Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 39
39 S j ó M a N N a d a G S B l a ð i ð J Ú N Í 2 0 2 0
minnisvarði
á fjörusteinum
reykjavíkur
Styttan „Horft til hafs“ eftir Inga Þ.
Gíslason sem stendur á Miðbakka Reykja-
víkurhafnar var afhjúpuð við virðulega
athöfn árið 1997. Á stöpli hennar kemur
fram að sjómannadagurinn í Reykjavík
og Hafnarfirði hafi, í virðingu og þökk við
íslenska sjómannastétt, reist minnisvarð-
ann „á fjörusteinum Reykjavíkur, í tilefni
80 ára afmælis Reykjavíkurhafnar og 60.
sjómannadagsins.“
Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi ráðherra
og bróðir höfundar styttunnar var
fenginn til að afhjúpa hana. Þáverandi
borgarstjóri í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, flutti jafnframt ávarp.
Guðmundur Hallvarðsson, sem þá
var formaður Sjómannadagsráðs, sagði
við afhjúpunina að styttan væri meðal
annars til að minna borgarbúa á að það
hefðu verið fiskimenn frá Reykjavík sem
breyttu bænum í borg og komu fótum
undir efnahagslíf hennar.
Bronslituð afsteypa af styttunni
var svo gefin út í tilefni 75 ára afmælis
Sjómannadagsráðs árið 2012, en hægt
er að festa á henni kaup á skrifstofu
Sjómannadagsráðs. Frekari upplýs-
ingar eru gefnar í síma 585-9300 og í
tölvupósti: sdr@sjomannadagsrad.is.
ósérhlífinn og til fyrirmyndar
sigurður steinar ketilsson, fyrrv. skipherra og formaður
ritnefndar sjómannadagsblaðsins, lést á landspítalanum 27.
október 2019. hann hafði látið af störfum hjá landhelgisgæsl-
unni 13. apríl 2018 eftir 50 ára starfsferil, upp á dag. hjá land-
helgisgæslunni starfaði hann sem háseti og stýrimaður og var
skipherra til 30 ára á varðskipum og loftförum.
S igurður Steinar var einn þeirra baráttumanna sem komu á fót þyrlubjörgunarsveit Land-
helgisgæslunnar og var talsmaður
fyrir smíði á nýju varðskipi. Hann tók
þátt í fjölda björgunar- og leitarstarfa
og lagði á ferli sínum mikla áherslu á
menntunar- og þjálfunarmál sjómanna.
Hann var fulltrúi í Sjómannadagsráði
höfuðborgarsvæðisins í rúm 20 ár og
lengi í stjórn hollvinasamtaka Óðins.
Þyrlusveitin endurreist
Benóný Ásgrímsson, fv. flugstjóri
hjá Landhelgisgæslunni og
samstarfsmaður Sigurðar Steinars
í áratugi, rifjar upp í samtali við
Sjómannadagsblaðið þann tíma
sem þeir störfuðu saman. Þeir
voru báðir hásetar og stýrimenn á
skipum Gæslunnar á yngri árum og
áttu síðar, ásamt Páli Halldórssyni
flugstjóra, stóran þátt í endurreisn
þyrlusveitar Gæslunnar.
„Það er hægt að segja margt gott um
Sigurð Steinar, en það sem stendur
helst upp úr er það hversu duglegur
hann var og ósérhlífinn í öllum
verkum,“ segir Benóný.
„Það mætti segja að allt sem hann
skorti hafi hann bætt upp með dugn-
aði og var þannig til fyrirmyndar fyrir
alla þá sem störfuðu með honum, þá
sérstaklega þá sem yngri voru.“
Benóný rifjar upp þann tíma sem
fór í hönd eftir að þyrla Gæslunnar,
TF-RÁN, fórst ásamt áhöfn hennar í
Jökulfjörðum í nóvember 1983. Eðli
málsins samkvæmt var Gæslan löskuð
eftir þann missi og fyrir Alþingi lágu
fyrir hugmyndir um að Íslendingar
hættu að reka þyrlusveit og létu
Bandaríkjaher eftir að sjá um leit og
björgun á hafi úti.
„Við lögðum mikið á okkur til að
tryggja áframhaldandi uppbyggingu
þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og
þar sýndi Sigurður bæði dugnað og
framsýni,“ segir Benóný.
„Við heimsóttum alla ráðherra sem
að málinu komu á þessum tíma og
kynntum þeim hugmyndir okkar. Það
var ekki síst fyrir tilstilli Sigurðar
Steinars að á okkur var hlustað og
uppbygging þyrlusveitarinnar hófst
á ný. Næstu ár á eftir var Sigurður
Steinar fremstur í flokki við þróun
þjálfunaráætlunar sveitarinnar og er
sú áætlun að mestu notuð enn þann
dag í dag.“
Áhersla á fagmennsku og öryggi
Alma Möller landlæknir tekur í sama
streng, en hún starfaði, fyrst kvenna,
sem þyrlulæknir frá árinu 1990.
Sigurður Steinar var þá stýrimaður í
þyrlusveit Gæslunnar.
„Það þótti ekki sjálfsagt mál að kona
yrði þyrlulæknir á þessum tíma en
Sigurður Steinar tók vel á móti mér.
Hann ól mig í raun upp í þyrlusveitinni
og ég leit mikið upp til hans alla tíð,“
segir Alma.
Að hennar sögn lagði Sigurður
Steinar mikla áherslu á fagmennsku
og öryggi í störfum þyrlusveitarinnar,
en öll öryggismál höfðu verið tekin
til endurskoðunar í kjölfar þess að
TF-RÁN fórst.
„Allt sem hann gerðist einkenndist af
mikilli fagmennsku, hvort sem það var
í störfum þyrlusveitarinnar eða öðrum
störfum hans fyrir Landhelgisgæsluna,“
segir Alma.
„Ég hef mikið hugsað til hans á liðn-
um vetri, enda hefur reynt umtalsvert
á almannavarnir og þar á meðal á
Landhelgisgæsluna. Hann hefði til að
mynda staðið stoltur þegar varðskipið
Þór kom til Dalvíkur til að framleiða
rafmagn fyrir bæinn, enda var hann
einn helsti hvatamaður þess að svo
öflugt varðskip yrði keypt til landsins.“
Sigurður Steinar var sæmdur
heiðursmerki hinnar íslensku fálka-
orðu 17. júní 2018 fyrir framlag sitt til
landhelgisgæslu og björgunarstarfa.
- gfv
Sigurður Steinar Ketilsson við stýrið á varðskipinu Þór. Hann var einn helsti baráttu-
maður þess að smíðað yrði varðskip í gæðaflokki á við Þór og fékk þann heiður að
sigla skipinu heim frá Síle árið 2011. Mynd/gassi
Olís hefur allt frá stofnun kappkostað að veita fyrirtækjum í sjávarútvegi
trausta þjónustu með sölu á eldsneyti og rekstrarvörum til útgerða.
Við ætlum að halda þeirri siglingu áfram.
Samferða í 93 ár
P
ip
a
r\
T
B
W
A
•
S
ÍA