Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 50

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 50
50 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0 Á rið 1940 er merkisár í sögu íslenskra sjómanna – senni-lega það merkasta síðan land byggðist,“ skrifar Jón E. Bergsveinsson, erindreki Slysavarna- félagsins, í grein í Sjómannablaðinu Víkingi í ársbyrjun 1941. Fyrir þessari skoðun færir hann góð rök í grein sinni og mætti leiða að því líkur að fullyrðingin standi enn. Fyrir 80 árum geisaði seinni heimsstyrjöldin og mikil óvissa ríkti um framtíðina. Skipalestir sem færðu birgðir milli Bandaríkjanna og Evrópu voru undir stöðugum árásum Þjóðverja og líklega hefur aldrei verið hættulegra að stunda sjó en á þessum tímum. Íslendingar fóru enda ekki varhluta af mannfalli í stríðinu. Fiskað þrátt fyrir stríð Fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands að vitað sé með vissu um 159 Íslendinga sem látið hafi lífið vegna ófriðarins með einum eða öðrum hætti. Talan kunni þó að vera hærri. „Af þeim fórust 130 vegna árása kafbáta og flugvéla á skip og þrír af völdum tundurdufls. Þá létust 20 manns vegna ásiglinga sem rekja má til varúðarráðstafana sem viðhafðar voru vegna ófriðarins og sex manns dóu af ýmsum orsökum af völdum styrjaldarinnar. Að auki má nefna að veruleg óvissa ríkir um hvort 70 manns sem fórust á skipsfjöl hafi dáið af völdum stríðsins svo að allt að 229 Íslendingar kunna að hafa farist af styrjaldarorsökum,“ segir þar. Sjórinn var samt sóttur og verð fyrir fisk var hátt á þessum tímum, enda skortur á sjávarafurðum á Bretlandseyjum. Íslenskar útgerðir reyndu að halda skipum sínum í rekstri eins og kostur var og voru Íslendingar því oft í hringiðum átaka á hafi úti. Þar létu þeir ekki heldur sitt eftir liggja, því eins og Jón E. Bergs- veinsson greinir frá í samantekt sinni björguðu íslenskir sjómenn 1.093 erlendum mönnum frá drukknun á árinu 1940. Hann tekur fram að þeir hafi verið „frá að minnsta kosti 18 þjóðflokkum“ og með þessu hafi verið varpað „birtu og yl yfir fjölda mörg erlend heimili“ sem að öðrum kosti hefðu nú haldið jólin það ár „í dimmu sorgar og saknaðar“. Í samantekt Slysavarnafélagsins kemur fram að alls hafi 1.118 verið bjargað úr sjó þetta ár. Íslendingarnir 25 sem bjargað var eru rúm 2,2 prósent allra sem var bjargað. Tvö atvik vega þyngst Þegar horft er til fjölda þeirra sem bjargað var í stökum aðgerðum þetta örlagaríka ár standa tvö tilvik upp úr. Annars vegar er það 16. júní þegar skipshöfnin á togaranum Skallagrími bjargaði 353 sem verið höfðu á HMS Andania, sem sökkt var með tundurskeyti á hafinu milli Íslands og Bretlands. Og hins vegar 16. septem- ber, þegar tvö íslensk skip, Arinbjörn hersir og Snorri goði, björguðu um 400 manns af franska flutningaskip- inu Aska, en það sökk á Írlandshafi eftir árás þýskrar flugvélar. Í Víkingi bendir Jón á að með björg- unarstörfum sínum hafi íslenskir af 1.118 sem bjargað var úr sjó á árinu 1940 voru 1.093 af erlendum skipum sem orðið höfðu fyrir árásum í stríðinu eða lent í öðrum hrakningum. af útlendingunum var tveimur þriðju bjargað eftir árásir á tvö skip, andania um miðjan júní og aska um miðjan september. Öðru grandaði kafbátur Þjóðverja og herflugvél hinu. 80 ár frá merkum björgunarafrekum Björgun af brennandi skipi n Gufuskipið Aska, sem var breskt en sigldi undir frönsku flaggi, var 8.323 smálestir, rúmir 135 metrar á lengd. Líkt og Andania var skipið farþegaskip sem notað var til herflutninga í stríðinu, en á vefnum Wrecksite er frá því greint að í síðustu siglingu sinni hafi skipið flutt 350 franska hermenn, 50 breska, níu farþega og 600 tonn af kakói. Í áhöfn voru 184. Þýskar herflugvél- ar gerðu árás á skipið á Írlandshafi um hálfþrjú eftir hádegi 16. september 1940, en vegna þess hve hraðskreitt það var var það ekki í skipalest. Tvær stórar sprengjur hittu vélarúmið og lést þar strax hluti áhafnarinnar og eldur kviknaði í skipinu. Tólf létust í loftárásinni að því er Wrecksite greinir frá, en á vef Naval History Net segir að ellefu hafi farist úr áhöfninni og 19 hermenn. Önnur sprengja hitti stýrishúsið og var skipið þar með orðið eitt eldhaf. Þegar þarna var komið forðuðu sér frá borði allir sem gátu, en nálæg skip aðstoðuðu. Þar voru að minnsta kosti tvö herskip og svo íslensku togararnir Arinbjörn hersir og Snorri goði. Brennandi skipið rak svo í átt að landi, þar sem það svo sökk á fimm til tíu metra dýpi. Morgunblaðið fjallar um björgunarafrek íslensku togaranna 20. september 1940 og lýsir því hvernig þeir hafi orðið fyrstir til að taka þátt í að „bjarga hundruðum hermanna af brennandi og sökkvandi skipi“. Haft er eftir Magnúsi Runólfssyni, sem var skipstjóri á Snorra goða í þessari ferð, að þeir hafi verið á heimleið um nótt þegar vart varð við stórt skip á siglingu nálægt. „Flugvél steypti sér úr háalofti yfir skipið og lét falla sprengju er hitti það. Ekki höfðum við séð til ferða flugvélarinnar fyrri en hún steypti sér yfir skip þetta. Síðan beindu flugmenn fluginu til okkar og flaug vélin tvo hringi rétt yfir siglutoppa skips okkar og hvarf því næst út í myrkrið,“ segir hann. „Skipið sem fyrir sprengjunni varð, stóð í björtu báli miðskips. Sigldum við rakleitt þangað til þess að bjarga skipverjum. Eins gerði Arinbjörn hersir.“ Verkaskipti urðu milli íslensku skipanna. Arinbjörn sigldi til björgunarbáta og fleka sem skipverjar höfðu komist í og bjargaði mönnunum eftir því sem til þeirra náðist. „En sakir elda í skipinu voru þar margir björgunarbátar, sem ekki hafði tekist að koma á flot. Fjöldi manna hékk í köðlum og kaðalstigum utan á skipinu og gáfu frá sér neyðaróp. Við settum út björgunarbát okkar, það er vélbátur. Var honum lagt að hinu brennandi skipi og fólkið tínt upp í hann,“ lýsir Magnús, en á björgunarbátnum voru fjórir skipverjar af Snorra goða. „Þeir skiptust á að fara þessar ferðir. Þeir höfðu alls farið átta björgunarferðir þegar tundurspillir og dráttarbátur kom á vettvang.“ Þegar Morgunblaðið ræddi við Magnús hafði hann ekki tölu á því hve mörgum þeir björguðu. „En þeir voru 18 í bátnum eitt sinn er ég taldi þá. Við áætluðum að við hefðum náð nokkuð á þriðja hundrað manns. En Arinbjörn bjargaði úr bátunum nokkuð á annað hundrað manns.“ Samtals björguðu togararnir 400 manns. Kafbátur elti skipið í þrjá daga n Frá því er greint í dagblaðinu Vísi 27. júní 1940 að þegar áhöfninni á Andania var bjargað hafi það verið mesta björgunarafrek sem unnið hafi verið af hálfu Íslendinga. Fyrra stórafrekið var þegar áhöfninni á þýska skipinu Bahia Blanca, sem fórst í ís undan Vestfjörðum, var bjargað í byrj- un ársins. Andania var upphaflega farþegaskip, gufuknúið, 13.950 smálestir, smíðað 1922. Það var yfirtekið af breska sjóhernum, búið vopnum og notað til flutninga. Þýskur U-A kafbátur sökkti Andania, en hann hafði elt skipið í um þrjá daga, að því er greint er frá á vefnum Uboat. net, þar sem fjallað er um afdrif ýmissa skipa í stríðinu. Þar kemur fram að kafbáturinn hafi komið auga á skipið síðdegis 13. júní í mikilli rigningu. „Kafbáturinn hóf að elta skipið en týndi því nokkrum sinnum vegna lélegs skyggnis, myrkurs og af því að skipið skipti stöðugt um stefnu á ferð sinni,“ segir þar. Haft er eftir úr skrám Þjóðverja að þremur tundurskeytum hafi verið skotið að skipinu laust eftir hádegi 14. júní, en þau ekki hitt skipið. Um borð varð enginn var við neitt. Sólarhring síðar sá kafbáturinn skipið aftur og lét til skarar skríða kl. 00.29 16. júní. Að þessu sinni urðu menn um borð varir við kafbátinn og skutu í áttina að honum úr öllum byssum en hittu ekki sökum myrkurs. Á þessum tíma var þó frá því greint í umfjöllun að skipið hefði líklega hitt kafbátinn, en þær fréttir kunna að hafa litast af vilja til þess að efla hug manna í baráttunni við Þjóðverja. Vísir ræddi við Guðmund Sveinsson, skipstjóra á Skallagrími, fyrir umfjöllunina í blaðinu nokkrum dögum síðar og vildi hann þá lítið láta yfir afreki sínu og áhafnar- innar. Þar segir að honum hafi fundist það „innifalið í dagsverkinu og óþarfi að vera að skrifa langar blaðagreinar um það“. Guðmundur fer engu að síður yfir það hvernig björgunin kom til, en skipið var á útleið þegar það átti í samskiptum við skip sem greindi frá því að líklega hefði breskt skip orðið fyrir kafbátsárás 40 til 50 mílur vestur af þeim stað sem þeir voru staddir. „Vorum við beðnir að halda á vett- vang til þess að reyna að bjarga skipshöfninni, ef því yrði við komið. Mun skipið, sem talaði við okkur, ekki hafa þótt óhætt fyrir sig að fara þangað, vegna kafbátahættunnar, en auðvitað gat þetta verið alveg jafn hættulegt fyrir okkur. En hinsvegar gátum við ekki neitað að verða við þessari hjálparbeiðni, snerum við og komum að hinu sökkvandi skipi eftir um fimm klukkustunda siglingu,“ segir Guð- mundur í blaðinu. Raunar herma heimildir að fleiri skip hafi verið nærri, svo sem HMS Derbyshire, en þau hafi ekki mátt hætta á björgun meðan grunur lék á að kafbátur væri nærri. Guðmundur segir að skipstjórinn á Andania hafi ekki kvaðst mega yfirgefa skip sitt meðan það væri enn ofansjávar. „En það sökk smám saman og var horfið um klukkan sjö um kvöldið.“ Allir skipverjar komust í báta, sem voru fjórtán, en af þeim voru tveir „allsærðir“ og á sjúkrabörum. „Þegar allir voru komnir um borð hjá okkur og haldið var af stað, fór veðrið að versna, hvessti af suðvestan. Var Bretunum komið fyrir hvar sem var, jafnvel í kolaboxunum og á öllum hugsanlegum stöðum öðrum — jafnvel inni í skápum,“ lýsir Guðmundur. Bretarnir voru um borð í Skallagrími í 36 klukkustundir, en allan þann tíma var ekki hægt að elda neinn mat, aðeins hægt að hita te og kaffi. „En bresku sjómennirnir höfðu kex í fórum sinum, sem verið höfðu í skipsbátunum svo að enginn þurfti að svelta.“ Þegar veðrið batnaði var Bretunum komið yfir í tundurspillinn HMS Forester, en Skallagrímur hélt för sinni áfram til Hull. Um haustið barst svo skipstjóra og áhöfn á Skallagrími viðurkenning að utan, þrettán falleg áletruð sígarettuveski úr silfri, auk þess sem skipstjórinn fékk gullúr. „Gjafir þessar eru hinar vönduðustu, enda keyptar hjá hinu þekkta firma Mappin & Webb, London,“ segir í umfjöllun Alþýðu- blaðsins 21. september 1940. Í lok ársins var Guðmundi Sveinssyni, skipstjóra á Skallagrími, jafnframt veitt breska MBE-orðan fyrir björgun sjóliðanna á Andania. sjómenn lagt meira og stærra innlegg til íslenskra utanríkismála en nokkur önnur stétt landsmanna. Aðgerðir sem skiptu máli „Með björgunarstörfum sínum hafa þeir að verulegu leyti létt undir með störfum íslenskra stjórnarvalda við samningagerðir þær, er ríkisstjórnin og hennar menn hafa með höndum fyrir landsins hönd og koma til með að hafa í náinni framtíð. Hvert einstakt björgunarafrek er meira virði en hver einstök ræða, sem flutt hefur verið eða flutt kann að verða í samninganefndum og veisluhöldum stjórnmálamannanna.“ Miklum verðmætum hafi einnig verið bjargað fyrir þessar erlendu þjóðir í skipum og dýrmætum förmum þótt það væri lítilfjörlegt í samanburði við mannslífin. „Við Íslendingar eigum nú miklu fleiri vini erlendis, en vér áttum fyrir ári síðan. Þessir vinir munu leggja landi voru og þjóð mikilsvert liðsinni þegar á þarf að halda og á ýmsan hátt vera fúsir til að létta störf þeirra manna, er með utanríkismál vor fara,“ segir hann jafnframt. Þá hafi íslenskir sjómenn líka lagt landi sínu lið með verðmætaöflun úr hafi, sem nægt hafi að miklu leyti til að losa þjóðina úr skuldaviðjum. – óká Mynd/nHHC Mynd/nHHC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.