Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 202014 Töluvert var um framkvæmdir á vegum Stykkishólmsbæjar á síð- asta ári. Í nýjárspistli sem Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri rit- ar á heimasíðu bæjarins segir hann framkvæmdir við skólalóðina hafa byrjað í júní og gengið vel. „Fyrsta áfanga verksins er lokið og þ.m.t frágangi á bílaplaninu sem heppn- aðist vel og m.a. mikil ánægja meðal foreldra með nýju slepp- istæðin við skólann. Veigamikl- ar framkvæmdir voru fyrir framan Dvalarheimilið í Stykkishólmi þar sem bílaplan var lækkað og mal- bikað ásamt götunni fyrir fram- an húsið. Aðkoma að dvalarheim- ilinu er því stórbætt frá því sem áður var. Gert er ráð fyrir að frá- gangur fyrir framan dvalarheimilið verði kláraður á þessu ári. Þá voru m.a. tveir stærstu göngustígarnir í Stykkishólmi malbikaðir í sum- ar auk eins lítils, en þetta var eitt skrefið að bættum samgöngum á milli hverfa í Stykkishólmi, ásamt því að göngustígar í bæjarlandinu voru lagfærðir og/eða endurbætt- ir. Með þessum framkvæmdum var stórum áföngum náð í átt að bætt- um samgöngum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur í Stykkis- hólmi og á komandi árum er gert ráð fyrir að enn betur verði gert hvað varðar göngustíga og göngu- leiðir í Stykkishólmi.“ Þá segir Jakob Björgvin að und- urbúningur vegna uppbygging- ar og um leið breytingu á hluta húsnæðis sjúkrahússins í Stykkis- hólmi fyrir hjúkrunarheimili miði vel áfram, en að verkefninu koma Framkvæmdasýsla ríkisins, Rík- iseignir, Heilbrigðisráðuneytið, Heilbrigðisstofnun Vesturlands ásamt Stykkishólmsbæ. „Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á þessu ári en þar munu líta dags- ins ljós 18 ný hjúkrunarrými í stað þeirra sem eru á dvalarheimilinu. Auk þess verður aðstaða bak- og endurhæfingardeildar bætt til muna. Þessar endurbætur munu bæta þjónustu og styrkja stöðu sjúkrahússins.“ Byggingariðnaður með blóma Jakob Björgvin segir mikla grósku hafa verið í byggingariðnaði og mannvirkjagerð í Stykkishólmi undanfarin ár. „Mörg ný íbúðar- hús hafa risið og fleiri munu rísa á þessu ári. Við það bætist að viðhald og endurbætur á eldri húsum hafa einnig verið áberandi. Húsnæð- isverð er hátt og fasteignir ganga kaupum og sölum. Það er því deg- inum ljósara að í Stykkishólmi vill fólk búa enda hefur íbúafjöldi far- ið ört vaxandi undanfarin ár. Fjöldi framkvæmda í bæn- um var á vegum framtakssamra Hólmara og fyrirtækja. Af þeim má nefna að húsnæði Marz- sjáv- arafurða, sem áður var pósthús, fékk t.a.m. andlitslyftingu, unn- ið er að því að breyta Langaskúr í jógahof, miklar framkvæmd- ir standa nú yfir á Hótel Stykk- ishólmi, aðstaða í stúkunni í íþróttamiðstöðinni var bætt svo um munar þegar ný sæti voru sett upp, ásamt viðhaldi og end- urbótum íbúðarhúsa um allan bæ að ótöldum þeim íbúðarhúsum sem risu og/eða hafist var handa við að reisa og munu rísa á árinu 2020,“ segir m.a. í nýjárspistli bæjarstjóra Stykkishólms. mm Á fundi skipulags- og byggingar- nefndar Borgarbyggðar í liðinni viku var tekin umræða um end- urskoðun aðalskipulags Borgar- byggðar 2010-2022. Í bókun segir að fjallað hafi verið um samgöngu- mál. „nefndin telur að skoða þurfi legu stofnvega og hringveg um sveitarfélagið í samvinnu við sam- göngu- og sveitastjórnarráðneyt- ið.“ Guðmundur Freyr Kristbergs- son formaður nefndarinnar segir í samtali við Skessuhorn að í þessu endurskoðunarferli aðalskipulags- ins verði teknir fyrir ákveðnir hlut- ar aðalskipulagsins. „Á þessum fundi okkar í síðustu viku ræddum við stuttlega um samgöngur; allt frá göngu-, hjólreiða- og reiðstígum til hringvegarins. Hins vegar var um- ræðan um hvar vegir ættu að liggja engin þar sem við vorum sammála um að taka skyldi saman gögn með hugmyndum sem hafa komið fram í gegnum tíðina. Þá er einnig mein- ingin að opna á samtal við ráðu- neytið varðandi hvaða hugmyndir eru þar um legu vega og hvað menn sjá fyrir sér í vegamálum. Þessi um- ræða er sumsé á algjöru upphag- fsstigi og verður gaman að sjá hvert hún leiðir okkur,“ segir Guðmund- ur Freyr. mm Héraðsdómur Vesturlands vís- aði frá dómi kröfum Skagamál- unar ehf. á hendur Uppbyggingar ehf., vegna vanreifunar. Dómur var upp kveðinn 16. desember síðast- liðinn. Málningarfyrirtækið hafði krafist greiðslu rúmlega 7,6 millj- óna króna frá verktakanum vegna óheimillar riftunar verksamnings um málun í fjölbýlishúsi á Akra- nesi. Einnig krafðist málningarfyr- irtækið greiðslu 1,1 milljónar vegna unninnar vinnu við aukaverk. Til vara krafðist fyrirtækið greiðslu tveggja vangoldinna reikninga. Forsaga málsins er sú að Skaga- málun tók að sér málningarvinnu fyrir Uppbyggingu í fjölbýlishúsi á Akranesi í mars 2017. Lá fyrir í málinu ódagsett tilboð sem stefn- andi sagði stefnda hafa samþykkt. Unnið var við málun hússins fram í byrjun ágúst, þegar forsvarsmaður Uppbyggingar tilkynnti forsvars- manni Skagamálunar með sms- skilaboðum að vegna tafa á verk- inu hefðu nýir málarar verið fengn- ir þar að og þess óskað að starfs- menn málningarfyrirtækisins yfir- gæfu húsið með sín verkfæri. Eng- inn skriflegur samningur hafði ver- ið gerður, en stefndi mótmælti því ekki að tekist hefði verksamningur milli aðila málsins. Hann kvaðst hins vegar ekki kannast við að sam- ið hefði verið um aukaverk, upp- setningu úthornalista. Dómurinn taldi riftun samnings- ins ólögmæta, þar sem ekki hefði verið sýnt fram á að málningarfyrir- tækið hefði vanefnt hann svo veru- lega heimilt væri að rifta honum. En þrátt fyrir að verktakanum hafi verið óheimilt að rifta samningnum var honum kleift að hafna efndum stefnanda með því að fá aðra málara í verkið. Féll þá niður skylda beggja til að efna samningin eftir aðalefni hans. Hins vegar gat eftir atvikum stofnast skaðabótakrafa á hendur verktakanum. Stefnandi gat hins vegar ekki lagt fram nein gögn til að sýna fram á það tjón sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna rift- uninnar. Hann hafði ekki lagt fram rekstrarreikning vegna skattfram- tals fyrir árið 2017, ekki gert grein fyrir launum sem hann greiddi starfsmönnum sínum eða öðrum út- lögðum kostnaði á þessum tíma. Þá lá ekki fyrir greinargerð um áætlað- an kostnað vegna verksins, að því er fram kemur í dómnum. Dómurinn taldi sig því ekki geta tekið afstöðu til þess hversu mikið tjón máln- ingarfyrirtækið hefði getað hlotið af riftun samningsins. Sömuleiðis taldi dómstóllinn sig ekki geta lagt dóm á kröfu málningarfyrirtækisins um greiðslu rúmlega 1,1 milljónar króna vegna unninna aukaverka, né varakröfu um greiðslu tveggja vangoldinna reikninga. „Verður að telja dómkröfur stefnanda svo vanreifaðar að ekki verður hjá því komist að vísa þeim frá dómi,“ seg- ir í dómi héraðsdóms. Skagamál- un var enn fremur gert að greiða Uppbyggingu 500 þúsund krónur í málskostnað. kgk Skoða samgöngumál við endurskoðun aðalskipulags Héraðsdómur Vesturlands. Ljósm. úr safni/ glh. Vísað frá vegna vanreifunar Stærstu göngustígar bæjarins voru malbikaðir á síðasta ári. Ljósm. úr safni/sá. Mikið framkvæmdaár að baki í Stykkishólmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.