Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 20206 Kanna hug til sölu ljósleiðarans HVALFJ.SV: Á fundi sveitar- stjórnar Hvalfjarðarsveitar 13. janúar sl. var samþykkt erindi þar sem tilkynnt er um fyrirhug- aða undirskriftasöfnun í Hval- fjarðarsveit þar sem óskað verði eftir almennri atkvæðagreiðslu vegna ákvörðunar sveitarstjórn- ar um sölu ljósleiðarakerfis í eigu Hvalfjarðarsveitar. Samþykkt var á fundinum að undirskriftasöfn- un skuli hefjast 27. janúar nk. og verða lokið 24. febrúar nk. Sveitarstjóra var falið að tilkynna ábyrgðaraðilum og Þjóðskrá Ís- lands um niðurstöðuna. -mm Haldið til loðnuleitar MIÐIN: Hafrannsóknarstofn- un mun greiða útgerðum sem leggja stofnuninni lið við loðnu- leit helming þess kostnaðar sem af úthaldinu hlýst, samtals um 30 milljónir króna. útgerðirn- ar munu leggja tvö skip til við loðnuleitina, sem munu leita ásamt rannsóknarskipi Hafró. Það er mikilvægt til að hámarka líkur á að loðna finnist. Rann- sóknarskipið Árni Friðriksson hélt til loðnumælinga á mánudag- inn. Tvö eða þrjú skip útgerðar- fyrirtækja fara til móts við hann. Samkvæmt fréttum Stöðvar2 á mánudaginn verður það Hákon EA, grænlenska skipið Polar Am- aroq og fjórða skipið gæti orðið Bjarni Ólafsson AK, sem nú er á Seyðisfirði. -mm Samið um tjald­ svæðisrekstur REYKHÓLAHR: Á desember- fundi sveitarstjórnar Reykhóla- hrepps voru lögð fram tvö tilboð sem bárust í rekstur tjaldsvæðis- ins á Reykhólum. Hæsta tilboð- ið kom frá Jóni Kjartanssyni, en það hljóðaði upp á 355.500 kr. Landamerki buðu 100 þús. krónur. Var sveitarstjóra falið að ganga til samninga við hæstbjóð- anda um reksturinn. -kgk Um sextíu kílóa afurðir BORGARFJ: Síðastliðið vor bar ær í eigu Ásdísar Sigurð- ardóttir, bónda í Brúsholti í Flókadal, þremur lömbum, sem í sjálfu sér er algengt í dag. Öll lömbin gengu undir í sumar og var tveimur þeirra slátrað í haust. Fallþungi þeirra reyndist 20,6 kíló og 19 kíló. Ein gimbr- in var valin til lífs. Alls hefði fallþungi lambanna því verið um sextíu kíló sem telst í meira lagi eftir eina á. -mm Frístundastyrkur nýtist einnig annars staðar BORGARBYGGÐ: Sveitar- stjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum á föstudaginn til- lögu fræðslunefndar um breyt- ingar á fyrirkomulagi frístunda- styrkja. Annars vegar snýst það um að frístundastyrkinn verð- ur nú hægt að nýta í frístunda- starf í öðrum sveitarfélögum en Borgarbyggð, en margir æfa íþróttir t.d. á Akranesi og vilja nýta styrkinn við æfingar þar. Hins vegar var sú breyting gerð að frístundastyrkurinn er skil- greindur sem ein upphæð sem hægt að að nýta hvenær sem er á árinu en deilist ekki á vorönn og haustönn. -mm Ferðamenn aftur niður fyrir tvær milljónir LANDIÐ: Erlendum ferða- mönnum hingað til lands fækk- aði á síðasta ári samkvæmt taln- ingu Ferðamálastofu. Voru þeir innan við tvær milljónir tals- ins, en það er í fyrsta skipti síð- an 2016 sem þeir fara niður fyr- ir þá tölu og í fyrsta skipti á níu árum sem fækkun mælist. Mestu munar um fækkun bandarískra ferðamanna og þá hefur gjald- þrot WOW teljandi áhrif. Sem fyrr komu flestir til landsins í júlí og ágúst. Það voru einu mánuðir síðasta árs þar sem erlendu ferðamennirnir voru fleiri en 200 þúsund. Árið áður rufu fjórir mánuðir 200 þúsund ferðamanna markið, frá júní til september, og október var hárs- breidd frá því. Ferðamönnum fækkaði mest hlutfallslega í maí (23,6 prósent) og í september (20,7 prósent) en minnst í mars (1,7 prósent). -mm Fleiri dýralæknar á bakvakt NORÐURL.V: Dýralækn- um á bakvakt á norðurlandi vestra hefur nú verið fjölgað um óákveðinn tíma úr einum í tvo. Þetta er ákvörðun dýravernd- unarsviðs Matvælastofnunar og er til komið vegna reynslu und- anfarinna vikna um að vakt- svæðið er of víðfeðmt og illfært á veturna til að einn dýralæknir geti sinnt öllum útköllum, eink- um þegar illa viðrar. Tilefnið var gul viðvörun vegna óveðurs í síðustu viku. Landinu er skipt í vaktsvæði til að veita dýraeig- endum aðgang að dýralæknum utan hefðbundins vinnutíma. Bakvaktirnar eru eingöngu fyr- ir neyðartilfelli sem koma upp og þola ekki bið. Vaktsvæðin og fjöldi dýralækna eru skilgreind í lögum um dýralækna og heil- brigðisþjónustu við dýr. -mm Undir kvöld síðastliðinn laugardag var óskað eftir aðstoð björgunar- sveita vegna konu sem var í sjálf- heldu ofarlega í Vífilsfelli, sem er nálægt þjóðveginum við Sandskeið. Konan var ein á ferð og óslösuð. Í fjallinu var snjór og svellbunkar inn á milli og því þurfti að fara að öllu með gát. Óskað var eftir björgun- arsveitarfólki sem er sérþjálfað í björgun í fjalllendi. Mikil áhersla var lögð á að tryggja öryggi björg- unarmanna sem héldu á fjallið laust fyrir klukkan sjö um kvöldið og eins konunar þegar henni var bjargað úr sjálfheldunni. Aðgerðir tókust með ágætum og komust allir óslasaðir af fjallinu. mm/ Ljósm. Landsbjörg. „Landssamband veiðifélaga mót- mælir harðlega þeirri fyrirætlan sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra að fella brott ákvæði gildandi fiskeldisreglugerðar um bann við sjókvíaeldi á friðunarsvæði við ósa laxveiðiáa. Ráðherra hefur haldið því fram að lögfesting áhættumats erfðablöndunar tryggi vernd laxa- stofna með sama hætti og reglu- gerðarákvæðið hefur gert allt frá því það var sett árið 1988. Það er fyrir- sláttur,“ segir í bókun stjórnar sam- bandsins. „Það er augljóst að með þessari breytingu er ráðherra að tryggja að ekkert fái stöðvað áform um laxeldi á gildandi friðunarsvæði Langadalsár og Hvannadalsár í Ísa- fjarðardjúpi. Þá opnar þessi breyt- ing á eldi í næsta nágrenni við árn- ar i Eyjafirði, svo sem Fnjóská þar sem þessi fjarlægðarmörk skipta miklu máli.“ Stjórn landssambandsins bendir á að hafa verði í huga að áhættu- mat erfðablöndunar taki að lögum einvörðungu til mögulegrar erfða- mengunar af völdum laxeldis. „Aðr- ir áhættuþættir svo sem sjúkdóma- hætta og laxalús eru ekki þættir sem meta á í áhættumati erfðablönd- unar samkvæmt lögum um fiskeldi. Vert er að benda á að samkomulag um fyrirkomulag áhættumatsins var svikið með því að lögfesta að taka ætti tillit til mótvægisaðgerða fisk- eldisfyrirtækjanna en ekki áhrifa af lús og sjúkdómum. Varðandi þessa þætti skiptir fjarlægðarverndin öllu máli. Landssambandið undr- ast því ummæli sviðsstjóra fiskeld- is hjá Hafrannsóknarstofnun um að áhættumatið taki á þessum þáttum. Landssambandið telur nauðsynlegt að núverandi regla um bann við sjókvíaeldi á friðunarsvæðum í ná- munda við laxveiðiár verði áfram í nýrri reglugerð um fiskeldi. Það er augljóst að með þessari breytingu er ráðherra að veikja varnir þeirra laxastofna sem friðunarákvæðin taka nú til í reglugerð og eru yfir- lýsingar hans um að ekki sé verið að gefa afslátt af kröfunni um vörn fyrir villta laxastofna á Íslandi því fráleitar,“ segir að endingu í bókun stjórnar LV. mm Bjargað úr sjálfheldu Mótmæla breytingum um fjarlægðarmörk sjókvíaeldis

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.