Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 18

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 18
18 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0 árið 1799 gekk hér yfir mesta fárviðri með þrumum og eldingum á suðvesturhorni landsins sem sögur fara af með tilliti til af- leiðinga þess á menn, skepnur, jarðir og húsakost. afleiðinganna gætti allt frá Þjórsá og vestur til Breiðafjarðar og raunar víðar. H ér erum við að tala um Básendaflóðið svokallaða sem varð 8. og 9. janúar þegar sjór tók að ganga á land og er veðrið kennt við hinn gamalgróna verslunar- og útróðrarstað Básenda á Miðnesi á Suðurnesjum. Staðurinn eyddist gersamlega í veðrinu og var aldrei endurreistur eftir það. Íbúum staðar- ins, um tuttugu manns, tókst að koma sér í burtu áður en sjórinn tók allan húsakost en ein kona fórst. Lægðin er talin sú mesta sem heimildir eru um að komið hafi upp að suðvestur- landinu samfara stórstreymi. Fordæmalaust tjón í veðrinu Aðeins flóðalægðin 9. janúar 1990 þykir líkjast Básendaflóðinu frá 1799, en þá mældist kennialda á Garð- skagadufli rúmir sextán metrar og vildi til happs að lægðin kom að landi á fjöru þegar ekki var stórstreymt, að því er segir í áfangaskýrslu Gísla Viggóssonar, Jónasar Elíassonar og Sigurðar Sigurðarsonar frá 2016 sem ber heitið Ákvörðun á flóðhæð í Básendaflóði. Í henni kemur m.a. fram hversu margir tugir skipa og báta brotnuðu eða skemmdust, vel yfir tvö hundruð talsins, auk þess fjölda bæjar- og verslunarhúsa og bújarða sem skemmdust eða eyddust. Hestar og kindur fórust í tugatali, þar á meðal yfir eitt hundrað fjár í Grinda- vík auk fjölda hrossa á Eyrarbakka og Stokkseyri þegar sjórinn braut varnargarða og flæddi um plássin og nálægar bújarðir. Á Stokkseyri brotn- uðu t.d. nálega þrjátíu bátar. Bara á Suðurlandi er talið að yfir fimmtíu bæir hafi skemmst, eins og Árni Árnason sagnfræðingur getur um í samantekt sinni um Básendaflóðið. Í höfuðstaðnum, Reykjavík, varð Seltjarnarnes að einangraðri eyju og var haft eftir Geir Vídalín biskupi að flóðið hefði verið þremur metrum hærra en á venjulegu stórstraumsflóði enda eyddi það mörgum jörðum og bátum á svæðinu. Á Akranesi bjarg- aðist fólk naumlega af Breiðinni og í Staðarsveit varð gríðarlegt tjón enda gekk sjórinn þar rúma tvo kílómetra á land. Hús brotnuðu einnig í Ólafsvík auk báta á Skógarströnd, en heimildir eru einnig um tjón í Dölum, innar í Hvammsfirði. Slæm sjávarflóð oft komið að suðvesturlandinu Sjómannadagsblaðinu lék nokkur forvitni á að vita hvort það gæti gerst að „Básendaveður“ riði yfir aftur á sama svæði og hvort tjónið af völdum þess yrði í líkingu við það sem varð 1799. Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur rannsakað þróun veðurfars hér við land í áratugi. Hann segir að þrátt fyrir að mannvirki hafi verið reist til varnar flóðum á undanförnum áratugum, veðurspár nákvæmari og hús, skip og bátar séu sterkbyggðari og öruggari sé þess engu að síður að vænta að verulegt tjón verði á suðvesturhorninu ef annað sjávarflóð á borð við Básendaflóðið riði yfir aftur samfara stórstreymi. „Það hafa út af fyrir sig oft komið slæm sjávarflóð upp að suðurströndinni. Því má ekki gleyma að tjón er háð tveimur meginþáttum – annars vegar því sem við köllum tjónmætti, en hins vegar því sem kallað er tjónnæmi eða húfi. Tvö veður sem eru svipuð að ætt og afli (tjónmætti þeirra er svipað) geta valdið mjög mismunandi tjóni vegna þess að tjónnæmið er mismunandi,“ segir Trausti, sem bendir jafnframt á að kaupstaðurinn á Básendum hafi eiginlega beðið eftir því að lenda í sjávarflóði og trúlega hafi ámóta flóð komið þar síðan. „Það var bara ekkert eftir til að eyðileggja. Það varð líka mikið tjón á Akranesi; þar hefur síðan orðið verulegt tjón í sjávargangi hvað eftir annað og er ekki svo langt síðan síðast.“ Trausti segir sjávarflóð viðvarandi vandamál víða á landinu. „Þar sem þau eru algengust er ekkert að eyðileggja og því fáir sem frétta af. En þar sem nægilega langur tími líður á milli flóða til að hægt sé að byggja hús (en ætti ekki að gera það) verður tjón mikið – og stöku sinnum mjög mikið.“ Sjávarflóð eru viðvarandi vandamál víða á landinu Eins og Trausti bendir á hafa oft komið slæm sjávarflóð upp að suðurströndinni. Sjómannadags- blaðið leit því í skýrslu frá 2017 um sjávarflóð á Íslandi sem Guðrún Elín Jóhannsdóttir tók saman fyrir Veðurstofuna, en hún inniheldur lista yfir vel á þriðja hundrað sjávarflóð sem heimildir eru um, allt frá árinu 1191 til 2015. Greinilegt er af upptalningunni að mjög oft hafa orðið veruleg tjón í áranna rás þar sem jarðir hafa eyðilagst og búfénaður farist. Ekki virðast þó viðlíka afleiðingar hafa orðið og raunin var í veðrinu 1799 og ekkert manntjón utan þess sem varð að Básendum. Nær ekkert tjón varð t.d. í Reykjavík, enda ölduhæð þar að minnsta kosti einum metra lægri en að Básendum samkvæmt því er fram kemur í áfangaskýrslu Gísla, Jónasar og Sigurðar sem að ofan var getið. Hins vegar er eins og flestir vita vel þekkt í borginni að flæði reglulega í kjallara húsa þegar niðurföll hafa ekki undan í stórrigningum, ekki síst þegar stórstreymt er á sama tíma. Ekki er þá um eiginleg flóðaveður að ræða, sem bæjarbúar hafa þó orðið fyrir, t.d. í desember 1832 þegar Austurvöllur varð eins og stöðuvatn yfir að líta. Trausti segir að áður fyrr hafi einnig hent að Austurvöllur flæddi vegna leysinga þegar lækurinn stíflaðist af ís. Það átti sér t.d. stað í febrúar 1881 án þess að um sjávarflóð væri að ræða. má eiga von á öðru Básendaflóði? Trausti Jónsson veður- fræðingur hefur rann- sakað þróun veðurfars hér við land í áratugi. Hann segir óhætt að gera ráð fyrir áfram- haldandi tjóni af völd- um sjávarflóða hér við land. Þar spili inn í bæði hækkandi sjávarborð vegna hnattrænnar hlýnunar og landsig um landið suðvestanvert. Mynd/Hreinn Magnússon Svona var umhorfs á Siglufirði í sjávarflóði sem þar varð árið 1934. Mynd/síldarMinjasafn íslands við höfum notið fremur góðra sumra og mildra vetra. Það hafa ekki verið nema kannski tveir til þrír vetur á þessari öld sem tölfræðin skilgreinir sem kalda. kannski var ófærðin síðasta vetur nýlunda fyrir einhverja, því við erum orðin svo góðu vön og munum ekki vel það sem liðið er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.