Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 19 Öxin var frumsýnd fyrir fullu húsi á Sögulofti Landnámsseturs Ís- lands síðastliðinn sunnudag. Þar segir Magnús Ólafsson sagna- maður frá síðustu aftökunni hér á landi, þegar Agnes Magnúsdótt- ir og Friðrik Sigurðsson voru tek- in af lífi fyrir morðin á natani Ket- ilssyni og Pétri Jónssyni. Sýning- in hófst kl. 14:00, sunnudaginn 12. janúar. Þá voru nákvæmlega 190 ár upp á klukkustund frá því að Ag- nes og Friðrik voru hálshöggvin á Þrístöpum í Vatnsdal að viðstödd- um 150 manns, sem Björn Blöndal sýslumaður hafði stefnt þangað af því tilefni. Sagnamaðurinn Magnús var áður við búskap á Sveinsstöðum í Vatnsdal, eins og afi hans, langafi og langalangafi. Sonur hans býr nú á Sveinsstöðum. Fjölskylda Magn- úsar tengist sögunni því árið 1934, 104 árum eftir aftökuna, voru afi hans og faðir fengnir til aðstoðar þegar bein Agnesar og Friðriks voru flutt í vígða mold. Segir Magnús m.a. frá mögnuðum atburðum sem þeim gjörningi tengjast, í tengslum við atburði sögunnar. Sagnamaður af guðs náð Magnús Ólafsson er sagnamaður af guðs náð, er einn þeirra sem held- ur uppi heiðri hefðbundinnar ís- lenskrar frásagnarlistar. Hann hef- ur hljómþýða rödd sem þægilegt er að hlusta á og engum dylst sem á hann hlýðir að Magnús þekkir sög- una um síðustu aftökun á Íslandi eins og handarbakið á sér, ef ekki betur. Frásögn Magnúsar er ítarleg og skipulega fram sett. Frásagnarstíll- inn er rólegur og yfirvegaður og stemningin á Söguloftinu var í senn afslöppuð og heimilisleg. Inn í frá- sögn sína skýtur Magnús ýmsum skemmtilegum atriðum, svo sem vísum og fleira stuttu skemmti- efni sem í ófá skipti kitlaði hlátur- taugar gesta, en alltaf af virðingu fyrir persónum og leikendum sög- unnar. Tilgangur frásagnarinnar er enda að fræða fólk og skemmta. Hvort tveggja gerir Magnús listavel og óhætt að mæla heilshugar með Öxinni fyrir alla áhugasama. -Kristján Gauti Karlsson Síðastliðinn laugardag var opnuð stór sýning vatnslitamynda í Hall- steinssal Safnahússins í Borgar- nesi. Verkin gerðu átta konur sem eiga það meðal annars sameigin- legt að hafa bakgrunn úr námi við Myndlistarskóla Kópavogs hjá De- rek Mundell. Þá hafa þær allflest- ar tengingu við Borgarfjörð og því var þessi sýningarstaður valinn. Þær halda auk þess hópinn og hitt- ast vikulega til að færa liti á papp- ír. Konurnar nefna hópinn sinn Flæði, en þetta eru þær Fríða Björg Eðvarðsdóttir, Guðrún Steinþórs- dóttir, Rósa Traustadóttir, Sesselja Jónsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Þor- björg Kristinsdóttir og Þóra Mín- erva Hreiðarsdóttir. Á sýningunni gefur að líta á ann- að hundrað vatnslitamyndir þar sem viðfangsefnin eru ólík, allt frá sjálfsmyndum til dýra- og mann- lífsmynda og náttúru frá fjalli til fjöru. „Hópurinn hefur heillast af vatnslitum og töfrum þeirra þegar litur og vatn flæða saman. Vatns- litir eru krefjandi miðill sem erfitt er að stjórna en glíman við þá leiðir mann að endalausum möguleikum. Efni sýningarinnar er eins og heiti hennar gefur til kynna, flæði vatns, lita og myndefnis,“ segir í kynningu hópsins. Sýningin er opin alla virka daga frá klukkan 13 til 18 og um helg- ar samkvæmt samkomulagi. Hún stendur til 18. febrúar nk. mm Ríkisstjórnin hefur samþykkt til- lögu heilbrigðisráðherra sem fel- ur í sér undirbúning tilraunaverk- efnis um notkun sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu og veita þannig bráðveikum og slös- uðum sérhæfða þjónustu með sem skjótustum hætti. Heilbrigðisráð- herra og fjármála- og efnahags- ráðherra hefur verið falið að út- færa fjármögnun og tímasetningu verkefnisins. Eins og fram kemur í minnisblaði heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnarinnar er aðgengi að heilbrigðisþjónustu í dreifbýli hér á landi víða takmarkað. Landið er strjálbýlt og vaxandi sérhæfing í bráðameðferð gerir auknar kröf- ur til þess að bráðveikir og slasað- ir komist fljótt á Landspítala. Þess- um sjúkraflutningum er núna að mestu sinnt með sjúkrabílum og að nokkru leyti með sjúkraflugvél og björgunarþyrlum Landhelgis- gæslunnar. Þessa þjónustu þarf að styrkja segir í minnisblaðinu þar sem lagt er til að ráðist verði í til- raunaverkefni til tveggja ára til að kanna betur grundvöll fyrir rekstri og notkun þyrlu í þessu skyni hér á landi. Lagt er til að þyrlan verði staðsett á suðvesturhorni landsins þar sem útköll vegna slysa og bráðra veik- inda eru tíð og hefur fjölgað mik- ið á síðustu árum á svæðinu, ekki síst á Suðurlandi þar sem straumur innlendra og erlendra ferðamanna hefur verið mikill og vaxandi. Horft er til þess að með þyrlunni og sér- hæfðri áhöfn hennar megi stytta umtalsvert viðbragðstíma í útköll- um. Þessi þjónusta myndi jafn- framt draga úr fjarveru sjúkrabíla og lækna úr héraði og auka þannig öryggi á hlutaðeigandi svæði. Enn fremur væru sjúkraflutningar með þyrlu á suðvesturhorninu mikil bót fyrir sjúkraflutninga fyrir Vest- mannaeyjar sem er stærsta byggð Íslands án tengingar við fastaland- ið. mm Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sig til flugs eftir alvarlegt slys á Snæfellsnesi. Ljósm. úr safni/ tfk. Boða tilraunaverk­ efni um sjúkraþyrlu Hluti verka á sýningunni. Fræðandi, afslöppuð og skemmtileg frásögn Magnús Ólafsson sagnamaður frumsýndi Öxina á sunnudag Vatnslitamyndum þétt raðað á veggi Safnahúss Hópurinn við opnun sýningarinnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.