tekist við að fækka slysum að mati Gunnars. „Þarna tekst á betri skráning og svo hins vegar að menn sýna meiri árvekni og skrá kannski atvik sem ekki voru skráð áður. Það er ekki víst að það hafi alltaf farið á skýr- slu þótt einhver hafi klemmt sig eða skorið á fingri, en ég held að í dag fari það á skýrslu. Svo hefur þetta náttúrlega líka með samn- ingamál sjómanna að gera, en þeir hafa mjög ríkan bótarétt og þar af leiðandi er mjög mikilvægt að allir sinni skráningu mjög vel.“ Gunnar segir klárt mál að núna séu sjómenn sinnugri þegar kemur að öryggismálum og passi betur hver upp á annan en raunin kunni að hafa verið áður. „Ef einhver ætlar sér að ganga of langt þá er einhver annar sem stoppar hann. Menn taka þannig ábyrgð hver á öðrum. Og mér finnst fræðslan og skólastarfið svolítið hafa opnað augu manna f rir þessu. Hérna ður fyrr var það þannig að menn voru ekkert mikið að skipta sér hver af öðrum. En menn eru mikið opnari með þetta í dag.“ Þessir hlutir gangi líka svolítið í bylgjum því þegar mikill uppgang- ur var í fiskveiðum og sjósókn þá hafi líka verið mikil endurnýjun og oft mikið af nýliðum um borð. „Með kvótakerfinu og fækkun skipa þá minnkar þessi endurnýjun og meira um að vanir sjómenn séu um borð. En sá tími er að einhverju leyti liðinn, en í staðinn erum við með miklu betra fræðslukerfi fyrir nýliða og öll skip með kerfi um hvernig taka skuli á móti nýliðum.“ Þá sé heldur ekki litið svo á að þeir séu einir nýliðar sem séu að fara í fyrsta skipti á sjó, heldur sé litið svo á að maður sé nýliði ef hann er nýr um borð í viðkomandi skipi. Dæmi um áhrif nýliðunar á slys segir Gunnar hægt að lesa úr tilkynningum um slys á upp- gangstímanum rétt fyrir hrun, en þá hafi gengið erfiðlega að manna skip. Þannig megi sjá slysatíðni taka stökk árið 2007. „En eftir 2008 eru bara orðnir vanir menn á sjó. Svo er annað í þessu að smábáta- útgerð jókst eftir að kvótakerfið var sett á.“ Þegar horft er á tölurnar núna allra síðustu ár og um leið með í huga að slysaskráning sé betri þá segist Gunnar fullyrða að hlutirnir færist til betri vegar. „En betur má ef duga skal og það hlýtur að vera markmið okkar að fækka þessu verulega. Við sjáum hver árangur- inn varð við að fækka banaslysum og alvarlegum slysum og þá á al- veg að vera hægt að fækka hinum slysunum verulega. Þar þarf bara að koma að þessari nýju hugsun að allt skipti máli, smátt og stórt. Undanfarin ár hefur líka verið vakning í því að skrá það sem kall- að hefur verið „næstum því slys“, því þar sem verður næstum því slys getur orðið alvöru slys síðar. Menn eru að reyna að fyrirbyggja slysin. Og þegar fleiri fyrirtæki eru búin að ráða sér öryggisstjóra þá held ég að öryggismenningin færist á nýtt og betra stig.“ -óká Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Sjómannadaginn PORT OF HAFNARFJORDUR SMÍÐAVERK ehf. Íslensk smíðaverks snilli Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík Sími 568 0100 | stolpigamar.is GÁMALEIGA GÁMASALA KÓPAVOGSHAFNIR FROSTI ehf 44 H r a f n i s t u b r é f Eggjabúið Hvammi Gólf oG veGGlist ReyKjAvíK S ys tilkynnt hjá almannatryggingum Ár Slys alls Slys á sjómönnum Hlutfall 1985 1.795 459 25,6% 1986 1.904 503 26,4% 1987 2.177 592 27,2% 1988 2.366 619 26,2% 1989 2.670 631 23,6% 1990 2.874 614 21,4% 1991 3.194 522 16,3% 1992 3.074 511 16,6% 1993 3.303 523 15,8% 1994 2.893 486 16,8% 1995 2.749 459 16,7% 1996 3.010 434 14,4% 1997 3.044 460 15,1% 1998 3.031 378 12,5% 1999 2.991 381 12,7% 2000 3.005 361 12,0% 2001 3.108 344 11,1% 2002 2.401 413 17,2% 2003 2.037 382 18,8% 2004 1.799 309 17,2% 2005 1.782 366 20,5% 2006 1.583 268 16,9% 2007 1.772 425 24,0% 2008 2.160 291 13,5% 2009 1.980 239 12,1% 2010 1.842 279 15,1% 2011 1.934 252 13,0% 2012 2.004 249 12,4% 2013 2.015 230 11,4% 2014 2.157 210 9,7% 2015 2.128 220 10,3% Heimild: Hagstofa Íslands „Áður voru menn bara með bómuna, en núna eru betri græjur við að hífa og slaka.“ VAGNHÖFÐA 12, REYKJAVÍK | S. 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | mdvelar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.