Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 4

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 4
4 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0 Á árinu er haldið upp á sjómanna- daginn í 83. sinn. Fyrsti sjómanna- dagurinn var haldinn hátíðlegur 6. júní 1938 og fóru hátíðahöldin fram við Leifsstyttuna á Skólavörðu- holtinu í Reykjavík. Á hverju ári síðan hefur verið haldið upp á sjómannadaginn í Reykjavík með líku sniði og þennan fyrsta dag. Hátíðahöld sjómannadagsins hafa aldrei fallið niður frá þessum fyrsta degi árið 1938 þrátt fyrir heims- styrjöld og mikla sjóskaða bæði af völdum hernaðar og af veðurfarsleg- um ástæðum. Sjórinn var sóttur fast og verð á aflanum var oftast gott. Ný og betri fiskiskip bættust stöðugt í flotann og hefur verið svo fram á þennan dag. Með aukinni þekkingu á öryggi, bættum skipakosti og reglum um fiskveiðar hefur slysum á sjó fækkað verulega og undanfarin fjögur ár hefur enginn sjómaður týnt lífi á sjó og má það líklega þakka mest ofangreindum þáttum. Nauðsynlegt er að halda fræðslu um öryggismál áfram af miklum krafti því enn er of mikið um slysfarir um borð í skipum. Mikil þörf er á að koma í veg fyrir þau og láta hvergi deigan síga. Við getum það og höfum sýnt að það er hægt. Við eigum að sýna þeim er þar fara fremstir í flokki hversu mikils við metum störf þeirra. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, auk sjómannanna sjálfra, hafa sýnt mikinn dugnað, drengskap og djörfung við að aðstoða skip þegar þess hefur verið þörf. Störf þeirra hafa verið ómetanleg. Hafi þeir mikla þökk fyrir. Það verður hins vegar á þessu ári sem hátíðahöld sjómannadagsins falla niður í fyrsta skipti og ekki af völdum stríðsátaka, sem kannski hefði komið fyrst upp í hugann, heldur af veirufaraldri sem hefur sett svip sinn á alla heimsbyggðina og á ég þar við Covid-19. Allt samkomuhald hefur verið fellt niður og á grundvelli þess og í samráði við almannavarnir var ákveðið að hefðbundin hátíðahöld yrðu felld niður. Þetta var erfið ákvörðun en ekki um annað að ræða eins og mál hafa ráðist nú í mars fram á þennan dag. Vonir stóðu til að hægt yrði að hafa hefðbundna athöfn við minnisvarða óþekkta sjómannsins og minningaröldur sjómanna í Fossvogskirkjugarði en við nánari skoðun reyndist það óframkvæm- anlegt. Lítillega hefur verið losað um hömlur á samkomuhaldi en ekki nóg til að hafa megi hátíðahöld eins og tíðkast hafa seinni ár og sett hafa mikinn svip á borgarlífið. Sjómannaguðsþjónusta verður í Dómkirkjunni í Reykjavík og verður henni útvarpað eins og venja er til. Takmarka verður aðgang að kirkjunni og verður það gert í samráði og undir stjórn starfsfólks kirkjunnar. Skrúðganga frá safnaðarheimili Dómkirkjunnar að kirkju fellur niður. Sjómenn úr röðum starfsmanna Landhelgis- gæslunnar lesa ritningarorð eins og verið hefur undanfarin ár. Meðan á guðsþjónustu stendur verður lagður blómsveigur á minningaröldur sjómanna í Fossvogskirkjugarði. Margs er að minnast úr starfi Sjómannadagsráðs höfuðborgar- svæðisins á liðnu ári. Má þar fyrst nefna byggingu nýs eldhúss við Hrafnistu í Reykjavík. Eldhúsinu er ætlað að framkvæma alla matargerð fyrir Hrafnistuheimilin á höfuðborgarsvæðinu, en þau er nú alls sex talsins. Matur fyrir Hrafnistuheim- ilin tvö í Reykjanesbæ verður þó framleiddur áfram í Reykjanesbæ. Miklar byggingarfram- kvæmdir hafa staðið yfir við nýtt hjúkrunarheimili við Sléttuveg í Reykjavík samfara því að unnið var við byggingu leiguíbúða þar og þjónustubyggingar fyrir íbúa svæðisins. Hefur verið ánægjulegt að fylgjast með áhuga íbúa á svæðinu á byggingarframkvæmdum og hefur ekki skort á liðsinni þeirra um ýmsa hluti. Á þessu svæði í Fossvogi býr margt eldra fólks sem væntir þess að þjónustubyggingin komi því og öðrum að góðum notum, en þar verður ýmiss konar þjónusta auk kaffi- og veitingahúss. Má ætla að þar verði oft fjörugt þegar margir koma saman við leik og skemmtun. Við þökkum nágrönnum okkar við Sléttuveg og næsta umhverfi þolin- mæði og skilning á öllu því raski sem fylgt hefur framkvæmdum. Hjúkrunarheimilið er eign ríkis og borgar en samið var fyrir nokkrum árum að Hrafnista sæi um rekstur þess. Að auki samþykkti Reykjavíkurborg að semja við Hrafnistu um umsjón byggingar- framkvæmda og samninga við byggingaraðila. Heimilið er byggt í nánu sambandi við starfsfólk Hrafnistu og er fyrirkomulag hússins samkvæmt óskum. Það var gert til að tryggja að fyrirkomulag allt yrði með sem skilvirkustum hætti bæði fyrir skjólstæðinga okkar og með rekstrarhagkvæmni í huga. Yfirumsjón með byggingar- framkvæmdum höfðu starfsmenn Sjómannadagsráðs í samvinnu við THG Arkitekta og Reykjavíkurborg. Samvinna við Reykjavíkurborg og Heilbrigðisráðuneyti hefur verið með miklum ágætum og sýnt og sannað að hægt er að eiga góða samvinnu, þótt ólíkir aðilar eigist við. Ólíkt flestum framkvæmdum sem við heyrum af tókst að byggja hjúkrunarheimilið undir áætluðum kostnaði, sem metinn var fyrir þremur árum, og er munurinn um 200 milljónir króna. Framkvæmd- um við þjónustubyggingu er nýlokið og hún hefur verið tekin í notkun. Í maílok var borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, fenginn til að opna dagdvölina „Röstina“ í þjónustumiðstöðinni fyrir 30 einstaklinga. Samningur hefur verið gerður við Reykja- víkurborg um leigu á stórum hluta byggingarinnar sem nýtast mun til ýmiss konar starfsemi fyrir aldraða. Um leið og ég þakka heimilis- fólki Hrafnistu og nágrönnum á Sléttuvegi samstarfið og starfsfólki Sjómannadagsráðs og happdrættis DAS fyrir óeigingjörn og vel unnin störf vil ég senda starfsfólki Hrafn- istuheimilanna sérstakar þakkir fyrir frábæran árangur og fórnfýsi í baráttu við þessa erfiðu og illvígu veiru. Ég sendi þakkir og virðingu til íslenskrar sjómannastéttar fyrir allan árangur og dug á liðnu ári. Gleðilegan sjómannadag! Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs. Þegar ég fór ungur maður til sjós á togara heima á Dalvík var umhverfi sjómannsins allt annað en það er í dag. Maður ólst upp við það að sjómennskan væri hættulegt starf sem á stundum gæfi vel í aðra hönd, stéttin væri hörð í horn að taka en stæði þétt saman þegar á reyndi. Mannlífið á Dalvík, líkt og í flestum sjávarplássum landsins, rís og hnígur í takt við sjólagið í sjávarútvegi landsmanna. Í uppvextinum ólst ég upp við leik og starf í fjörunni, á bryggjunum og á síldarplönum, svo ég tali nú ekki um Netagerð Dalvíkur hf. Og svo fór maður fyrst á sjóinn á sumrin í skólafríum, á togara, og datt þá inn í þetta samfélag „jaxlanna“ sem svo var oft kallað, sérstaklega af þeim sem ekki þekktu til. Þarna kynntist maður margvíslegum manngerð- um, allt frá óhörðnuðum unglingum til saltstork- inna sögufrægra einstak- linga sem voru komnir nokkuð við aldur. Í þá daga var stálskrokk- ur skipsins lokuð veröld, án mikilla tenginga í land nema í gegnum gömlu „Gufuna“. Einstaka símtal gat þó komið til, ef mikið lá við, í gegnum radíóin sem allir gátu hlýtt á ef vilji manna stóð til þess. Við þekkjum öll sögurnar af ungu mönnunum sem fengu símtal eða skeyti um borð um fæðingu barns. Fram kom lítið annað en kyn barnsins og kannski einhver orð um að „barni og móður heilsast vel“. Tóku þó allir þátt í gleðinni yfir þessum tímamótum með hinum nýbakaða föður. Þetta er allt annað í dag; fjarskipti eru greiðari, upplýsingar og tenging við mannlíf með betri hætti og aðbúnaður. Sumum þykir jafnvel nóg um allar síma- og fjarskipta- tengingarnar. Sjálfum þykir mér gott að leggja farsímann frá mér og verður mér stundum hugsað til daganna þegar ég var til sjós og sá ekki annað fyrir mér en að það yrði lífsstarf mitt. Mikilvægustu framfarirnar fyrir störf sjómanna eru sá árangur sem hefur náðst í slysavörnum til sjós. Enginn sjómaður fórst á síðasta ári við strendur landsins, sem er sjötta árið sem slíkt gerist og þriðja árið í röð. Þessi gleðitíðindi koma fram í ársskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa og ber að þakka af heilum hug. Þegar haft er í huga að sá vetur sem nú er að baki hefur reynst sjómönnum afar erfiður, miklar brælur og sjólag oft með versta móti, er maður enn þakklát- ari öllum þeim sem lagt hafa því liðsinni sitt að forða slysum til sjós. Skip og búnaður batna ár frá ári og þekkingu og færni sjómanna fleygir fram en glíma þeirra við náttúru- öflin lýtur ætíð sömu lögmálum. Aðbúnaður, hugarfar og slysavarnir hafa gert okkur kleift að ná þeim árangri sem raun ber vitni og fyrir það ber að þakka. Markmiðið áhafnar er alltaf það sama þegar lagt er úr höfn; að afla vel og koma heil heim. Eins og var í sjóferðabænum langfeðra okkar, þar sem heitið var á almættið fyrir huldum öflum lofts og lagar svo að skipið yrði leitt farsællega á djúpið. Ég óska sjómönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegs sjómannadags. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Afla vel og koma heil heim erfið ákvörðun eftir óslitin hátíðahöld Um Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins Að Sjómannadagsráði höfuðborgar- svæðisins standa eftirtalin stéttar- félög sjómanna: » Félag skipstjórnarmanna, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómannafélag Íslands, Félag íslenskra loftskeytamanna, Sjó- mannafélag Hafnarfjarðar og Félag bryta. Tilgangur og markmið Sjómannadagsráðs eru m.a.: » Að efla samhug meðal sjómanna og hinna ýmsu starfsgreina sjómanna- stéttarinnar og vinna að nánu samstarfi þeirra. » Að heiðra minningu látinna sjómanna og sérstaklega þeirra sem látið hafa líf sitt vegna slysfara í starfi. » Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómannsins og hin mikilvægu störf sjómannastéttarinnar í þágu þjóðfélagsins. » Að beita sér fyrir menningarmálum er sjómannastéttina varða og vinna að velferðar- og öryggismálum hennar. » Að afla fjár til þess að reisa og reka dvalarheimili, hjúkrunar- heimili, vistunar- og endurhæf- ingaraðstöðu, íbúðir og leiguíbúðir, einkum fyrir aldraða sjómenn og sjómannsekkjur. » Að stuðla að byggingu og rekstri orlofshúsa, sumardvalarheimila og alhliða orlofsstarfsemi fyrir sjómenn, fjölskyldur þeirra og starfsmenn samtaka þeirra. » Að beita áhrifum sínum á stjórnvöld til setningar löggjafar til styrktar fram- gangi markmiða Sjómannadagsráðs. » Sjómannadagsráð rekur átta Hrafn- istuheimili í fimm sveitarfélögum sem veita um 800 Íslendingum öldrunar- þjónustu. Auk þess rekur félagið leiguíbúðir Naustavarar ehf. í þremur sveitarfélögum, sem veita meira en 300 öldruðum búsetu á eigin vegum, sem studd er með samstarfi við Hrafnistu. Þá rekur félagið einnig Happdrætti DAS sem styður við uppbyggingu öldrunarþjónustunnar, ásamt Laugarásbíói og sumarhúsa- svæði í Hraunborgum Grímsnesi. Stjórn Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins skipa: » Hálfdan Henrýsson formaður, Félagi skipstjórnarmanna. » Guðjón Ármann Einarsson varaformaður, Félagi skipstjórnarmanna. » Jónas Garðarsson gjaldkeri, Sjómannafélagi Íslands. » Oddur Magnússon varagjaldkeri, Sjómannafélagi Íslands. » Sigurður Ólafsson ritari, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Forsíðumynd: Áhöfnin á Auði Vésteins SU88, Ellert Jóhannsson, Svanur Ingi Ómarsson, Karl Axel Karlsson, og Haukur Guðberg Einarsson skipstjóri. Mynd/Hreinn Magnússon útgefandi: Sjómannadagsráð, Hrafnistu, Laugarási, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs: Sigurður Garðarsson. ritnefnd: Björn Finnbogason, Hjálmar Baldursson og Vilbergur Magni Óskarsson. umsjón: KOM ehf., kynning og markaður. ritstjóri: Óli Kristján Ármannsson Höfundar efnis: Bolli Valgarðsson, Gísli Freyr Valdórsson, og Óli Kristján Ármannsson Ljósmyndir: Hreinn Magnússon o.fl. Sala auglýsinga: Birna Sigurðardóttir, bsig@bsig.is. Prentvinnsla: Landsprent ehf. upplag: Dreifing með Morgunblaðinu og PDF- útgáfu á póstlista stéttarfélaga sjómanna. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.