Morgunblaðið - 01.05.2020, Side 4
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vestmannaeyjar Eyjamenn komu standandi niður úr hópsýkingunni.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Staðfest er að 105 íbúar Vestmanna-
eyja smituðust af kórónuveirunni í
stórri hópsýkingu sem þar er nú að
mestu gengin yfir. Aðeins einn er nú
í einangrun. Ellefu eru enn í sóttkví
en alls hafa rúmlega 600 þurft að
fara í sóttkví á þessu tímabili, þar
með taldir nokkrir tugir vegna dval-
ar erlendis. Leifar erfðaefnis veir-
unnar hafa greinst áfram í nokkrum
einstaklingum, eftir að einangrun
var lokið.
Ekkert sýni greindist jákvætt á
landinu öllu síðasta sólarhring þrátt
fyrir að 840 sýni hafi verið tekin.
„Ég er nokkuð bjartsýnn núna á
að þetta sé yfirstaðið en mikilvægt
er að við séum áfram á varðbergi,“
segir Hjörtur Kristjánsson, um-
dæmislæknir sóttvarna á Suður-
landi, spurður að því hvernig staðan
sé í baráttunni við veiruna í Eyjum.
Upphaf hópsýkingarinnar er helst
rakið til handboltaleikja sem fjöldi
Eyjamanna sótti á höfuðborgar-
svæðinu í byrjun mars. Grunur er
um að þannig hafi veiran borist inn á
nokkur heimili í Vestmannaeyjum á
svipuðum tíma og síðan komið nokk-
ur 2. og 3. kynslóðar smit í kjölfarið.
Hjörtur segir að ekki sé ósenni-
legt að smit hafi einnig borist beint
inn í samfélagið með fólki sem var
að koma frá útlöndum og jafnvel eft-
ir fleiri leiðum. Hann segir að upp-
runi smita skýrist mögulega betur
þegar Íslensk erfðagreining hefur
raðgreint veirusýni.
Mikil skimun hjálpaði
Gripið var til strangra samkomu-
takmarkana og smitvarna til að slá á
faraldurinn og beitt þeim ráðum
sem þekkt eru orðin, að greina sem
fyrst smitaða, einangra þá og rekja
ferðir viðkomandi og setja í sóttkví
þá sem þeir hafa umgengist. Síðan
var mikið unnið að skimum í Eyjum
í samstarfi Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands og Íslenskrar erfða-
greiningar. 1.500 voru skimaðir í
átaki í byrjun apríl og greindust þá
33 einstaklingar. Hluti þeirra fékk
aldrei einkenni en aðrir fengu ein-
kenni síðar.
Hjörtur segir
að eftir stóru
skimunina hafi
aðeins tvö smit
verið staðfest.
Annað þeirra
kom út úr 550
manna skimun
hjá heilbrigðis-
stofnuninni helg-
ina 17. til 19. apríl
þegar einnig var
verið að taka blóðprufur vegna
rannsókna Íslenskrar erfðagrein-
ingar á veirunni. Niðurstaða lá fyrir
20. apríl og er það síðasta tilfellið
sem komið hefur upp.
„Mikilvægt er að vera duglegur
að skima. Ef of lítið er gert af því
nær veiran að breiðast lengur út áð-
ur en hún uppgötvast og klasi tilfella
verður stærri en ella,“ segir Hjört-
ur. Hann bætir því við að almennar
sóttvarnir séu ekki síður mikilvægar
og hrósar Eyjamönnum fyrir sam-
stöðu.
Ekki taldir smitandi
Í seinni stóru skimuninni voru
auk blóðsýna tekin strok, meðal
annars frá einstaklingum sem lokið
höfðu einangrun og náð bata. Var
þetta gert í rannsóknarskyni, en
Hjörtur segir þekkt erlendis að
erfðaefni veirunnar getur fundist í
slímhúð í öndunarvegi í talsverðan
tíma eftir að fólki hefur batnað, án
þess að það sé smitandi. Eins og við
var búist fundust leifar erfðaefnis
veirunnar í koki eða nefi nokkurra
sem lokið höfðu einangrun.
Hjörtur tekur skýrt fram að þótt
leifar erfðaefnis finnist eftir að sjúk-
lingur er útskrifaður úr einangrun
sé það ekki til marks um að fólkið sé
smitandi. Enginn af þeim sem fylgst
hefur verið með í Eyjum hafi því
verið settur í áframhaldandi eða
endurtekna einangrun eða sóttkví út
af þessu. Hins vegar gildi sömu regl-
ur sóttvarnalæknis og almennt um
að viðkomandi þurfi að forðast náin
samskipti við fólk í áhættuhópum
fyrstu tvær vikurnar eftir útskrift
úr einangrun. Það fari því ekki til
vinnu á hjúkrunarheimilum fyrr en
að þeim tíma loknum, svo dæmi sé
tekið.
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 2 43
Ú
Austurland 8 18
Höfuðborgarsvæði 1.311 384
Suðurnes 77 37
Norðurland vestra 35 16
Norðurland eystra 46 28
Suðurland 178 68
Vestfirðir 97 39
Vesturland 42 26
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands
Óþekktur
Erlendis
48.413 sýni hafa verið tekin
10 einstaklingar eru látnir
6 eru á sjúkrahúsi Enginn á gjörgæslu
117 einstaklingar eru í einangrun
117 eru með virkt smit
Fjöldi smita frá 28. febrúar til 29. apríl
Heimild: covid.is
1.797 smit voru staðfest
í gær kl. 13.00
1.797
117
1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
þeirra sem
hafa greinst
voru í sóttkví
81%
57%
19.069 hafa lokið sóttkví659 manns eru í sóttkví
Staðfest smit
Virk smit
1.670
einstaklingar
hafa náð bata
Vonast til að
sýkingin sé
yfirstaðin
Hjörtur
Kristjánsson
Leifar erfðaefnis finnast í nokkrum
sem útskrifaðir hafa verið úr einangrun
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020
GRÆNT ALLA LEIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við höfum ekki náð að tengja sam-
an öll smitin. Það er ógerningur. En
við erum komin með vissar myndir,“
segir Jónas Orri Jónasson, meðlimur
í smitrakningarteymi almannavarna
og sóttvarnalæknis.
Starf smitrakningarteymisins
þykir hafa átt stóran þátt í því
hversu vel yfirvöldum hér hefur
gengið að vinna
bug á útbreiðslu
kórónuveirunn-
ar. Hlutverk
teymisins hefur
fyrst og fremst
verið það að
rekja ferðir ein-
staklinga sem
hafa smitast og
kanna við hverja
þeir hafa átt
samskipti svo
hægt sé að koma því fólki í sóttkví.
Samhliða þessu starfi hefur það ver-
ið einskonar hliðarverkefni að kort-
leggja hvernig veiran hefur farið í
gegnum samfélagið.
Jónas hefur tekið saman eitt dæmi
um þá vinnu og má sjá afrakstur
hennar á meðfylgjandi skýringar-
mynd. Myndin sýnir hvernig smit
bárust frá einstaklingi sem kom
hingað til lands frá skíðasvæði í Evr-
ópu. Viðkomandi smitaði einn ein-
stakling í sínu nánasta umhverfi og
sá smitaði svo tvo aðra í sínu um-
hverfi. „Svo sést hvernig þetta fer
mann frá manni og allt í allt eru
þetta tuttugu manns sem hægt er að
tengja við einn einstakling,“ segir
Jónas sem tekur fram að myndin sé
aðeins einfölduð því innan hennar sé
hópur sem smitaðist á svipuðum
tíma.
Umtalsverður árangur hefur
náðst í þessari kortlagningu. „Gróft
á litið höfum við náð að tengja 70%
þeirra sem hafa smitast við annan
einstakling. En svo eru alltaf ein-
hverjir sem vita ekkert hvernig þeir
urðu veikir. Það eru um 30% þeirra
sem hafa smitast. Við erum að rýna í
gögnin núna og sjá hvort við getum
gert þetta eftir á.“
Eftir standa þau smit sem ekki
hefur tekist að greina, til að mynda
fólk sem talið er að hafi smitast við
ferð út í búð eða á aðra almennings-
staði.
„Það getur verið svolítið strembið
að greina þessi yfirborðssmit. Til að
mynda nældi einn úr smitrakningar-
teyminu sér í veiruna. Hann vissi
ekkert hvernig það gerðist enda
hafði hann bara farið í og úr vinnu.
Við vorum öll send í próf og hann
greindist en hafði verið einkennalaus
og frískur. Það er ýmislegt enn á
huldu með það hvernig þetta gengur
fyrir sig,“ segir Jónas. Aðspurður
segir hann að vísbendingar séu um
að fólk hafi smitast á veitingastöðum
hér á landi en erfitt sé að staðfesta
það nákvæmlega. Þannig sé í raun
erfitt að fullyrða með vissu um smit,
alltaf sé um vísbendingar að ræða.
„Sökum þess hve einkenni koma
fram á mismunandi tímum er erfitt
að segja nákvæmlega til um það hver
smitar hvern eða hvar einstaklingar
smitast. Þetta verður ábyggilega
rannsakað í þaula á næstu árum.“
20 smit tengd
við einn
einstakling
Skíðasvæði
A
C
E
G
RQ
TS
B
H
M
P
LJ
KI
ON
D
F
Heimild: Smitrakningar-
teymi almannavarna og
sóttvarnarlæknis
Hafa náð að tengja
saman 70% smitanna
Áhugaverðar niðurstöður vinnu smitrakningarteymisins
Jónas Orri
Jónasson