Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 12

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 12
12 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0 við höfum til yfirráða nú, TF-SIF, á enn góð 10-15 ár eftir. Það má gera ráð fyrir töluverðri tækniþróun á þeim tíma, þannig að mögulega er TF-SIF síðasta eftirlitsvélin sem við notum.“ Þurftum tvö nútímaleg varðskip Til viðbótar við þann búnað sem nýttur er til eftirlits verður alltaf þörf fyrir skip og þyrlur. Eins og staðan er í dag má segja að Íslendingar hafi aðeins yfir að ráða einu nútímalegu varðskipi, Þór, sem kom til landsins árið 2011. Eldri varðskipin, Týr og Ægir, eru komin til ára sinna enda bæði um 50 ára gömul. Í langtímaáætlunum Landhelgis- gæslunnar er gert ráð fyrir tveimur fullbúnum skipum á sjó, skipum sem eru með um 100 tonna toggetu, vel búin til björgunar- og slökkvistarfa, geta brugðist við mengunarslysum og síðast en ekki síst athafnað sig í öllum veðrum. Dómsmálaráðuneytið hefur fengið verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæk- ið Navis til að gera þarfagreiningu á varðskipaflota Landhelgisgæslunnar. Það má því segja að fyrstu skrefin í endurnýjun varðskipaflotans hafi verið stigin. „Þór uppfyllir allar kröfur okkar og væntingar um gott varðskip, en hann er bara einn. Til lengri tíma er ljóst að við þurfum annað sambærilegt skip,“ segir Georg spurður um þetta. Varðandi það hvort hægt væri að nota minni skip segir Georg að um það hafi verið rætt og þá gjarnan horft til reynslu Norðmanna í því samhengi. „Það er ekki að öllu samanburðar- hæft, því Norðmenn eru með minni skip sem geta athafnað sig í þeirra fjölmörgu fjörðum og skerjagörðum, þar sem veður er alla jafna stillt. Þeir eru síðan með stærri skip sem sigla á úthafi. Hér á landi má segja að varðskipin okkar séu nær alltaf á úthafi og við þurfum skip í samræmi við það, skip sem geta staðið af sér og athafnað sig í öllum veðrum.“ Annar þáttur, sem minna er ræddur, er að sem stendur hefur Landhelgis- gæslan ekki neina hafnaraðstöðu til umráða. Skip Gæslunnar liggja gjarnan við Faxagarð í Reykjavík en það stæði er ekki varanlegt og yfir sumartímann komast skipin stundum ekki að vegna fjölda skemmtiferða- skipa. Spurður um þetta segir Georg að vissulega sé það markmiðið að hafa skipin sem mest á sjó, en þegar þau séu í landi þurfi þau góða aðstöðu. Hagræði í einni þyrlutegund Óhætt er að segja að þyrlur Land- helgisgæslunnar séu mest áberandi í starfsemi hennar. Til viðbótar við eftirlits- og björgunarstörf á hafi úti sinna þyrlurnar sjúkraflugi á landi. Rekstur á þyrlum er kostnaðarsamur en með aðeins þrjár þyrlur í flotanum má segja að hann sé umsvifalítill þegar horft er til reksturs loftfara. Það er því nokkuð flókið samspil að þurfa þyrlur sem hvort í senn eiga að viðhalda viðbragðs- og björgunar- getu á því mikla hafsvæði sem er í kringum landið en vera um leið í stakk búnar til að sinna eftirlits- og sjúkraflugi á landi. Þá eru aðstæður á landi ólíkar eftir árstíma og eftir landsvæðum. „Það felst mikið hagræði í því að vera með eina tegund af þyrlu í notkun, en svo má alltaf ræða um það hvaða tegund hentar okkur best,“ segir Georg þegar hann er spurður um framtíð þyrluflotans. Hann bætir við að miðað sé við að hafa þrjár þyrlur í rekstri til að viðhalda þeirri viðbragðsgetu sem ætlast er til að Gæslan sinni. „Við þurfum samt alltaf að miða við að þyrlurnar geti flogið rúmar 200 sjómílur frá strönd, athafnað sig við björgun og flogið til baka – í öllum veðrum allt árið um kring. Til þess þarf stórar og afkastamiklar þyrlur. Í mörgum löndum í kringum okkur er hægt að nýta minni þyrlur í sjúkraflug á landi og það væri í sjálfu sér hægt hér yfir sumartí- mann. En til þess þarf að þjálfa mannskap og sinna viðhaldi, sem hvoru tveggja er dýrt. Ein tegund er því hentugri og ódýrari í stóra samhenginu.“ Alþjóðlegt samstarf Þegar horft er til framtíðar eru það ekki bara tæki og tól sem huga þarf að. Aðrir þættir á borð við alþjóðlegt samstarf, aukna menntun og þjálfun eru til þess fallnir að auka öryggi og viðbragðsgetu. Skipaumferð um landið hefur aukist á undanförnum árum, hvort sem litið er til skemmti- ferðaskipa eða flutningaskipa, og má fastlega gera ráð fyrir því að sú þróun haldi áfram á komandi árum. Ólíklegt má telja að Landhelgis- gæslan muni nokkurn tímann ráða yfir búnaði til að sinna stórslysum á hafi úti ein og sér, til dæmis ef upp kæmi eldur í skemmtiferðaskipi eða ef stórt mengunarslys yrði. „Það eru fá ríki sem hafa getu og búnað til að sinna slíkum málum ein,“ segir Georg. „Alþjóðlegt samstarf skiptir því máli, ekki bara fyrir okkur Íslendinga heldur aðrar þjóðir líka. Samstarf við erlendar strandgæslur snýst líka um miðlun upplýsinga, þjálfun og sameiginlegar æfingar. Það er vissulega hluti af framtíðar- þróun á þessu mikla svæði sem norðurslóðir eru.“ Í því samhengi má nefna að Land- helgisgæslan gegnir nú formennsku í samtökum strandgæslustofnana á norðurslóðum (Arctic Coast Guard Forum). Þeim samtökum er ætlað að vinna að kortlagningu á tækjabúnaði, viðbragðsgetu og mannskap fyrir öryggi á norður- slóðum. Þá má nefna að starfsmaður Landhelgisgæslunnar stundar nú nám í háskóla Strandgæslu Bandaríkjanna. Umhverfismál í brennidepli Við hönnun og smíði varðskipsins Þórs var sérstaklega haft í huga að skipið yrði búið öflugum meng- unarvarna- og hreinsibúnaði. Gera má ráð fyrir að varðskip framtíðar- innar muni einnig búa yfir slíkum búnaði enda er alla jafna mikil áhersla lögð á getu strandgæslna til að takast á við umhverfisslys. Landhelgisgæslan fær daglega gervihnattamyndir úr því sem kallað er CleanSeaNet-kerfi, sem rekið er af Siglingaöryggisstofnun Evrópusam- bandsins (EMSA). Með nýjustu tækni er hægt að greina á örfáum mínútum hvort mengunarslys hafi orðið. „Umhverfismál hafa verið í brennidepli á liðnum árum og verða það til framtíðar,“ segir Georg. „Með aukinni skipaumferð aukast líkurnar á stærri umhverfisslysum en að sama skapi eiga sér stað minni atvik sem líka þarf að huga að. Bún- aðurinn frá EMSA skiptir þar máli og sú tækni á að öllum líkindum eftir að þróast frekar. Samhliða munum við þó alltaf þurfa tæki til að bregðast við þegar svo ber undir.“ Georg nefnir nýlegt dæmi þar sem myndir frá EMSA sýndu það sem virtist vera mikil olíubrák í hafi. Flugvél Gæslunnar, TF-SIF, flaug yfir svæðið til að kanna það nánar. Í ljós kom að þrír erlendir togarar höfðu siglt um svæðið. Þó að ekki væri hægt að greina hver þeirra hefði, viljandi eða óvart, misst olíu í sjóinn var hægt að upplýsa skipstjóra togar- anna um að fylgst væri með þeim. Þetta fór betur en á horfðist en er aftur á móti gott dæmi um samspil á virku fjareftirliti og viðbragðsgetu Gæslunnar. – gfv Námskeið fyrir sjómenn n Slysavarnaskóli sjómanna heldur úti vönduðum nám- skeiðum fyrir sjómenn, þar sem þeim er meðal annars kennt að taka á móti þyrlu og undirbúa þyrlubjörgum. Námskeiðið endar á æfingu með Landhelgis- gæslunni. Mynd/Árni sæberg við erum sífellt að huga að framtíðinni, horfa 20-30 ár fram í tímann og huga að þeirri tækniþróun sem er að eiga sér stað hverju sinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-grO, af gerðinni airbus H225. Þessar þyrlur eru stórar og afkastamiklar, með mikla burðargetu, langa flugdrægni og öflugar í vondum veðrum. gæslan mun að öllum líkindum alltaf þurfa slíkar vélar í flota sínum. Mynd/Árni sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.