Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 20204
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Gulur, appelsínugulur
og rauður
Á undanförnum vikum höfum við fengið að kynnast alls konar vetrarveðr-
um. Segja má að lægðir nánast hafi verið í hrunadansi, hver á fætur annarri
koma þær upp að landinu og/eða ganga yfir það og orsaka hvassviðri og úr-
komu. Við búum norðarlega á jarðarkringlunni og því er þetta eðlilegasti
hlutur. Hins vegar má segja að við höfum verið heppin með veður í mörg
undangengin ár, fengið snjólétta vetur og venju fremur kyrrt veður, svona
oftast. Engu að síður hafa Íslendingar í gegnum aldir orðið að búa sig und-
ir það versta þegar veðráttan er annars vegar. Torfbæir þoldu fyrr á öldum
mikil veður og þeirra helsti kostur var að þeir voru oft ótrúlega hlýir, búfén-
aður jafnvel notaður til að kynda upp íveruhúsin. Síðar tóku önnur hús við,
steinsteypt og sterkbyggðari en þekktust í flestum nágrannalöndum okkar og
þoldu því mikið veðurálag. Öðru máli gegnir um ýmislegt annað. Við höf-
um til dæmis vanbúið vegakerfi og til þess að gera takmarkaða þjónustu þrátt
fyrir að starfsfólk Vegagerðarinnar leggi sig í líma við að hafa þjónustuna eins
góða og fjárveitingar leyfa hverju sinni. Hér liggja engu að síður þjóðleiðir
um fjöll í mörg hundruð metra hæð, vegir eru meðfram fjöllum sem skapa
aukið vindálag og það er einfaldlega víða sem hætturnar leynast. Þá kemur
að mannlega þættinum í okkur, heilbrigðu skynseminni, að meta aðstæður
hverju sinni, æða ekki út í vafasama færð og ekki síst; taka mark á ráðlegg-
ingum þeirra sem hafa það að atvinnu að kortleggja veðurútlit og miðla þeim
upplýsingum til okkar.
Rúm tvö ár eru síðan Veðurstofa Íslands tók upp nýtt viðvörunarkerfi. Tel
ég það hafa verið mikið framfaraskref. Þetta kerfi byggir á alþjóðlegum staðli
fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvarana um náttúruvá. útgefin skeyti
eru á stöðluðu formi sem samræmir alla miðlun viðvarana yfir mismund-
andi samskiptaleiðir og miðla. Allir eiga að geta lært á þetta kerfi, unnið með
upplýsingar úr því og hagað svo seglum eftir vindi. Hvert veðurskeyti inni-
heldur upplýsingar um þá náttúruvá sem varað er við, landshlutann sem við-
vörunin nær til, gildistíma og mat á því hversu mikil áhrif umrædd vá get-
ur haft á samfélagið. Viðvaranir samkvæmt þessu kerfi eru í þremur litum;
gulum, appelsínugulum og rauðum, í samræmi við hættustig hverju sinni.
Rauðar viðvaranir eru hæsta stig og boða mikil samfélagsleg áhrif af veðri;
gular viðvaranir eru lægsta stig þar sem samfélagsleg áhrif eru takmörkuð
þó líkur á veðrinu séu miklar, eða minni líkur á áhrifum mikils veðurs lengra
fram í tímann. Viðvörunarlitur hverju sinni ákvarðast af mati sérfræðinga á
áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir. Samfélags-
leg áhrif geta verið mismunandi svo sem truflanir á samgöngum, eignatjón,
skemmdir á mannvirkjum og líkur á slysum, jafnvel mannskaða. Viðbragðs-
aðilar eru hafðir með í ráðum um útgáfu viðvarana á efri stigum og má þar
nefna Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Vegagerðina. Okkar fjöl-
miðlafólksins er hins vegar að segja frá á miðlum okkar þeim aðstæðum sem
spáð er fyrir um. Við eigum til dæmis aldrei að spara viðvaranir á rafrænum
miðlum sem fólk les, eða í ljósvakamiðlum. Hins vegar þegjum við yfirleitt
þegar kyrrviðri er í kortunum og engar sérstakar hættur framundan í veðri
eða færð.
Þar sem ég annast oft ritun frétta á vefsíðu Skessuhorns get ég upplýst að
það hefur verið býsna erilsamt á liðnum dögum og vikum að senda út viðvar-
anir. Benda á aðstæður sem veðurfræðingar vilja vekja athygli á. Ekki tel ég
það eftir mér, þvert á móti. Hins vegar hefur það nokkrum sinnum á liðnum
dögum vakið athygli mína að svo virðist sem til dæmis ýmsir ökumenn hafi
látið slíkar viðvaranir sem vind um eyru þjóta. Fjölmörg óhöpp, sum þar sem
slys hafa orðið á fólki, vitna um það. Við búum á landi þar sem allra veðra er
von. Mjög farsælt getur verið að breyta eftir því. Förum því varlega í umferð-
inni og tökum mark á prýðilegu viðvörunarkerfi veðurfræðinga.
Magnús Magnússon
Alls voru 49.403 erlendir ríkisborg-
arar búsettir hér á landi 1. janúar
síðastliðinn og fjölgaði þeim um
59 mánuðinn á undan. Á sama tíma
fjölgaði íslenskum ríkisborgurum
sem eru búsettir hér á landi um 247
samkvæmt skráningu Þjóðskrár Ís-
lands.
Langflestir erlendir ríkisborgar-
ar búsettir hér á landi eru frá Pól-
landi, eða 20.655. Pólskum ríkis-
borgurum sem búsettir eru hér á
landi fækkaði milli mánaða og er
það í fyrsta sinn í nokkur ár sem
fækkun verður í hópi þeirra hér á
landi. Pólverjar eru nú 5,7% íbúa
landsins en frá öðrum þjóðum eru
7,9% íbúa. Alls eru því 13,6% íbúa
landsins erlendir ríkisborgarar.
mm
Símenntunarmiðstöðin á Vest-
urlandi gengst fyrir ráðstefnu í
Hjálmaklett í Borgarnesi á fimmtu-
daginn næstkomandi, 16. janúar,
undir yfirskriftinni Ungir frum-
kvöðlar og nýsköpunarhugsun í lífi
og starfi. Ráðstefnan, sem fer að
mestu fram á ensku, hefst klukkan
9:00 og stendur til klukkan 13:00.
Hér er um að ræða lokahnikk í Evr-
ópuverkefni sem kallast FEEnI-
ICS, sem Símenntunarmiðstöðin á
Vesturlandi hefur verið þátttakandi
í. Verkefnið snýst um að þróa nám-
skeið og námsefni fyrir ungt fólk og
efla þátttakendur sem frumkvöðla
á vinnustað og virkja nýsköpun-
arhugsun. Að vera frumkvöðull á
vinnustað eða vera nýskapandi í
starfi getur gefið ungu fólki aukna
möguleika á vinnumarkaði.
nánari upplýsingar um dagskrá
og skráningu á ráðstefnuna er hægt
að finna á Facebook viðburðinum
„Ungir frumkvöðlar og nýsköpun-
arhugsun í lífi og starfi“.
arg
Verkalýðsfélag Akraness undirrit-
aði á föstudag nýjan kjarasamn-
ing við Samband íslenskra sveitar-
félaga fyrir hönd félagsmanna sem
vinna hjá sveitarfélögunum Akra-
neskaupstað og Hvalfjarðarsveit.
Gildistími samningsins er til loka
september 2023. Samkvæmt hon-
um hækka launataxtar um 17 þús-
und krónur á mánuði frá síðustu
áramótum, um 24 þúsund 1. apríl
og um sömu fjárhæð um næstu ára-
mót. Launin hækka svo um 25 þús-
und krónur í ársbyrjun 2022. Einn-
ig er ákvæði um að samningurinn
taki sömu taxtabreytingum 1. janú-
ar 2023 og samið verður um á hin-
um almenna vinnumarkaði. Einnig
er í samningnum að finna sérstakt
ákvæði um 90 þúsund króna ein-
greiðslu vegna afturvirkni samn-
ingsins og ákvæði um félagssjóð.
Launagreiðendur eiga að greiða
1,5% af heildarlaunum starfsmanna
í félagssjóð sem greitt verður úr 2.
febrúar ár hvert. Fyrsta greiðsla úr
sjóðnum kemur til útborgunar 1.
febrúar næstkomandi og verður sú
upphæð 61.000 kr. fyrir fullt starfs-
hlutfall. Upphæðin greiðist hlut-
fallslega miðað við starfstíma og
starfshlutfall.
Vilhjálmur Birgisson, formað-
ur VLFA, fagnar því á síðu félags-
ins að samningar hafi loks náðst, en
þeir hafa verið lausir í níu mánuði.
Segir hann samninginn í meginat-
riðum í anda lífskjarasamningsins
sem undirritaður var á síðasta ári.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri
á Akranesi, fagnar sömuleiðis á Fa-
cebook síðu sinni að samningar hafi
náðst og þakkar Vilhjálmi fyrir hans
þátt í því. mm
Sæmundur Sigmundsson,
fyrrum sérleyfishafi í Borg-
arnesi, varð 85 ára í gær,
14. janúar. Sjálfur hélt hann
ekki halda upp á áfangann,
en það gerðu hins vegar fé-
lagar hans í Fornbílafjelagi
Borgarfjarðar með því að
bjóða gestum og gangandi
upp á kaffi og með‘í í hús-
næði félagsins í Brákarey
klukkan 20 í gærkveldi.
„Okkur langaði til að sýna
honum tilhlýðilega virð-
ingu og buðum upp á kaffi
og með því í húsakynnum
okkar. Sæmundur sjálfur
gat að eigin sögn ekki verið
meðal okkar, en það gerir
bara ekkert til, við höldum
upp á þetta afmæli samt,“
sagði Gunnar Gauti Gunn-
arsson, stjórnarmaður í
Fornbílafjelaginu, í samtali
við Skessuhorn í gærmorg-
un. „Sæmundur var erlend-
is þegar við héldum upp á
áttræðisafmælið, svo þetta
verður þá bara fastur lið-
ur eins og venjulega,“ sagði
Gunnar. Afmælisfagnað-
urinn var ekki hafinn þeg-
ar Skessuhorn var sent í
prentun. mm
Samið fyrir hönd starfsmanna
sveitarfélaga í VLFA
Erlendir ríkisborgarar tæp 14% íbúa
Ráðstefna um frumkvöðla og
nýsköpun í lífi og starfi
Sæmundur 85 ára