Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 51
51 S j ó M a N N a d a G S B l a ð i ð J Ú N Í 2 0 2 0
á þessu ári eru 75 ár liðin frá
því að sjómannaskólinn við
háteigsveg á rauðarárholti
í reykjavík var vígður og
kennsla hófst í byggingunni.
tæplega einu og hálfu ári fyrr
hafði hornsteinn verið lagður
að húsinu við hátíðlega athöfn
á sjómannadaginn.
Vígsluafmæli Sjómannaskólans eru ekki einu tímamótin sem honum tengjast í ár, því 130 ár
eru liðin frá stofnun Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík árið 1890 og 105 ár
frá stofnun Vélskóla Íslands árið
1915. Menntunarsaga sjómanna
er því umtalsvert lengri en saga
skólahússins á Rauðarárholti.
Þannig kemur fram í samantekt á
vef Tækniskólans að hér á landi
hafi skipuleg kennsla skipstjórn-
armanna hafist á Ísafirði upp úr
miðri nítjándu öld. Þá hafi einstaka
skipstjóralærðir menn kennt á
nokkrum stöðum um landið fyrir
stofnun Stýrimannaskólans.
„Ekki komst þó nein skipan
á þessi mál hér á landi fyrr en
með stofnun Stýrimannaskólans
í Reykjavík með lögum hinn 22.
maí 1890, en skólinn tók til starfa
haustið 1891,“ segir þar og er bætt
við að frá stofnun hafi „Stýri-
mannaskólinn í Reykjavík verið
höfuðskóli íslenskra sjómanna og
skipstjórnarmanna“.
Fyrstu árin var skólinn starf-
ræktur í svonefndu Doktorshúsi
við Ránargötu 13, í viðbyggingu
sem fyrsti skólastjóri skólans,
Magnús F. Bjarnason, lét reisa við
íbúðarhús sitt. Þar var skólinn
fram til 1898, þegar starfsemin
fluttist í Stýrimannaskólann gamla
við Öldugötu.
Efnt var til hugmyndasamkeppni
Í skýrslu Borgarsögusafns um
Sjómannaskólareitinn sem út kom
í fyrra er hlaupið á sögu skóla-
byggingarinnar á Rauðarárholti. Þar
kemur fram að árið 1941 hafi verið
hafist handa við undirbúning að
byggingu skólahússins. Því var ætl-
að að hýsa helstu menntastofnanir
sjómannastéttarinnar, Stýrimanna-
skólann í Reykjavík og Vélskóla
Íslands, ásamt loftskeytaskólanum
og öðrum tengdum skólum. „Nýrri
byggingu var ætlað það hlutverk
að sameina þessar stofnanir undir
eitt þak og efla þar með menntun
sjómannastéttarinnar. Lagt var fram
frumvarp á Alþingi um byggingu
sjómannaskóla í mars árið 1941
og í kjölfarið veitt fjárveiting til
byggingar skólahússins,“ segir í
skýrslunni. Bæjarstjórn Reykjavíkur
gaf síðan lóð efst á Rauðarárholti
undir skólahúsið og aðrar byggingar
sem kynnu að verða reistar í
tengslum við skólann.
„Þegar ákveðið hafði verið að
hefjast handa um undirbúning
byggingarinnar lét nefndin fara
fram hugmyndasamkeppni og var
arkitektunum Sigurði Guðmundssyni
og Eiríki Einarssyni í kjölfarið falið að
gera fullnaðaruppdrætti að húsinu.
Byggingarleyfi og teikningar þeirra
voru samþykktar í nóvember 1942 og
í sama mánuði var byrjað að grafa
fyrir grunni skólans,“ segir í skýrslu
Borgarminjasafns. Fram kemur að
unnið hafi verið að byggingu hússins
næstu tvö árin, en einhverjar tafir
hafi orðið vegna efnisskorts og annars
sem leiddi af ástandi heimsmála í
heimsstyrjöldinni síðari.
Miklar breytingar síðustu ár
Sveinn Björnsson, sem þá var
ríkisstjóri, lagði hornstein að
byggingunni á sjómannadaginn 4.
júní 1944. Í blýhólk sem lagður var í
hornsteininn voru settir uppdrættir
hússins og meginatriði byggingar-
sögu þess, skráð á skinn. Þann 13.
október 1945 var skólahúsið svo
formlega vígt og tekið í notkun um
leið og skólarnir tveir, Stýrimanna-
skólinn og Vélskólinn, voru settir og
tóku til starfa í húsinu í fyrsta sinn.
Allnokkrar breytingar hafa átt
sér stað á skipulagi skólastarfsins
í Sjómannaskólanum frá því
að kennsla hófst þar, einkum
síðustu áratugi. Í skýrslu Borgar-
sögusafns er bent á að 2002 hafi
verið undirritaður samningur milli
Menntamálaráðuneytisins og
Menntafélagsins ehf. um rekstur
og starfsemi Stýrimannaskólans í
Reykjavík og Vélskóla Íslands og að
þar með hafi Fjöltækniskóli Íslands
verið stofnaður.
„Árið 2008 voru Fjöltækniskólinn
og Iðnskólinn í Reykjavík sam-
einaðir með stofnun Tækniskólans,
skóla atvinnulífsins og árið 2015 tók
Tækniskólinn einnig yfir rekstur og
hlutverk Iðnskólans í Hafnarfirði.
Kennsla og verknám á sviði Skip-
stjórnarskólans og Véltækniskólans,
sem heyra undir Tækniskólann, fer
enn fram í byggingum Sjómanna-
skólans á Rauðarárholti,“ segir
þar jafnframt. Árið 2008 var svo
aðalbygging Sjómannaskólans við
Háteigsveg friðuð, en friðunin nær til
ytra borðs hússins. - óká
75 ár frá vígslu sjómannaskólans
arkitektarnir Sigurður guðmundsson og Eiríkur Einarsson húsameistari teiknuðu hús Sjómannaskólans við Háteigsveg, en
byggingunni var á árinu 1945 lýst sem einu glæsilegasta stórhýsi sem byggt hefði verið hér á landi. Mynd/Hreinn Magnússon